Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.02.2013, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 01.02.2013, Qupperneq 10
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Þ Þungu fargi er létt af Íslendingum. Icesave-málið hefur legið sem mara á þjóðinni allt frá falli Landsbankans. Sýknudómur EFTA-dómstólsins á mánudaginn hafnar því að íslensk stjórnvöld hafi brotið gegn tilskipun um innstæðutryggingar eða mismunað innstæðueigendum. Þegar upp er staðið kemur endanlega í ljós hver bjarghringur neyðarlögin, sem sett voru haustið 2008, voru íslenskri þjóð en þar var innstæðum veittur forgangur á almennar kröfur. Í því ljósi, meðal annars, er dapurlegt að líta til þeirrar lánlausu veg- ferðar sem naumur meirihluti Alþingis lagði í gegn Geir H. Haarde einum í Landsdóms- málinu. Icesave-málið snerist, eins og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor hefur bent á, um hvort Ísland hafi fullnægt tiltekinni grein fyrrgreindrar tilskipunar um að greiða öllum innstæðueigendum 20 þúsund evrur og hvort Íslandi væri skylt að greiða þá fjárhæð. Í viðtali segir prófess- orinn að fallist hafi verið á með ítarlegum rökum að tilskipunin geri ekki ráð fyrir ríkisábyrgð af þessu tagi heldur eigi ríkin aðeins að innleiða tilskipunina og hafa visst eftirlit með því að innlánatryggingakerfinu sé komið á fót en skyldurnar gangi ekki lengra en það. Stefán Már bendir enn fremur á að dómurinn sé í raun að segja að þegar allsherjarhrun verði hafi ríki mjög víðtækt vald til að ráða þar bót á. Ferill Icesave-málsins nær allt aftur til haustsins 2006 þegar Landsbankinn hóf að taka við innlánum í Bretlandi undir því merki sem nú er alræmt, Icesave. Svo seint sem á vordögum 2008 hóf bankinn sömu starfsemi í Hollandi. Forseti Íslands synjaði staðfestingar lögum um Icesave-samninga við Breta og Hollendinga í tvígang sem leiddi til þess að Eftirlitsstofnun EFTA ákvað að stefna íslenska ríkinu fyrir EFTA- dómstólinn. Meirihluti þjóðarinnar ákvað því í raun í þjóðaratkvæðagreiðslu að málið færi dómstólaleiðina, sem nú hefur leitt til hinnar farsælu niðurstöðu, sýknu af öllum kröfum. Einörð barátta grasrótarhreyfinga almennings gegn því að íslenskir skatt- greiðendur bæru ábyrgð á Icesave hafði mikil áhrif. Þar var staðið fast gegn kröfum Breta og Hollendinga sem kristallaðist í þeirri skoðun InDefence-hópsins að engin lögmæt greiðsluskylda hvíldi að baki kröfu stjórnvalda þjóðanna tveggja að íslenskir skattgreiðendur gengju ábyrgð fyrir þær skuldbindingar sem einkafyrirtækið Lands- bankinn stofnaði til með Icesave-innláns- reikningunum. Niðurstaðan nú er því ekki síst sigur íslensku þjóðarinnar. Tjónið af falli Landsbankans – og hinna íslensku bankanna, Kaupþings og Glitnis – er gríðarlegt, bæði beint og óbeint. Það tjón bera margir, innlendir og erlendir. Í þeim hópi eru bæði lánveitendur og skatt- greiðendur. Því ber þó að halda til haga að greiðslur úr þrotabúi Landsbankans munu standa undir forgangskröfum, meðal annars vegna Icesave-innstæðureikninganna, og hluti nær til greiðslu annarra krafna. Vissu- lega er ástæða fyrir Íslendinga til að gleðjast yfir hagstæðum dómi og fullnaðarsigri í Icesave-málinu en hóf er best í öllu. Það sitja nefnilega margir eftir með sárt ennið. Aldrei má gleyma þeirri háskasiglingu sem ís- lensku bankarnir voru á áður en allt hrundi. Þar léku glæframenn sér með fjöregg þjóðar sinnar. Í svo óábyrga för má aldrei leggja aftur. Til þess eru vítin að varast þau. Dómsniðurstaðan nú eyðir óvissu í ís- lensku efnahagslífi bæði hvað varðar skuld- bindingar ríkissjóðs og efnahagshorfur þjóðarinnar. Sendifulltrúi Alþjóðagjald- eyrissjóðsins hér á landi bendir á að meðal jákvæðra áhrifa í kjölfar hans sé auðveldari aðgangur en verið hefur að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Bæði sjóðurinn og lánshæfismatsfyrirtækin hafa talið mögu- legan kostnað vegna Icesave verulegan áhættuþátt fyrir íslenska hagkerfið. Því ætti dómurinn að skapa grundvöll fyrir bætt lánshæfismat ríksins og hugsanlega verið skref í átt að aukinni og nauðsynlegri fjár- festingu og þegar fram líða stundir liður í afnámi hafta. Síðast en ekki síst eykur hann bjartsýni fólks á framtíðina hér á landi – sem ekki veitir af. Fargi létt af Íslendingum eftir sigur í Icesave-málinu Vegurinn til framtíðar varðaður Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Gafst hún upp á rólunum? Grýla gamla er loksins dauð! Björgólfur Thor Björgólfsson fagnaði Icesave-dómnum og kastaði rekunum ofan í gröf óværunnar. Súru berin í Brussel Við getum búist við að menn séu súrir í Brussel, miðað við hvernig þeir settu sitt fram. Steingrímur J. Sigfússon reiknaði ekki með miklum fögnuði hjá ESB í kjölfar Icesave-niðurstöðunnar. Latté-lepjandi pakk Ég lít á ykkur sem hyski. Sigurður Harðarson, stjórnarmaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, vandaði ekki Jóni Gnarr borgarstjóra og hans fólki kveðjurnar á sögulegum íbúafundi í vikunni. Tær snilld Ólafs Og í dag er í mínum huga eiginlega efst þakklæti til forsetans fyrir að hafa staðið sig svona vel. Ef hans hefði ekki notið við þá hefði þetta getað endað mjög illa. Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og Icesave- foringi, er þakklátur forsetanum fyrir að hreinsa upp eftir sig og hans fólk. Þannig að Icesave gekk upp? Við höfum sagt þetta alla tíð. Ef réttlætið á að blíva þá var þetta ósköp ljóst. Aldrei nein ríkisábyrgð, aldrei, og peningar til fyrir þessu og allt í orden. Björgólfur Guðmundsson botnar ekkert í öllum látunum í kringum Icesave nú þegar dómur liggur fyrir. Ég ákæri! Þetta fólk benti á mig sem sökudólg, en Landsdómur hafnaði því eins og öllum þeim atriðum sem sneru beint að bankahruninu. Ég gef ekki mikið fyrir þessi orð. Geir H. Haarde var gerður að sökudólgi og telur rétt að leita nú að sökudólgum í Icesave-samningaruglinu. Hvar eru allar stelpurnar? Ég vona að þetta verði einstakt atvik í sögu verðlaunanna. Kynjahlutföllin eru kengboginn í tilnefningum til Eddu-verðlaunanna. Fimm manns eru tilnefndir fyrir leikafrek í karlaflokkunum en aðeins þrjár konur í sambærilegum flokkum. Brynhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri verðlaunanna, treystir á að þetta endurtaki sig ekki. Stúlka fær nafn Já, þetta er búið að vera svolítið mikið stress. Blær Bjarkardóttir hafði ríka ástæðu til að fagna í vikunni en þá kvað héraðsdómur upp þann dóm að hún mætti bera nafnið Blær. Hún þarf því ekki lengur að heita Stúlka í vegabréfinu sínu.  Vikan sem Var ÚTSAL A ÚTSAL A Ú ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A Ú A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A lÍs en ku A PARNIR s Úlpur allt að 50% afsláttur Krakkaúlpur 40% afsláttur Útivistarjakkar allt að 60% afsláttur og eira og eira... Ekki missa af þessu Takmarkað magn! Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • sími 534 2727 • e-mail: alparnir@alparnir.is • www.alparnir.is ORKA SEM ENDIST Weetabix er frábær leið til að byrja daginn. Veldu næringar- ríkan morgunverð sem heldur þér gangandi fram að hádegi. • • Sykurminnsta morgunkornið Sykurinnihald er það lægsta sem gerist í morgunkorni. 4,4 g sykur í 100 g PIPA R\TBW A • SÍA • 120578 Vissulega er ástæða fyrir Íslendinga til að gleðjast yfir hag- stæðum dómi og fullnaðarsigri í Icesave-málinu en hóf er best í öllu. 10 viðhorf Helgin 1.-3. febrúar 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.