Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.08.2013, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 30.08.2013, Blaðsíða 56
 Í takt við tÍmann anna Rut aRnaRdóttiR Get alltaf borðað pítsu Anna Rut Arnardóttir er tvítugur Selfyssingur sem leikur í nýrri Spotify-auglýsingu Símans. Anna Rut dúxaði í Fjölbrautaskóla Suðurlands um síðustu jól með 9,4 í meðaleinkunn og er að hefja nám í vélaverkfræði. Hún spilar á fiðlu og fór á sína fyrstu Þjóðhátíð í sumar. Staðalbúnaður Ég var að flytja í bæinn og því er fremur lítið í fataskápnum akkúrat núna. Mest af fötunum þar hef ég fundið á flóamörkuðum, Rauða kross búðinni og fleiri stöðum. Það eru aðal búðirnar. Ef ég kaupi mér einhver tískuföt þá geng ég oft- ast voða lítið í þeim, ég veit ekki af hverju. Ég hugsa að að megi segja að ég klæði mig frekar „kasúal“ en annars fer það eiginlega bara eftir veðrinu. Ég er mjög lítið fyrir fylgihluti, þeir eru eiginlega bara fyrir. Hugbúnaður Ég fór í partí fyrir nýnema á föstudaginn en annars er ég ekki orðin mjög sjóuð í skemmtanalífinu. Mér finnst mjög fínt að fara út að skokka og ég ætlaði að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. En svo gafst ég upp á því þegar ég sá veðurspána. Ég ætlaði að hlaupa tíu kílómetra en hefði örugg- lega gefist upp á leiðinni. Ég var í ræktinni á Selfossi og hef verið að hugsa um að kaupa kort hér í bænum. En ég er ekki á bíl svo ég þyrfti þá að hjóla eða taka Strætó þangað. Ég tek kannski bara hnébeygjur á ljósum í staðinn. Eina sjónvarpsstöðin sem ég er með núna er RÚV. Ég er með Dexter í tölvunni en fannst það pínu subbulegir þættir á köflum, ég á samt kannski eftir að koma mér betur inn í þá. Vélbúnaður Ég er með iPhone eins og meirihluti þjóðarinnar. Ég nota hann nú mest til að tala í hann og fara á netið en það er líka gott að taka myndir á hann, maður þarf ekki lengur að eiga myndavél. Jú, svo nota ég hann líka fyrir Facebook, Instagram og Snapchat. Og Pinterest, það er mjög skemmtilegt. Ég á líka Mac- tölvu, hvíta. Hún er fjögurra ára en ennþá mjög fín. Aukabúnaður Ég hef mjög gaman af matreiðsluþáttum. Ég elda alveg líka, eða reyni alla vega að elda eitthvað, en ég hef meira gaman af því að skoða mat. Þegar ég borða úti fer ég yfirleitt á pítsustaði. Ég get alltaf borðað pítsu. Ég tók sjötta stigið á fiðlu í fyrra og langar að klára áttunda stigið. Ég veit ekki hvernig það á eftir að ganga meðfram náminu. Auk fiðlunnar hef ég áhuga á tísku og hönnun og mér finnst gaman að sauma. Í sumar fór ég á mína fyrstu Þjóðhátíð og það var mjög skemmtilegt. Ég fór líka í eina veiðiferð með pabba. Við veiddum í Ljótapolli rétt hjá Landmanna- laugum og ég fékk einn urriða í lokin, þegar ég var alveg að gefast upp. Uppáhalds staðurinn minn er Gjáin í Þjórsárdal, það er algjör ævintýrastaður.  appafenguR Relaxing Sounds of Nature Sumum finnst fátt þægilegra en að sofna við hljóðið í rigningunni lemja húsþakið. Þeir sem eiga snjall- síma geta nú sofnað við rigninguna þó engin rign- ing sé. Appið Relaxing Sounds of Nature býður upp á fjölda hljóða sem róa hugann, hvort sem er fyrir svefn eða bara til að gleyma annríki hversdagsins. Ég nota svokallaða Lite útgáfu sem er ókeypis en einnig er hægt að kaupa útgáfu með enn fleiri möguleikum. Meðal hljóða sem eru í minni útgáfunni eru hljóð í engisprett- um, umhverfis- og dýrahljóð úr skógi á Englandi, frumskógarhljóð frá Tælandi, lestarhljóð, hjartsláttur og drungalegt hljóð í yfirgefnu sjóræningjaskipi. Hægt er að blanda hljóðum saman og búa til svokallaðan play-lista. Ég nota appið stundum til að sofna og þá stilli ég hvenær ég vil að slökkt verði á hljóðinu, hvort sem ég vil láta það gerast eftir 15 mínútur eða tvö klukkutíma. Þá er einnig innbyggð vekjaraklukka og þá er hægt að velja hljóð til að vakna við sem eru öllu nota- legra en hávært píp í vekjaraklukku. Þetta app er fyrir iPhone en sambæri- leg öpp eru til fyrir Android- og Win- dows-síma. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Laugavegi 25 - S: 553-3003 H ö n n u n a r h ú s www.hrim.is Opnunartími Mán-fös 10:00-18:00 Laugardaga 10:00-18:00 Sunnudaga 13:00-17:00 Falleg hönnun er góð gjöf 56 dægurmál Helgin 30. ágúst-1. september 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.