Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.08.2013, Page 42

Fréttatíminn - 30.08.2013, Page 42
42 prjónað Helgin 30. ágúst-1. september 2013  PrjónaPistill Einfalt Eða flókið? Guðrún Hannele Henttinen hannele@ storkurinn.is Vertu velkomin! Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum • Gerð - fleiri en 900 mismunandi útfærslur • Stærð - engin takmörk • Áklæði - yfir 3000 tegundir VIÐ ERUM FLUTT Á BÍLDSHÖFÐA 18 Torino Milano Mósel Landsins mesta úrval af sófum og sófasettum Endalausir möguleikar í stærðum og áklæðum Rín Lux Valencia RomaRín 20-4 0% AFSL ÁTTU R AF VÖL DUM SÝN INGA REIN TÖK UM Þ eir sem hafa prjónað um tíma og safnað reynslu vilja gjarnan takast á við erfiðari verk- efni, smátt og smátt, til að bæta við þekkinguna og fara að- eins út fyrir þæginda- hringinn. Ég man eftir því þegar ég prjónaði mína fyrstu fingravett- linga. Ekki að mig hafi vantað vettlinga, heldur hafði ég löngun til að takast á við nýtt viðfangsefni og læra nýja tækni. Ég á þessa fingravett- linga enn, nokkuð slitna, en vil ekki að henda þeim því þeir mörkuðu áfanga á mínum prjónaferli. En er fingravett- lingaprjón flókið? Alls ekki ef maður er búinn að átta sig á því hvernig lykkjurnar skiptast á milli fingra. Þetta er auðvitað aðeins meiri vinna en hefð- bundnir vettlingar en nú er hægt að fá styttri sokkapr- jóna eða 15cm og jafnvel 10cm sem auðveldar prjónið Fingravettlingar eru flott jólagjöf mikið. Uppskriftin sem hér fylgir er af frekar einföldum fingravett- lingum og því byrjenda- væn. Fyrir þær/þá sem hafa reynslu af fingra- vettlingaprjóni má geta þess að þessir eru auðveldir vegna þessa að þumallinn er prjón- aður strax eða á undan hinum fingrunum og hann vísar beint til hliðar þannig að báðir vettlingarnir eru prjón- aðir á sama hátt. Garnið er japanskt frá Noro og því verður eng- inn vettlingur eins. Hér er notuð ein 50g hnota af garni og það varð smá afgangur. En gæta þarf þessa að fylgja prjón- festunni og bruðla alls ekki með garnið til að þetta hafist. Þá er komin flott jólagjöf sem endur- speglar kunnáttu og færni gefandans! Þumallinn er prjónaður strax eða á undan hinum fingrunum og hann vísar beint til hliðar þannig að báðir vettlingarnir eru prjónaðir á sama hátt. Ljósmynd/Hari FINGRAVETTLINGAR FYRIR LITAGLAÐA HÖnnUn: NORO stÆrð: Meðalkvenstærð. Ummál handar fyrir ofan þumal er 20 cm. Efni: Silk Garden Lite frá NORO (45% silki, 45% kid mohair, 10% lambsull). 50g = 125m. Litur á mynd # 3084. Prjónar: Sokkaprjónar (þægilegra að nota styttri prjóna) nr 4. Gætið þess að prjónfestan sé rétt og notið fínni eða grófari prjóna ef með þarf. PrjónfEsta: 21 lykkja og 30 umferðir = 10 x 10 cm. aðfErð: Fingravettling- arnir eru prjónaðir í hring á fimm prjóna í sléttprjóni. Gatafaldur neðst sem er saumaður við. Þumallinn er með tungu og hann er prjónaður fyrst á undan hinum fingrunum. Orðalykill L = lykkja, lykkjur umf = umferð S = slétt s = saman Y = uppsláttur auk:1SH = aukið út með því að lyfta þverbandinu upp á prjóninn aftan frá og prjóna það framan frá – hallar til hægri. auk:1SV = aukið út með því að lyfta þverbandinu upp á prjóninn framan frá og prjóna það aftan frá – hallar til vinstri. Hægri og vinstri fingravettlingur (báðir eins) Fitjið upp 38L með prjónum nr 4. Skiptið L á 4 prjóna = 10+9+10+9 L. Tengið saman í hring og gætið þess að ekki komi snúningur á fitina. Prjónið 4 umf slétt. Næsta umf (gatasnar): *Y, 2Ss. Endurtakið frá * út umferðina. Prjónið slétt þar til 8cm mælast frá gatasnari. Þumaltunga 1. umf: 18S, auk:1SH, 1S, auk:1SV, 19S = 40L. 2. umf: Allar L sléttar. 3. umf: 18S, auk:1SH, 3S, auk:1SV, 19S = 42L. 4. umf: Eins og 2. umf. Aukið þannig út í 2. hverri umf 4 sinnum í viðbót. Þá verða 13L í þumaltungu og 50L samtals á prjónunum. Nú eru 13 þumallykkjur prjónaðar eingöngu og belglykkjurnar settar á nælu eða spotta. Deilið 13L á 3 prjóna og fitjið upp 2 nýjar L bak við þumalinn, tengið í hring = 15L á þumli. Prjónið 17-18 umf (6cm). Úrtaka: *2Ss, endurt frá * þar til 1L er eftir 1S. Slítið spottann frá og dragið í gegnum allar L og herðið að. Belgur Setjið nú L sem biðu á prjóna, 2 prjóna handarbaksmegin 9+10L (1. og 2. prjónn) og 2 prjóna lófamegin 10+9L (3. og 4. prjónn). Fitjið upp 1L bak við þumalinn = 38L. Tengið í hring og prjónið 14 umf eða um 4,5cm. Deilið lykkjunum á milli fingra Nú þarf að skipta L á milli fingra. Gott að setja L hvers fingurs á sér spotta. Fyrst þarf að fitja upp nýjar L á milli fingra, en síðan einnig prjóna upp nýjar lykkjur. Skiptið L fyrir hvern fingur á 3 prjóna. Litlifingur Setjið síðustu 4L af 4. prjóni og fyrstu 4L af 1. prjóni á prjóna. Tengið garnið á ný og fitjið upp 2 nýjar L á milli litlafingurs og baugfingurs = 10 L. Skiptið L á 3 prjóna og prjónið slétt 18 umf. Úrtaka: *2Ss, endurt frá * út umf. Slítið frá og dragið spottann í gegnum allar L . Baugfingur Setjið 5L af 1. prjóni og 5L af 4. prjóni á prjóna. Tengið garnið við og prjónið upp 2 nýjar L á milli litlafingurs og baugfingurs og fitjið upp 2L á milli baugfingurs og löngutangar = 14L. Prjónið 21 umf. Ljúkið við fingurinn eins og á litlafingri. Langatöng Setjið fyrstu 5L af 2. prjóni og síðustu 5L af 3. prjóni á prjóna. Tengið garnið við og prjónið upp 2 nýjar L á milli baugfingurs og löngutangar og fitjið upp 2L á milli löngu- tangar vísifingurs = 14L. Prjónið 24 umf. Ljúkið við fingurinn eins og á hinum fingrunum. Vísifingur Setjið 5L af 2. prjóni og 5L af 3. prjóni á prjóna. Tengið garnið við og prjónið upp 2 nýjar L á milli löngu- tangar og vísifingurs = 12L. Prjónið 20 umf. Ljúkið við fingurinn eins og á hinum fingrunum. Gangið frá endum og lokið götum ef einhver eru á milli fingra. Þýtt og staðfært fyrir hring- prjón úr uppskrift frá NORO. Garnið fæst í Storkinum. www.storkurinn.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.