Fréttatíminn - 30.08.2013, Blaðsíða 16
Það skiptir
engu máli
hversu mikið
maður skipu-
leggur eða
undirbýr sig
fyrir tökur.
Vedur.is kveður
upp sinn dóm
og ef hann
hentar manni
ekki verður
maður bara að
bíta í það.
F
yrir ári flutti Sigríður
Halldórsdóttir, frétta-
maður í Landanum,
ásamt sambýlismanni
sínum Jóni Ragnari
Ragnarssyni og Urði Ásu, þriggja
ára dóttur, til Barcelona til náms.
Sigríður er nú útskrifuð með meist-
aragráðu í alþjóðasamskiptum en
Jón Ragnar er á loka metrunum að
klára meistaraverkefni sitt í heim-
speki. „Það var dásamlegt að vera
á Spáni með Urði, dóttur okkar,
eiginlega algjör draumur. Svo er
líka gaman og örugglega gagn-
legt fyrir hana í framtíðinni að hafa
kunnáttu í öðru tungumáli.“ Sig-
ríður segir allt hafa gengið upp hjá
þeim fjölskyldunni í Barcelona og
að þau hafi fundið leikskóla fyrir
dótturina eftir aðeins vikudvöl og
á þeim leikskóla var önnur íslensk
stúlka og urðu þær miklar vinkon-
ur. „Okkur fannst mjög gott að vera
úti í námi með lítið barn og áttum
jafnvel meiri tíma saman öll þrjú
heldur en þegar við erum hérna
heima að vinna. Við réðum tíma
okkar sjálf og lærðum bara frekar
á kvöldin þegar hún var sofnuð.
Jafnvel fram á nótt ef mikið lá við,“
segir Sigríður og leggur áherslu
á að fólk þurfi ekki að mikla það
fyrir sér að flytja til útlanda í nám
með ungt barn.
Spánverjar voru margir hverjir
hissa á því að svo ungt fólk eins og
þau ætti barn en þau Sigríður og
Jón Ragnar eru tuttugu og sjö ára
gömul. „Þótt Íslendingum þyki það
kannski ekkert sérstaklega ungt
er viðhorfið annað hjá Spánverjum,
sem ég get svo sem vel skilið.
Þar er flest fólk á aldri við mig
mikið upp á foreldra sína komið
og langt í frá farið að velta fyrir
sér barneignum. Þeim fannst við
líka svolítið brjáluð að vera tvö ein
í útlöndum í námi með barn, langt
í burtu foreldrum okkar og öllu
okkar baklandi. Þeir áttu eiginlega
ekki til orð yfir þessum unglingum
frá Íslandi.“ Þau eru ánægð að vera
komin aftur heim til Íslands en
finna þó fyrir svolitlum söknuði til
lífsins á Spáni.
Þrátt fyrir að vera aðeins tuttugu
og sjö ára hefur Sigríður starfað á
Sigríður Halldórsdóttir, einn
umsjónarmanna Landans
á RÚV, hefur undanfarið ár
búið með fjölskyldu sinni í
Barcelona á Spáni og stundað
þar meistaranám í alþjóða-
samskiptum. Hún er nú mætt
aftur í Landann og verður
annar tveggja aðal kynna
þáttarins í vetur.
Stefnan að Landinn verði
betri en nokkru sinni fyrr
RÚV í átta ár með hléum. Fyrst hóf
hún störf sem skrifta á Fréttastofu
Sjónvarps, varð svo þula, síðar
fréttamaður á Austurlandi og var
um tíma í hádegisútvarpinu. Að-
spurð hvort það hafi verið draumur
í æsku að starfa við fjölmiðla segir
Sigríður svo ekki vera. „Áhuginn
kviknaði þegar ég byrjaði að vinna
sem skrifta á Fréttastofunni. Þá
eignaðist ég fyrirmyndir og fór
að langa til að geta meira og fá að
gera meira. Það er alltaf gaman
þegar það gengur eftir.“
Umsjónarmenn Landans þeysast
nú um landið að sanka að sér efni
fyrir veturinn og verður fyrsti þátt-
urinn sendur út fyrsta sunnudag
október mánaðar. „Við erum rétt
að byrja núna og stefnum að því
að ná smá sumri inn í þættina svo
allt efnið verði ekki allt tekið upp í
skammdeginu. Við fjöllum áfram
um áhugavert fólk og fyrirbæri,
alls staðar á landinu,“ segir Sig-
ríður. Landinn hefur hlotið nokkur
Edduverðlaun á undanförnum
árum og vakið athygli fyrir viðtöl
við áhugavert fólk um allt land.
Að sögn Sigríðar eru fréttamenn
Landans með alla anga úti við að
hafa upp á áhugaverðum viðmæl-
endum. „Við förum víða og tölum
við gríðarlega marga, þannig kom-
umst við á snoðir um ýmislegt.
Við erum dugleg að hringja út BJARTUR
SPURNING DAGSINS
Hvernig finnst
þér nýja bókin eftir
Dan Brown,
Inferno?
Fanney Sizemore, teiknari
Fyrsta skiptið sem ég bölva því að eiga
leikhúsmiða því ég hefði viljað vera
heima að lesa!
Gunnar Helgason, leikari
Virkilega spennandi.
Guðjón Pedersen, leikstjóri
Dan Brown kann að smíða fléttu.
Ágústa Kristófersdóttir,
framkvæmdastjóri safnaráðs
Bókin fékk mig til að draga fram lista-
sögubækurnar og plana ferð til Flórens.
Séra Þórhallur Heimisson
Bókin er spennandi, full af
áhugaverðum fróðleik um Dante, Hinn
guðdómlega gamanleik hans og
endurreisnartímann - og höfundur
glímir við erfiðar siðferðilegar
spurningar sem skipta okkur öll máli.
16 viðtal Helgin 30. ágúst-1. september 2013