Fréttatíminn - 30.08.2013, Blaðsíða 28
Brandenburg
Fullorðins
595»
Barna
295»
KOMD’Í
SHAKE
B
elgíska landsl iðið
situr í efsta sæti A-
riðils í undankeppni
HM um þessar mund-
ir. Útlit er fyrir að lið-
ið komist í lokakeppnina sem fer
fram í Brasilíu á næsta ári. Þeg-
ar horft er yfir mannskapinn hjá
Belgum er ekki hægt annað en að
búast við að þeir séu til alls líklegir
á mótinu.
Á nokkrum árum hefur liðið
breyst frá því að vera meðal-lið í
eitt hið mest spennandi í Evrópu.
Ekki þarf annað en að líta á nokk-
ur nöfn í hópnum til að sannfærast
þar um; Hazard, Kompany, Ben-
teke, Lukaku, Dembélé og Verton-
ghen svo einhverjir séu nefndir. En
hvað gerðist?
Gullin kynslóð sem á eftir að
sanna sig
„Við höfum spilað lengi saman.
Margir okkar fóru saman á ólymp-
íuleikana í Peking, dvöldu saman í
ólympíuþorpinu, þegar við vorum
18, 19, 20, 21 árs svo við kynnt-
umst mjög vel og stóðum okkur
vel á mótinu. Það var kannski byrj-
unin,“ sagði Marouane Fellaini,
miðjumaður í Everton, í viðtali við
tímaritið Esquire fyrir skemmstu.
„Þessi hópur var hæfileikaríkur
frá unga aldri,“ bætti félagi hans,
Kevin Mirallas, við.
Belgarnir ungu hafa fyrir löngu
fengið viðurnefnið „gullna kyn-
slóðin“. Mörg lið og kynslóðir hafa
fengið þann stimpil á sig þó mis-
jafnt sé hvernig þeim hafi gengið
að standa undir honum. Tvö ný-
leg dæmi um sigursælar „gullnar
kynslóðir“ eru heimsmeistaralið
Frakka með Zidane og Henry inn-
anborðs og landslið Spánverja sem
borið hefur verið uppi af Xavi og
Iniesta.
Spænska liðið getur þakkað ár-
angur sinn tæknilegum yfirburð-
um og nýjum leikstíl sem leik-
mönnum var innrættur frá unga
aldri. Árangur franska liðsins má
hins vegar rekja til breyttra þjóð-
félags- og menningaraðstæðna.
Þegar leikmenn sem ættaðir voru
frá Afríku voru loks boðnir vel-
komnir þá small allt saman. Ekki
þarf mikið að efast um framlag
Zidane Zidane sem ættaður er
frá Alsír eða Patricks Vieira sem
fæddist í Senegal. Belgíska liðið nú
um stundir virðist sækja líkindi til
beggja þessara liða.
Hvað er verið
að brugga
þarna í Belgíu?
Belgar hafa oft á tíðum átt flotta fótboltamenn en landslið
þeirra hefur aldrei verið jafn sterkt og nú. Á örfáum árum hafa
sprottið upp frábærir leikmenn sem fylgst hafa að í gegnum
yngri landsliðin og eru nú farnir að blómstra. Margir þeirra eiga
það sameiginlegt að foreldrar þeirra eru innflytjendur í Belgíu.
Nær allir þessir leikmenn spila í dag í ensku úrvalsdeildinni.
Vörn
Toby Alderweireld
24 ára varnarmaður sem
getur bæði spilað hægri
bakvörð og miðvörð. Leikur
með Ajax en hefur til að
mynda verið orðaður við
Arsenal í sumar.
Vörn
Vincent Kompany
27 ára fyrirliði belgíska lands-
liðsins og Manchester City.
Óumdeildur leiðtogi beggja
liða, sterkur varnarmaður og
mikill íþróttamaður.
Vörn
Thomas Vermaelen
27 ára varnarmaður í Arsenal.
Byrjaði mjög vel með liðinu
en olli vonbrigðum á síðasta
tímabili eftir að hann var
gerður að fyrirliða þess. Hefur
glímt talsvert við meiðsli.
Vörn
Jan Vertonghen
26 ára leikmaður Tottenham
Hotspur sem vakti mikla
athygli á fyrsta tímabili sínu
í ensku úrvalsdeildinni.
Miðja
Marouane Fellaini
Stóri maðurinn með
afróið fer ekki framhjá
neinum sem fylgist með
fótbolta. Hann er 25 ára
leikmaður Everton og getur
bæði spilað á miðri miðjunni
og í framlínunni. Ekki er ólíklegt að hann
fylgi David Moyes til Manchester United
fyrir lok félagsskiptagluggans.
Miðja
Kevin De Bruyne
22 ára sóknarsinnaður
miðjumaður hjá Chelsea.
Stóð sig vel sem láns-
maður hjá Werder Bremen
á síðustu leiktíð en fær nú
tækifæri á stóra sviðinu.
Framlína
Romelu Lukaku
Tvítugur trukkur í fram-
línu Chelsea sem ætti að
verða frábær eftirmaður
Didiers Drogba. Raðaði inn
mörkum þegar hann var í
láni hjá West Brom á síðustu
leiktíð.
Miðja
Mousa Dembélé
26 ára miðjumaður sem
Tottenham keypti af
Fulham fyrir ári síðan.
Sterkur, fljótur og öruggur
með boltann.
Framlína
Christian Benteke
22 ára bolti sem kom
manna mest á óvart í
ensku úrvalsdeildinni
í fyrravetur. Skoraði 19
mörk fyrir dapurt lið Aston
Villa og var í kjölfarið mjög
eftirsóttur. Hann hélt kyrru fyrir hjá liðinu
og hefur skorað þrjú mörk í fyrstu þremur
leikjum þess.
Framlína
Eden Hazard
Stjarnan í belgíska
fótboltanum er þessi 22
ára strákur. Eldfljótur
og klókur og getur losað
sig frá varnarmönnum án
mikillar fyrirhafnar. Alvöru tía.
Markvörður
Simon Mignolet
25 ára mark-
vörður sem
keyptur
var til
Liverpool
í sumar.
Hefur byrjað
frábærlega
með liðinu.
28 fótbolti Helgin 30. ágúst-1. september 2013