Fréttatíminn - 30.08.2013, Blaðsíða 6
Galieve Cool Mint mixtúra, dreifa /skammtapoki / Galieve Peppermint tuggutöflur.. Innihaldslýsing:
Hver 10 ml skammtur af Galieve Cool Mint inniheldur 500 mg af natríumalgínati, 267 mg af
natríumhýdrógenkarbónati og 160 mg af kalsíumkarbónati. Hver tafla Galieve Peppermint
inniheldur: 250 mg af natríumalgínati, 133,5 mg af natríumhýdrógenkarbónati og 80 mg af
kalsíumkarbónati. Ábendingar: Meðferð við einkennum maga- og vélindabakflæðis, svo sem nábít
(sýrubakflæði), brjóstsviða og meltingartruflunum (tengdum bakflæði), t.d. eftir máltíðir eða á
meðgöngu. Skammtar og lyfjagjöf: Galieve Cool Mint mixtúra: Til inntöku. Fullorðnir og börn 12 ára
og eldri: 10-20 ml (eða 1-2 skammtapokar) eftir máltíðir og þegar farið er að sofa (allt að fjórum
sinnum á dag). Galieve Peppermint tuggutöflur: Til inntöku, eftir að hafa verið tuggin vandlega.
Fullorðnir og börn 12 ára og eldri: Tvær til fjórar töflur eftir máltíðir og þegar farið er að sofa (allt að
fjórum sinnum á sólarhring). Frábendingar: Ekki má nota lyfið hjá sjúklingum með þekkt ofnæmi fyrir
virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna, eða ef grunur er um slíkt. Sérstök varnaðarorð og
varúðarreglur við notkun: Galieve inniheldur natríum. Þetta þarf að hafa í huga þegar þörf er á mjög
saltsnauðu fæði, t.d. í sumum tilvikum hjartabilunar og skerðingar á nýrnastarfsemi. Galieve
inniheldur kalsíumkarbónat. Gæta þarf varúðar við meðferð sjúklinga með blóðkalsíumhækkun,
nýrnakölkun og endurtekna nýrnasteina sem innihalda kalsíum. Verkun er hugsanlega skert hjá
sjúklingum með mjög lága þéttni magasýru. Ef einkenni batna ekki eftir sjö daga, skal endurmeta
klínískt ástand. Yfirleitt er ekki mælt með meðferð hjá börnum yngri en 12 ára, nema samkvæmt
læknisráði. Galieve Cool Mint mixtúra/skammtapokar inniheldur metýlparahýdroxýbenzóat (E218)
og própýlparahýdroxýbenzóat (E216) sem geta valdið ofnæmisviðbrögðum (hugsanlega
síðbúnum). Galieve Peppermint tuggutöflur má ekki gefa sjúklingum með fenýlketónmigu, þar sem
þær innihalda aspartam.. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar
sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Reckitt Benckiser Healthcare A/S. Umboð á Íslandi:
Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
1. V Strugala er. Al. The journal of international medical research, vol 38 (2010) A randomized,
Controlled, Crossover trial to Investigae Times of onset of the perception of soothing and cooling
by Over-the-Counter Heartburn Treatments.
2. B.Chevrel, MD. Journal of International Medical Research, vol 8 (1980) A comparative Cross-over
Study on the Treatment of heartburn and Epigastric Pain; Liquid Gaviscone and Magnesium-
Aluminum Antacid Gel.
Ert þú með
brjóstsviða?
• Dregur úr brjóstsviða á 3 mínútum 1
• Virkar í allt að 4 tíma 2
Mixtúra Cool Mint 300 ml
Mixtúra með Cool Mint bragði og lykt.
Galieve Peppermint
Tuggutöflur með piparmintu bragði
Hegðunarvandi doktorsrannsókn Margrétar sigMarsdóttur
Minni hegðunarerfiðleikar
og aukin félagsfærni
Í slensk rannsókn sýnir góðar niðurstöður á meðferðarúrræði fyrir
foreldra barna með hegðuna-
rerfiðleika. Þetta kom fram á
fundi sem haldinn var í Nor-
ræna húsinu í gær, fimmtu-
dag, á vegum Miðstöðvar
PMT-foreldrafærni.
Meðferðarúrræðið nefn-
ist Parent Management
Training – Oregon aðferð/
PMTO en rannsóknin er
doktorsverkefni Margrétar
Sigmarsdóttur, sálfræðings.
Niðurstöður sýndu, að því er fram kem-
ur í tilkynningu, að PMTO meðferð dró
meira úr aðlögunarvanda barna á leik- og
grunnskólaaldri en sú þjónusta sem þess-
um hópi er almennt veitt í sveitarfélögum
landsins. „Börnin í PMTO hópnum sýndu
minni hegðunarerfiðleika og þunglynd-
iseinkenni og aukna félagsfærni,“ segir
í tilkynningu. Einn af frumkvöðlum að-
ferðarinnar, bandaríski sérfræðingur-
inn dr. Marion Forgatch, hélt erindi um
upphaf, þróun og innleiðingu meðferð-
arúrræðisins í heiminum. Úrræðið á sér
langa sögu rannsókna, sem sýna að það
dregur verulega úr hegðunarerfiðleikum
barna og í dag er það eitt þeirra úrræða
sem viðurkenndar stofnanir á alþjóðavísu
mæla með sem viðeigandi meðferðarúr-
ræði fyrir börn með hegð-
unarerfiðleika.
„PMTO meðferðarúr-
ræðið er ætlað foreldrum
og öðrum sem koma að
uppeldi barna. Uppal -
endur fá í hendur ákveðin
verkfæri sem gera þeim
kleift að breyta og bæta
hegðun barna sinna og
þannig stuðla að bættri
aðlögun þeirra á heimili, í
skóla og í samfélaginu al-
mennt. Úrræðið er þróað
af dr. Gerald Patterson og
dr. Marion Forgatch og samstarfsfólki á
rannsóknarstofnuninni Oregon Social Le-
arning Center (OSLC) í Eugene Oregon
í Bandaríkjunum en hefur verið nú verið
innleitt víða um heim bæði innan Banda-
ríkjanna og í Evrópu,“ segir enn fremur.
Verkefnið hóf göngu sína á Íslandi árið
2000 og hefur verið staðsett á Skólaskrif-
stofu Hafnarfjarðar. Frá og með haustinu
mun Miðstöð PMT-foreldrafærni, sem
sér um innleiðingu aðferðarinnar hér á
landi, vera hluti af úrræðum Barnavernd-
arstofu. Í dag er PMTO meðferð stunduð
af um 40 meðferðaraðilum í fimm sveitar-
félögum.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Íslensk rannsókn
sem kynnt var í
gær sýnir góðar
niðurstöður með-
ferðarúrræðis
vegna hegð-
unarerfiðleika
barna.
Verkefnið er doktorsverkefni
Margrétar Sigmarsdóttur.
nýHerji Forstjóraskipti
Finnur Oddsson hefur verið ráðinn
forstjóri Nýherja og tekur við starf-
inu af Þórði Sverrissyni. Finnur
hefur verið aðstoðarforstjóri Ný-
herja frá árinu 2012 og var áður
framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Hann tekur til starfa sem forstjóri 1.
september. Þórður verður stjórn og
nýjum forstjóra til ráðgjafar næstu
mánuði, að því er fram kemur á síðu
fyrirtækisins.
„Sú reynsla og þekking sem Finn-
ur hefur mun nýtast félaginu vel á
spennandi tímum. Finnur þekkir
fyrirtækið vel nú þegar, en hann
hefur stýrt innlendum rekstri frá
því í fyrra. Nýherji hefur
góða stöðu á markaði og
reksturinn innanlands
hefur gengið ágætlega
undanfarin ár. Við teljum
því allar forsendur til þess
að félagið geti dafnað vel.
Ég þakka Þórði Sverris-
syni fyrir hönd Nýherja
störf hans í þágu félagsins
á undanförnum tólf árum.
Félagið hefur vaxið undir
hans stjórn og haslað sér
völl á nýjum sviðum,“ seg-
ir Benedikt Jóhannesson, stjórnar-
formaður Nýherja.
„Það er mjög spennandi
verkefni að taka við stjórn-
artaumunum í Nýherja á
þessum tímapunkti. Við
búum að afar hæfu starfs-
fólki, öflugum samstarfs-
aðilum og ekki síst góðum
viðskiptavinum til langs
tíma,“ segir Finnur Odds-
son.
Eiginkona Finns er Sig-
ríður Þorgeirsdóttir, lög-
fræðingur og MBA, sem
starfað hefur sem fram-
kvæmdastjóri rekstrarsviðs LO-
GOS. Þau eiga tvo syni. - jh
Finnur Oddsson tekur við af Þórði
Finnur Oddsson
tekur við forstjór-
astarfi Nýherja á
sunnudaginn.
PMTO meðferð dró meira úr
aðlögunarvanda barna á leik- og
grunnskólaaldri en sú þjónusta sem
þessum hópi er almennt veitt.
Mynd/Nordic Photos/Getty
6 fréttir Helgin 30. ágúst-1. september 2013