Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.08.2013, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 30.08.2013, Blaðsíða 48
48 skák og bridge Helgin 30. ágúst-1. september 2013  Skákakademían HeimSbikarmót Fide í noregi Skartaði FleStum beStu Skákmönnum HeimS Snillingar tefla í Tromsö F yrir þremur vikum settust 128 skák-meistarar að tafli á heimsbikarmóti FIDE í íþróttahúsi í Tromsö í Noregi. Þarna voru flestar skærustu stjörnur skák- heimsins nema Carlsen og Anand, og tefldu 2ja skáka einvígi með útsláttarsniði. Til mikils var að vinna, því tvö sæti á áskor- endamótinu 2014 voru í boði – og auk þess verðlaunapottur upp á samtals 1,6 milljón dollara. Meðal keppenda á 69. breiddar- gráðu voru stórstjörnur á borð við Kramnik, Aronian, Caruana, Nakamura, Gelfand, Grischuk og Karjakin sem allir eru meðal 10 stigahæstu skákmanna heims, og sægur af öðrum firnasterkum meisturum. Skákveislan í Tromsö nær hámarki í dag þegar Rússarnir Vladimir Kramnik og Dimitry Andreikin tefla fyrstu skákina af fjórum í úrslitaeinvígi – en þeir hafa rutt öllum andstæðingum sínum úr vegi og sitja einir eftir í íþróttahöllinni. Kramnik í ham Kramnik (2795 skákstig) þarf ekki að kynna fyrir skákunnendum. Hann er nú 37 ára og hefur lengi verið meðal þeirra allra bestu – og hann er maðurinn sem hratt sjálfum Kasparov úr hásætinu um alda- mótin. Kramnik missti naumlega af sigri á áskorendamótinu í London í vor – ella væri hann en ekki Carlsen á leið í heimsmeist- araeinvígi við Anand. Til að komast í úrslitin í Tromsö þurftu þeir Kramnik og Andreikin að leggja sex andstæðinga hvor. Fyrstur á matseðli Kramniks var sá ágæti en lítt kunni Gillian Bwalya frá Sambíu, síðan kom röðin að rússneska meistaranum Kobalia (2651) og hinum úkraínska Areshchenko (2709). Í fjórðu umferð slátraði rússneski björninn þeim ólseiga Ivanchuk (2731) og hefndi þar með fyrir tapið gegn honum á áskorenda- mótinu í London. Næsta fórnarlamb var enn einn Úkraínumaðurinn, hinn firnasterki Korobov (2720) og í undanúrslitum lagði Kramnik svo Frakkann Vachier-Lagrave (2745). Sá síðastnefndi er bjartasta von Frakklands í skákinni og tvímælalaust ein helsta stjarna heimsbikarmótsins í Tromsö. Vachier-Lagrave er aðeins 22 ára, jafn- aldri Carlsens, og varð stórmeistari 14 ára. Hann sló út kempur á borð við Gelfand og Caruana, og er nú kominn í 12. sæti heims- listans. Andreikin stimplar sig inn En hver er svo þessi Dmitry Andreikin, sem mætir Kramnik mikla í úrslitaeinvígi heimsbikarmótsins? Jú, hann tilheyrir hinum vel lukkaða 1990 árgangi, einsog Carlsen, Vachier-Lagrave og Karjakin. Andreikin varð stórmeistari 17 ára og heimsmeistari unglinga 2010. Hann var meðal keppenda á minningarmótinu um Tal í Moskvu í júní, og tapaði ekki skák þrátt fyrir að vera stigalægstur keppenda. Reyndar vann hann ekki nema eina skák, en gerði átta jafntefli. Sigurskák Andreikins á mótinu var einmitt gegn Kramnik – sem hugsar honum ugglaust þegjandi þörfina þegar þeir tylla sér við taflborðið í dag. Andreikin virðist einhver best smurða jafnteflisvél sem lengi hefur komið fram á sjónarsviðið, einsog mótstaflan frá Moskvu ber vitni um. Í Tromsö var sama upp á teningnum. Alls tefldi hann 12 kappskákir í einvígjum gegn sex andstæðingum – og gerði 11 jafntefli! Fimm af viðureignum hans voru útkljáð í atskákum og hraðskák- um, og þar hafði Andreikin jafnan sigur. Fórnarlömbin voru Darini frá Íran, Nguyen frá Víetnam og rússnesku ofurstórmeistar- arnir Dreev, Karjakin, Svidler og Tomas- hevsky. Skákáhugamenn geta fylgst með glímu Kramniks og Andreikins á chessbomb. com og á heimasíðu heimsbikarmótsins, chessworldcup2013.com. Þar er líka hægt að skoða öll úrslit og skákir frá þessu stór- skemmtilega og stjörnum prýdda móti. H áfjallaeinmenningsmótið, sem eitt sinn var kennt við Landmanna-helli, en nú tvö síðustu árin við Rjúpnavelli, fór fram um síðustu helgi. Þar mættu alls 18 spilarar og spiluðu einmenn- ing þar sem menn voru dregnir saman til- viljunarkennt í 8 spila sveitakeppnisleiki. Að jafnaði var spilað á þremur borðum, en stundum tveimur og stundum fjórum. Í byrjun móts tók Sigurjón Björnsson (sem búsettur er í Kaupmannahöfn) forystuna en fljótlega náði Rúnar Gunnarsson for- ystunni. Er líða tók á mótið náði Frímann Stefánsson forystunni og jók hana í lokin. Lokastaða efstu para varð þannig: 1. Frímann Stefánsson......................................... 151 2.-3. Ómar Olgeirsson ......................................... 73 2.-3 Ólafur Steinason ........................................... 73 4. Rúnar Gunnarsson .......................................... 72,5 5. Þröstur Ingimarsson ....................................... 57 6. Þorlákur Jónsson............................................. 45 7. Sigurjón Björnsson .......................................... 41 8. Birkir Jónsson .................................................. 23 Frímann var þar að vinna í þriðja sinn þetta mót og vinnur bikarinn til eignar. Er hann eini spilarinn sem hefur náð því. Sigurjón Björnsson átti umtalaðasta spil mótsins, en hann sat í vestur í þessu spili. Austur var gjafari og allir á hættu: Austur suður vestur norður 1 ♠ pass 1 grand pass 2 ♦ pass 3 ♥ pass 3 grönd pass 4 ♥ p/h ♠ 954 ♥ D73 ♦ 10976 ♣ ÁG6 ♠ Á1076 ♥ Á1076 ♦ K2 ♣ D832 ♠ 8 ♥ ÁG109864 ♦ K ♣ 10964 ♠ KGD32 ♥ 5 ♦ ÁG54 ♣ K53 N S V A Norður hitti á laufásinn út sem var besta út- spil varnarinnar. Suður gaf kall með laufa- tvisti og norður spilaði laufi áfram. Sigur- jón drap á kóng og spilaði hjarta. Suður setti tvist, Sigurjón gosa sem var drepinn á drottningu. Norður spilaði laufi og suður taldi það mikla áhættu að reyna spaðaás, inni á laufadrottningu, hræddur við að sagn- hafi ætti eyðu í litnum. Hann spilað sig þess í stað út á hjartakóng. Sigurjón drap og byrj- aði að raða niður trompunum. Norð- ur gætti ekki að sér, fleygði spaðan- íu til að gefa suðri talningu (oddatölu spila) – sem setti suður í óverjandi þvingun. Sigurjón fleygði öllum spöð- unum í blindum en hélt eftir áttunni heima. Suður varð að fara niður á drottningu blanka í tígli til að halda í spaðavaldið og Sigurjón gat yfirdrep- ið kóng blankan með ás og fellt drottninguna sem nægði í 10 slagi. Norður gat varist með því að fleygja ekki spaðaníu til að koma í veg fyrir þvingun á suður. Stórsigur í bikar Einum leik er lokið í bikarkeppni Bridge- sambands Íslands. Komið er á síðari hluta keppninnar og sveit J.E. Skjanna vann stór- sigur 139 gegn 46 impum sveitar Rima. Und- anúrslit og úrslit bikarkeppni BSÍ fara fram helgina 14.-15. september. Áfram feiknagóð aðsókn í sumarbridge Aðsókn í sumarbridge heldur áfram að vera framar vonum og miðvikudagskvöldið 21. ágúst mættu 36 pör til leiks. Lokastaða 5 efstu para varð þannig: 1 . Guðný Guðjónsdóttir – Ólöf Þorsteinsdóttir 62,5% 2. Bergur Reynisson – Stefán Stefánsson 61,0% 3. Ingi Agnarsson – Rúnar Einarsson 60,9% 4. Kristján Snorrason – Birkir Jón Jónsson 59,5% 5. Þórður Sigurðsson – Vilhjálmur Sigurðsson jr58,1% Mánudagskvöldið 26. ágúst mættu 20 pör. Lokastaða 5 efstu para varð þannig: 1. Erla Sigurjónsdóttir – Birkir Jón Jónsson 67,3% 2. Guðrún Kr Jóhannesdóttir – Arngunnur Jónsdóttir 58,3% 3. Helgi Tómasson – Hannes Sigurðsson 58,3% 4. Þóranna Pálsdóttir – Soffía Daníelsdóttir 55,2% 5. Emma Axelsdóttir – Davíð Lúðvíksson 53,0%  bridge rjúpnavallamótið Sigur í þriðja sinn PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR... Þúsundir fermetra af flísum með 20 -70% afslætti Baðherbergisvörur 20 -70% afsláttur Teppi og dúkar 25% afsláttur ÚTSALA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET... Revestimiento Ace Negro 33,3x100 cm Ace Blanco 33,3x100 cm Pavimento Crystal Floor White 33,3x33,3 cm Crystal Floor Dark 33,3x33,3 cm Sigurjón Björnsson er með verðlaun fyrir bestu tilþrifin á Rjúpnavalla- mótinu og Frímann Stefánsson með bikar og viðurkenn- ingarskjal fyrir fyrsta sætið. Ljós- mynd/Rúnar Gunn- arsson Andreikin. Nýjasta stjarna Rússa. Kramnik. Sýnir enn og aftur að hann er einn besti skákmaður sögunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.