Fréttatíminn - 30.08.2013, Blaðsíða 48
48 skák og bridge Helgin 30. ágúst-1. september 2013
Skákakademían HeimSbikarmót Fide í noregi Skartaði FleStum beStu Skákmönnum HeimS
Snillingar tefla í Tromsö
F yrir þremur vikum settust 128 skák-meistarar að tafli á heimsbikarmóti FIDE í íþróttahúsi í Tromsö í Noregi.
Þarna voru flestar skærustu stjörnur skák-
heimsins nema Carlsen og Anand, og tefldu
2ja skáka einvígi með útsláttarsniði. Til
mikils var að vinna, því tvö sæti á áskor-
endamótinu 2014 voru í boði – og auk þess
verðlaunapottur upp á samtals 1,6 milljón
dollara. Meðal keppenda á 69. breiddar-
gráðu voru stórstjörnur á borð við Kramnik,
Aronian, Caruana, Nakamura, Gelfand,
Grischuk og Karjakin sem allir eru meðal
10 stigahæstu skákmanna heims, og sægur
af öðrum firnasterkum meisturum.
Skákveislan í Tromsö nær hámarki í dag
þegar Rússarnir Vladimir Kramnik og
Dimitry Andreikin tefla fyrstu skákina af
fjórum í úrslitaeinvígi – en þeir hafa rutt
öllum andstæðingum sínum úr vegi og sitja
einir eftir í íþróttahöllinni.
Kramnik í ham
Kramnik (2795 skákstig) þarf ekki að
kynna fyrir skákunnendum. Hann er nú 37
ára og hefur lengi verið meðal þeirra allra
bestu – og hann er maðurinn sem hratt
sjálfum Kasparov úr hásætinu um alda-
mótin. Kramnik missti naumlega af sigri á
áskorendamótinu í London í vor – ella væri
hann en ekki Carlsen á leið í heimsmeist-
araeinvígi við Anand.
Til að komast í úrslitin í Tromsö þurftu
þeir Kramnik og Andreikin að leggja sex
andstæðinga hvor. Fyrstur á matseðli
Kramniks var sá ágæti en lítt kunni Gillian
Bwalya frá Sambíu, síðan kom röðin að
rússneska meistaranum Kobalia (2651) og
hinum úkraínska Areshchenko (2709). Í
fjórðu umferð slátraði rússneski björninn
þeim ólseiga Ivanchuk (2731) og hefndi þar
með fyrir tapið gegn honum á áskorenda-
mótinu í London. Næsta fórnarlamb var enn
einn Úkraínumaðurinn, hinn firnasterki
Korobov (2720) og í undanúrslitum lagði
Kramnik svo Frakkann Vachier-Lagrave
(2745). Sá síðastnefndi er bjartasta von
Frakklands í skákinni og tvímælalaust ein
helsta stjarna heimsbikarmótsins í Tromsö.
Vachier-Lagrave er aðeins 22 ára, jafn-
aldri Carlsens, og varð stórmeistari 14 ára.
Hann sló út kempur á borð við Gelfand og
Caruana, og er nú kominn í 12. sæti heims-
listans.
Andreikin stimplar sig inn
En hver er svo þessi Dmitry Andreikin,
sem mætir Kramnik mikla í úrslitaeinvígi
heimsbikarmótsins? Jú, hann tilheyrir
hinum vel lukkaða 1990 árgangi, einsog
Carlsen, Vachier-Lagrave og Karjakin.
Andreikin varð stórmeistari 17 ára og
heimsmeistari unglinga 2010. Hann var
meðal keppenda á minningarmótinu um
Tal í Moskvu í júní, og tapaði ekki skák
þrátt fyrir að vera stigalægstur keppenda.
Reyndar vann hann ekki nema eina skák,
en gerði átta jafntefli. Sigurskák Andreikins
á mótinu var einmitt gegn Kramnik – sem
hugsar honum ugglaust þegjandi þörfina
þegar þeir tylla sér við taflborðið í dag.
Andreikin virðist einhver best smurða
jafnteflisvél sem lengi hefur komið fram á
sjónarsviðið, einsog mótstaflan frá Moskvu
ber vitni um. Í Tromsö var sama upp á
teningnum. Alls tefldi hann 12 kappskákir
í einvígjum gegn sex andstæðingum – og
gerði 11 jafntefli! Fimm af viðureignum
hans voru útkljáð í atskákum og hraðskák-
um, og þar hafði Andreikin jafnan sigur.
Fórnarlömbin voru Darini frá Íran, Nguyen
frá Víetnam og rússnesku ofurstórmeistar-
arnir Dreev, Karjakin, Svidler og Tomas-
hevsky.
Skákáhugamenn geta fylgst með glímu
Kramniks og Andreikins á chessbomb.
com og á heimasíðu heimsbikarmótsins,
chessworldcup2013.com. Þar er líka hægt
að skoða öll úrslit og skákir frá þessu stór-
skemmtilega og stjörnum prýdda móti.
H áfjallaeinmenningsmótið, sem eitt sinn var kennt við Landmanna-helli, en nú tvö síðustu árin við
Rjúpnavelli, fór fram um síðustu helgi. Þar
mættu alls 18 spilarar og spiluðu einmenn-
ing þar sem menn voru dregnir saman til-
viljunarkennt í 8 spila sveitakeppnisleiki.
Að jafnaði var spilað á þremur borðum, en
stundum tveimur og stundum fjórum. Í
byrjun móts tók Sigurjón Björnsson (sem
búsettur er í Kaupmannahöfn) forystuna
en fljótlega náði Rúnar Gunnarsson for-
ystunni. Er líða tók á mótið náði Frímann
Stefánsson forystunni og jók hana í lokin.
Lokastaða efstu para varð þannig:
1. Frímann Stefánsson......................................... 151
2.-3. Ómar Olgeirsson ......................................... 73
2.-3 Ólafur Steinason ........................................... 73
4. Rúnar Gunnarsson .......................................... 72,5
5. Þröstur Ingimarsson ....................................... 57
6. Þorlákur Jónsson............................................. 45
7. Sigurjón Björnsson .......................................... 41
8. Birkir Jónsson .................................................. 23
Frímann var þar að vinna í þriðja sinn þetta
mót og vinnur bikarinn til eignar. Er hann
eini spilarinn sem hefur náð því. Sigurjón
Björnsson átti umtalaðasta spil mótsins, en
hann sat í vestur í þessu spili. Austur var
gjafari og allir á hættu:
Austur suður vestur norður
1 ♠ pass 1 grand pass
2 ♦ pass 3 ♥ pass
3 grönd pass 4 ♥ p/h
♠ 954
♥ D73
♦ 10976
♣ ÁG6
♠ Á1076
♥ Á1076
♦ K2
♣ D832
♠ 8
♥ ÁG109864
♦ K
♣ 10964
♠ KGD32
♥ 5
♦ ÁG54
♣ K53
N
S
V A
Norður hitti á laufásinn út sem var besta út-
spil varnarinnar. Suður gaf kall með laufa-
tvisti og norður spilaði laufi áfram. Sigur-
jón drap á kóng og spilaði hjarta. Suður
setti tvist, Sigurjón gosa sem var drepinn
á drottningu. Norður spilaði laufi og suður
taldi það mikla áhættu að reyna spaðaás,
inni á laufadrottningu, hræddur við að sagn-
hafi ætti eyðu í litnum. Hann spilað sig þess
í stað út á hjartakóng. Sigurjón drap og byrj-
aði að raða niður
trompunum. Norð-
ur gætti ekki að
sér, fleygði spaðan-
íu til að gefa suðri
talningu (oddatölu
spila) – sem setti
suður í óverjandi
þvingun. Sigurjón
fleygði öllum spöð-
unum í blindum en
hélt eftir áttunni
heima. Suður varð
að fara niður á drottningu blanka í tígli til að
halda í spaðavaldið og Sigurjón gat yfirdrep-
ið kóng blankan með ás og fellt drottninguna
sem nægði í 10 slagi. Norður gat varist með
því að fleygja ekki spaðaníu til að koma í veg
fyrir þvingun á suður.
Stórsigur í bikar
Einum leik er lokið í bikarkeppni Bridge-
sambands Íslands. Komið er á síðari hluta
keppninnar og sveit J.E. Skjanna vann stór-
sigur 139 gegn 46 impum sveitar Rima. Und-
anúrslit og úrslit bikarkeppni BSÍ fara fram
helgina 14.-15. september.
Áfram feiknagóð aðsókn í sumarbridge
Aðsókn í sumarbridge heldur áfram að vera
framar vonum og miðvikudagskvöldið 21.
ágúst mættu 36 pör til leiks. Lokastaða 5
efstu para varð þannig:
1 . Guðný Guðjónsdóttir – Ólöf Þorsteinsdóttir 62,5%
2. Bergur Reynisson – Stefán Stefánsson 61,0%
3. Ingi Agnarsson – Rúnar Einarsson 60,9%
4. Kristján Snorrason – Birkir Jón Jónsson 59,5%
5. Þórður Sigurðsson – Vilhjálmur Sigurðsson jr58,1%
Mánudagskvöldið 26. ágúst mættu 20 pör. Lokastaða
5 efstu para varð þannig:
1. Erla Sigurjónsdóttir – Birkir Jón Jónsson 67,3%
2. Guðrún Kr Jóhannesdóttir – Arngunnur Jónsdóttir 58,3%
3. Helgi Tómasson – Hannes Sigurðsson 58,3%
4. Þóranna Pálsdóttir – Soffía Daníelsdóttir 55,2%
5. Emma Axelsdóttir – Davíð Lúðvíksson 53,0%
bridge rjúpnavallamótið
Sigur í þriðja sinn
PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...
Þúsundir fermetra af flísum með 20 -70% afslætti
Baðherbergisvörur 20 -70% afsláttur
Teppi og dúkar 25% afsláttur
ÚTSALA
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...
Revestimiento
Ace Negro 33,3x100 cm
Ace Blanco 33,3x100 cm
Pavimento
Crystal Floor White 33,3x33,3 cm
Crystal Floor Dark 33,3x33,3 cm
Sigurjón Björnsson
er með verðlaun
fyrir bestu tilþrifin
á Rjúpnavalla-
mótinu og Frímann
Stefánsson með
bikar og viðurkenn-
ingarskjal fyrir
fyrsta sætið. Ljós-
mynd/Rúnar Gunn-
arsson
Andreikin. Nýjasta stjarna Rússa.
Kramnik. Sýnir enn og aftur að hann er einn besti
skákmaður sögunnar.