Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.08.2013, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 30.08.2013, Blaðsíða 26
– fyrst og fre mst ódýr! TILBOÐ! dúndur- 99 kr.pk. Verð áður 219 kr. pk. Krónubrauð, stórt og g róft 55%afsláttur Hámar k 6 pk. á mann meðan birgðir endas t! ég myndi aldrei þora að spyrja hvort ég mætti láta taka mynd af mér með því. Það er helst í Bandaríkjunum sem við höfum orðið vör við að fólk vill láta taka mynd af okkur með sér.“ Lög hljómsveitarinnar hafa líka ratað víða. Fréttir bárust af því að Katrín Middleton hertogaynja hafi sett lagið Mountain Sound á lista yfir þau lög sem hún hlustaði á þeg- ar hún beið eftir fæðingu sonar síns. Lagið Dirty Paws var spilað í Apple- auglýsingu fyrir nýjan iPhone 5 og lagið er einnig að finna í kynningar- myndbandi fyrir mynd Ben Stillers sem tekin var hér á landi; The secret life of Walter Mitty. Þá er lagið Little Talks í auglýsingu gosdrykkjarfram- leiðandans Coca Cola. „Við mis- skildum alveg þessa kókauglýsingu í fyrstu. Við fengum símtal þar sem var spurt hvort strákur mætti spila lagið okkar á kókflöskur fyrir mynd- band á YouTube og okkur fannst það bara í góðu lagi en fannst pínu skrýtið að fá borgað fyrir eitthvað YouTube-myndband. Svo sáum við bara að þetta var kókauglýsing.“ Fyrst að talið hefur borist að peningum þá blasir næsta spurning við: Ertu orðin ógeðslega rík? „Ég var alveg að bíða eftir þessari spurn- ingu,“ segir Nanna hlæjandi. „Ég hef oft verið spurð að þessu og fólk er forvitið. Mamma og tengdamamma eru líka oft spurðar hvort við séum ekki orðin rík. Tengdamamma hefur svarað þessu með að benda á að ég búi allavega hjá henni.“ Nanna bendir á að það sé mikill kostnaður sem fylgi því að vera á tónleikaferða- lagi. „Við ferðumst á rútu sem kostar mjög mikið. Síðan eru við með fólk í vinnu; umboðsmann, lögfræðing, ljósamann, mann sem sér um að skipuleggja tónleikaferðalagið. Það þarf að eyða miklu til að þetta gangi upp.“ Startkostnaðurinn er því mikill hjá hljómsveit sem er að stíga sín fyrstu skref úti í hinum stóra heimi. Niðurstaðan er því: „Nei, við erum ekki orðin rík.“ Henti harðfisknum þeirra Rík eða ekki rík, þá hafa hljóm- sveitarmeðlimir allavega einfaldan matarsmekk. „Þegar við lentum á Íslandi keyrði ég beint á Pizzuna í Garðabæ og þegar ég var að leggja í stæðið kom Arnar og lagði við hliðina á mér. Þetta er orðinn smá brandari innan bandsins hvað við erum öll hrifin af Pizzunni.“ Ég spyr hvað aðgreini pizzurnar þar frá öðrum pizzum en Nanna getur ekki almennilega svarað því til. „Ég fæ mér alltaf hvítlaukspizzu með pepperoni og jalapeno. Engri sósu, bara hvítlauksbrauð með áleggi. Þú verður að prófa þetta!“ Það er hér með komi á dagskrána næst þegar ég fer til Garðabæjar. Garðabær er heimabær þriggja meðlima sveitarinnar; Ragga, Arnars og Kidda Palla. Brynjar er síðan úr Keflavík. „Við Brynjar erum Suðurnesjafólkið,“ segir hún. Þessi mikla tenging við Garðabæ er ein stærsta ástæðan fyrir því að Of Monsters and Men ákváðu að halda þar ókeypis tónleika á morgun, laugardag. Síðasta sumar hélt hljómsveitin útitónleika í Hljómskálagarðinum í Reykjavík og heppnuðust þeir svo vel að þau vildu endurtaka leikinn á Vífilssta- ðatúni í Garðabæ. „Þetta er fínt tún og mikið pláss. Okkur langaði að sýna fólki hvað við erum búin að bralla saman og hafa gaman. Þetta eru í raun eins konar heimkomu- og lokatónleikar.“ Nanna viðurkennir að hún hafi stundum fengið heimþrá á ferðalaginu. „Það var sérstaklega svona undir lokið. Ég á litla systur sem er þriggja ára. Hún var eins árs þegar ég fór út og mér finnst eiginlega leiðinlegast að hafa misst af henni. Svo eru það vin- irnir. Ég sé alltaf á Snapchat og Instagram þegar þeir eru að fara í bústað og gera eitthvað skemmti- legt og þá langar mig alltaf með.“ Hljómsveitarmeðlimir hafa haldið í minningar frá Íslandi með veit- ingum frá þeim sem heimsóttu þau á ferðalaginu. „Gestir koma alltaf með harðfisk og slátur. Þeir sem „túra“ með okkur skilja þetta ekki. Einu sinni voru við með rútubílstjóra sem tjúllaðist þegar við opnuðum harðfisk í rútunni og hann henti fisknum okkar. Þetta var mikið drama og við reyndum að útskýra fyrir honum að þetta væri eðalfiskur frá Íslandi.“ „Nanna, I love you“ Ekki þarf að leita mikið á netinu til að finna athugasemdir frá fólki sem segir hljómsveitina þá bestu í heimi og margir tjá sig um Nönnu persónulega. Ég var ekki lengi að finna nokkra sem dásömuðu fegurð hennar, rödd og hæfileika og vildu einfaldlega giftast henni. Nanna hefur vissulega séð svona athugasemdir á netinu. „Það er rosalega skrýtið að sjá svona frá ókunnugu fólki. Þetta er heimur sem er ekki raunverulegur. Stund- um gerist svona á tónleikum líka. Um daginn hrópaði einn strákur til mín: „Nanna, I love you!“ Ég ákvað að grínast í honum og hrópaði til baka að ég elskaði hann líka og að við þyrftum að kynnast betur. Eftir tónleikana sá ég hann svo aftur, hann var þvílíkt vandræðalegur og bað mig um eiginhandaráritun. Svo sagði hann bara „thank you“ og bæ. Þetta var frekar fyndið.“ Bæjaryfirvöld í Garðabæ inn- réttuðu æfingahúsnæði sérstak- lega fyrir Of Monsters and Men en hljómsveitin afþakkaði það, lagði til að yngri hljómsveitir fengju þar að njóta sín, og er nú að leita að æf- ingahúsnæði. „Okkur langar svo- lítið að fara aðeins út fyrir bæinn, geta aðeins keyrt og verið í friði og ró.“ Vinna við næstu plötu hefst ekki alveg strax enda ekki allir hljómsveitarmeðlimir á landinu næstu tvo mánuði eða svo. „Maður fær svolítið að heyra að nú sé mikil pressa því við erum að gera plötu númer tvö. Fólk er svona að innprenta því í mann en við erum voðalega róleg.“ Stefnt er að því að platan komi út í kring um áramótin 2014-2015. „Eftir áramót þurfum við að fara að spýta í lófana.“ Þangað til ætlar Nanna að reyna að finna sinn eigin takt. „Ég get verið mjög dugleg en ég á líka stundum til að gleyma mér og tíminn bara flýgur. Mig langar að geta skipulagt mig þannig að kannski frá tíu til þrjú á daginn sé ég bara að vinna í tónlist. Svo ætla ég að vera dugleg að hitta vini og fjölskyldu.“ Mér finnst það hálf kjánalegt, því ég er jú feiminn Ís- lendingur, en áður en við kveðj- umst spyr ég Nönnu hvort ég megi láta taka mynd af mér með henni. Mér nánast til undrunar jánkar hún því eins og ekkert sé eðlilegra. Ef fer sem stefnir þykir barnabörnunum mínum eflaust merkilegt að sjá mynd af ömmu sinni með Nönnu í Of Monsters and Men. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Á tónlist- arhátíðinni Coachella í Kaliforníu, einni af fjölmörgum hátíðum sem hljómsveitin spilaði á. Nanna Bryndís og félagar í Of Monsters and Men hafa stimplað sig inn í tónlistar- söguna á stuttum tíma en þau tóku þátt í Músíktilraunum árið 2010. Ljósmynd/Hari Tónleikar á VífilssTaðaTúni Túnið opnar klukkan 17 laugardaginn 31. ágúst. Aðalbílastæði tónleikanna verður á Kauptúnssvæðinu í Garðabæ þar sem meðal annars IKEA er til húsa en engin almenn bílaumferð verður leyfð í kringum Vífilsstaði og þar verða engin bílastæði nema fyrir fatlaða. Garðabær býður upp á fríar ferðir með Strætó frá Kauptúnssvæðinu, skiptistöð Strætó í Mjódd og Ásgarði. Ferðirnar verða í gangi allan tímann sem tónleik- arnir standa yfir og eftir að þeim lýkur. Hljómsveitirnar Hide Your Kids og Moses Hightower, auk Mugison stíga á svið í þessari röð. Klukkan 20.40 byrja Of Monsters and Men að spila og lýkur tónleikunum klukkan 22.00. Tónleikagestir hafa einnig aðgang að bílastæðum í Molduhrauni í Garðabæ, þar sem meðal annars Marel er til húsa. Ekki verða ferðir með Strætó þaðan. 26 viðtal Helgin 30. ágúst-1. september 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.