Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.08.2013, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 30.08.2013, Blaðsíða 42
42 prjónað Helgin 30. ágúst-1. september 2013  PrjónaPistill Einfalt Eða flókið? Guðrún Hannele Henttinen hannele@ storkurinn.is Vertu velkomin! Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum • Gerð - fleiri en 900 mismunandi útfærslur • Stærð - engin takmörk • Áklæði - yfir 3000 tegundir VIÐ ERUM FLUTT Á BÍLDSHÖFÐA 18 Torino Milano Mósel Landsins mesta úrval af sófum og sófasettum Endalausir möguleikar í stærðum og áklæðum Rín Lux Valencia RomaRín 20-4 0% AFSL ÁTTU R AF VÖL DUM SÝN INGA REIN TÖK UM Þ eir sem hafa prjónað um tíma og safnað reynslu vilja gjarnan takast á við erfiðari verk- efni, smátt og smátt, til að bæta við þekkinguna og fara að- eins út fyrir þæginda- hringinn. Ég man eftir því þegar ég prjónaði mína fyrstu fingravett- linga. Ekki að mig hafi vantað vettlinga, heldur hafði ég löngun til að takast á við nýtt viðfangsefni og læra nýja tækni. Ég á þessa fingravett- linga enn, nokkuð slitna, en vil ekki að henda þeim því þeir mörkuðu áfanga á mínum prjónaferli. En er fingravett- lingaprjón flókið? Alls ekki ef maður er búinn að átta sig á því hvernig lykkjurnar skiptast á milli fingra. Þetta er auðvitað aðeins meiri vinna en hefð- bundnir vettlingar en nú er hægt að fá styttri sokkapr- jóna eða 15cm og jafnvel 10cm sem auðveldar prjónið Fingravettlingar eru flott jólagjöf mikið. Uppskriftin sem hér fylgir er af frekar einföldum fingravett- lingum og því byrjenda- væn. Fyrir þær/þá sem hafa reynslu af fingra- vettlingaprjóni má geta þess að þessir eru auðveldir vegna þessa að þumallinn er prjón- aður strax eða á undan hinum fingrunum og hann vísar beint til hliðar þannig að báðir vettlingarnir eru prjón- aðir á sama hátt. Garnið er japanskt frá Noro og því verður eng- inn vettlingur eins. Hér er notuð ein 50g hnota af garni og það varð smá afgangur. En gæta þarf þessa að fylgja prjón- festunni og bruðla alls ekki með garnið til að þetta hafist. Þá er komin flott jólagjöf sem endur- speglar kunnáttu og færni gefandans! Þumallinn er prjónaður strax eða á undan hinum fingrunum og hann vísar beint til hliðar þannig að báðir vettlingarnir eru prjónaðir á sama hátt. Ljósmynd/Hari FINGRAVETTLINGAR FYRIR LITAGLAÐA HÖnnUn: NORO stÆrð: Meðalkvenstærð. Ummál handar fyrir ofan þumal er 20 cm. Efni: Silk Garden Lite frá NORO (45% silki, 45% kid mohair, 10% lambsull). 50g = 125m. Litur á mynd # 3084. Prjónar: Sokkaprjónar (þægilegra að nota styttri prjóna) nr 4. Gætið þess að prjónfestan sé rétt og notið fínni eða grófari prjóna ef með þarf. PrjónfEsta: 21 lykkja og 30 umferðir = 10 x 10 cm. aðfErð: Fingravettling- arnir eru prjónaðir í hring á fimm prjóna í sléttprjóni. Gatafaldur neðst sem er saumaður við. Þumallinn er með tungu og hann er prjónaður fyrst á undan hinum fingrunum. Orðalykill L = lykkja, lykkjur umf = umferð S = slétt s = saman Y = uppsláttur auk:1SH = aukið út með því að lyfta þverbandinu upp á prjóninn aftan frá og prjóna það framan frá – hallar til hægri. auk:1SV = aukið út með því að lyfta þverbandinu upp á prjóninn framan frá og prjóna það aftan frá – hallar til vinstri. Hægri og vinstri fingravettlingur (báðir eins) Fitjið upp 38L með prjónum nr 4. Skiptið L á 4 prjóna = 10+9+10+9 L. Tengið saman í hring og gætið þess að ekki komi snúningur á fitina. Prjónið 4 umf slétt. Næsta umf (gatasnar): *Y, 2Ss. Endurtakið frá * út umferðina. Prjónið slétt þar til 8cm mælast frá gatasnari. Þumaltunga 1. umf: 18S, auk:1SH, 1S, auk:1SV, 19S = 40L. 2. umf: Allar L sléttar. 3. umf: 18S, auk:1SH, 3S, auk:1SV, 19S = 42L. 4. umf: Eins og 2. umf. Aukið þannig út í 2. hverri umf 4 sinnum í viðbót. Þá verða 13L í þumaltungu og 50L samtals á prjónunum. Nú eru 13 þumallykkjur prjónaðar eingöngu og belglykkjurnar settar á nælu eða spotta. Deilið 13L á 3 prjóna og fitjið upp 2 nýjar L bak við þumalinn, tengið í hring = 15L á þumli. Prjónið 17-18 umf (6cm). Úrtaka: *2Ss, endurt frá * þar til 1L er eftir 1S. Slítið spottann frá og dragið í gegnum allar L og herðið að. Belgur Setjið nú L sem biðu á prjóna, 2 prjóna handarbaksmegin 9+10L (1. og 2. prjónn) og 2 prjóna lófamegin 10+9L (3. og 4. prjónn). Fitjið upp 1L bak við þumalinn = 38L. Tengið í hring og prjónið 14 umf eða um 4,5cm. Deilið lykkjunum á milli fingra Nú þarf að skipta L á milli fingra. Gott að setja L hvers fingurs á sér spotta. Fyrst þarf að fitja upp nýjar L á milli fingra, en síðan einnig prjóna upp nýjar lykkjur. Skiptið L fyrir hvern fingur á 3 prjóna. Litlifingur Setjið síðustu 4L af 4. prjóni og fyrstu 4L af 1. prjóni á prjóna. Tengið garnið á ný og fitjið upp 2 nýjar L á milli litlafingurs og baugfingurs = 10 L. Skiptið L á 3 prjóna og prjónið slétt 18 umf. Úrtaka: *2Ss, endurt frá * út umf. Slítið frá og dragið spottann í gegnum allar L . Baugfingur Setjið 5L af 1. prjóni og 5L af 4. prjóni á prjóna. Tengið garnið við og prjónið upp 2 nýjar L á milli litlafingurs og baugfingurs og fitjið upp 2L á milli baugfingurs og löngutangar = 14L. Prjónið 21 umf. Ljúkið við fingurinn eins og á litlafingri. Langatöng Setjið fyrstu 5L af 2. prjóni og síðustu 5L af 3. prjóni á prjóna. Tengið garnið við og prjónið upp 2 nýjar L á milli baugfingurs og löngutangar og fitjið upp 2L á milli löngu- tangar vísifingurs = 14L. Prjónið 24 umf. Ljúkið við fingurinn eins og á hinum fingrunum. Vísifingur Setjið 5L af 2. prjóni og 5L af 3. prjóni á prjóna. Tengið garnið við og prjónið upp 2 nýjar L á milli löngu- tangar og vísifingurs = 12L. Prjónið 20 umf. Ljúkið við fingurinn eins og á hinum fingrunum. Gangið frá endum og lokið götum ef einhver eru á milli fingra. Þýtt og staðfært fyrir hring- prjón úr uppskrift frá NORO. Garnið fæst í Storkinum. www.storkurinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.