Fréttatíminn - 30.08.2013, Blaðsíða 36
36 fjölskyldan Helgin 30. ágúst-1. september 2013
Veruleikinn getur orðið flókinn
E rtu hjá pabba þínum eða mömmu um helgina?“ spurði Anna Helgu vinkonu sína sem svaraði því til að hún yrði hjá pabba sínum frá föstudegi til fimmtu-dags. Anna gat ekki leynt vonbrigðum sínum og spurði hvort hún yrði að
fara. „Já þetta er vikan hans pabba,“ svaraði Helga sem hlakkaði til að hitta hann,
en hún vildi líka leika við Önnu. Hún þekkti engan í nýja hverfinu hans pabba en
hann hafði kynnst konu sem átti börn og vildi hún ekki flytja úr sínu hverfi. Það
gekk vel hjá börnunum hennar í skólanum og svo bjó pabbi þeirra líka í sama
hverfi.
Ástin spyr ekki um skólahverfi barnanna en hún getur flækt veruleiki barna sem
eiga foreldra á tveimur heimilum. Fyrir utan þá staðreynd að þau sjálf þurfa að að-
lagast nýjum aðstæðum þá þurfa vinir þeirra að gera það líka. Það er ekki alltaf
auðvelt fyrir vinina og foreldra þeirra að átta sig á hvar þau eru frá degi til dags
eða við hvern á að hafa samband þegar á þarf að halda. Eiga þeir að tala við
báða foreldra eða á að vera í sambandi við stjúpforeldrið – annað eða bæði?
Vinátta er börnum mikilvæg. Vinir eru ekki eingöngu uppspretta skemmtun-
ar, þeir eru líka ómetanlegur stuðningur þegar á móti blæs. Þó vináttusambönd
grunnskólabarna séu sterk eru þau ekki alltaf þau áreiðanlegustu. Til að vina-
tengslin haldi þarf sífellt að endurnýja þau. Meiri hætta er á að besti vinurinn
snúi sér eitthvað annað ef aðeins er hægt að leika eftir skóla aðra hvora viku,
með tilheyrandi sorg og vanlíðan. Að vera útundan í vinahópnum er vond til-
finning – en hún er líka algeng í stjúpfjölskyldum í fyrstu.
Það er því mikilvægt að foreldrar styðji börn sín og auðveldi þeim að hitta
reglulega vini sína óháð því hvort vinirnir eru í pabbahverfi eða mömmuhverfi.
Aðeins hluti barna býr í göngufæri við báða foreldra sína en í rannsókn á ís-
lenskum ungmennum frá 2008 kom í ljós að aðeins 20% barna bjuggu í göngu-
færi við báða foreldra sína, 45% í 10-30 mínútna akstursfjarlægð og 35% í mikilli
fjarlægð. Fjarlægðir kalla á að báðir foreldrar séu tilbúnir stundum til að skutla
börnum sínum á milli hverfa og að þeir kenni þeim á strætó þegar þau hafa
aldur til.
Séu heimilin opin fyrir vinum barnanna og þeim stundum boðið með í heimsókn
og ferðir, auðveldar það þeim að halda vináttunni gangandi og aðlögun í nýjum
aðstæðum. Það þarf líka að tryggja að börn komist áfram í tómstundir og í íþróttir
óháð hvar þau eru hverju sinni. Rannsóknir benda til að meiri líkur séu á því að börn
hætti íþróttastarfi hafi vinir þeirra hætt að mæta svo hér hafa allir foreldrar og börn,
óháð fjölskyldugerð, hagsmuna að gæta.
Við þurfum að taka höndum saman. Það eru ekki bara skólar, íþróttafélög eða for-
eldrar sem hafa plön – börn hafa þau líka. Spurningin er hvort við áttum okkur alltaf
á því?
Fjarlægðir kalla á að báðir foreldrar séu tilbúnir
stundum til að skutla börnum sínum á milli hverfa og
að þeir kenni þeim á strætó þegar þau hafa aldur til.
Börn hafa plön!
Valgerður
Halldórs-
dóttir
félagsráðgjafi
og kennari
hEimur barna
umhirða barnatanna
Tannþráður nauðsynlegur tannheilsu barna
Þegar börn eru þriggja til fjögurra ára göm-
ul er tímabært að hefja notkun á tannþræði
því til að viðhalda góðri tannheilsu er dagleg
notkun á hans nauðsynleg. Í munnholinu
eru bakteríur og ákveðnar tegundir þeirra
líma sig við yfirborð tannanna og mynda þar
skán. Þá skán verður að hreinsa burt með
reglulegu millibili og er það gert með því að
bursta tennurnar með tannkremi og hreinsa
þær með tannþræði. Hver tönn hefur fimm
hliðar og getur tannburstinn aðeins hreins-
að þrjár þeirra og því þarf að nota tannþráð
á hinar tvær.
Tennur barna er nauðsynlegt að bursta
tvisvar sinnum á dag í tvær mínútur í senn.
Góð regla er að bursta tennurnar eftir morg-
unverð og aftur áður en farið er að sofa.
Mikilvægt er fyrir foreldra að hafa í huga að
börn þurfa aðstoð við tannhirðu upp að tíu
ára aldri og sum þurfa aðstoð lengur með
tannþráðinn. Með því að mæta reglulega í
tanneftirlit má stöðva vöxt á tannskemmd-
um. Á milli tveggja og þriggja ára aldurs er
tímabært að fara með börn í þeirra fyrstu
heimsókn til tannlæknis.
Upplýsingar af vef embættis landlæknis.
Við þriggja til fjögurra ára aldur
barna á að hefja notkun á tannþræði.
Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images.
Það er mikilvægt
að foreldrar styðji
börn sín og auðveldi
þeim að hitta reglu-
lega vini sína óháð
því hvort vinirnir
eru í pabbahverfi
eða mömmuhverfi.
Persónuleg aðstoðarmanneskja óskast
Ég heiti Sunna Valdís og er 7 ára gömul. Ég þarf aðstoðarmanneskju með
mér allan sólarhringinn, persónulega aðstoðarmanneskju sem vinnur við
að aðstoða mig og fjölskyldu mína við flestar athafnir daglegs lífs. Ég er
skemmtileg, glaðlynd og ákveðin stelpa og hef gaman af lífinu. Ég hef
gaman af útiveru, tónlist og ýmiskonar föndri eins og flestar 7 ára gamlar
stúlkur.
Okkur vantar starfsfólk í vaktavinnu (dag, kvöld- og næturvaktir). Nauð-
synlegt er að starfsfólkið tali góða íslensku, sé stundvíst, sveigjanlegt, já-
kvætt, barngott og í góðu líkamlegu formi því ég get lamast og fengið
krampa án fyrirvara. Aðstoðarfólk þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Fyrirspurnir um starfið sendist á pabba minn
á netfangið siggijo@gmail.com
og rennur umsóknarfrestur út 15. september 2013.
Eftirlitsmyndavél fyrir sumarbústaði og heimili
· Tekur venjulegt GSM SIM kort
· Hægt að panta mynd eða hlusta svæði.
· SMS og MMS viðvörun í síma og netf.
· Lætur vita ef rafmagn fer af og hiti breytist.
· Hægt er að tengja allt að 15 auka skynjara.
· Vöktun á heitum potti, raka, þrýstingi o..
S. 699-6869 · rafeindir@internet.is · www.rafeindir.is
Sykurlaus og náttúrulegur staðgengill flórsykurs!
Hefur ekki áhrif á blóðsykur og insúlín líkamans