Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.02.2013, Side 24

Fréttatíminn - 01.02.2013, Side 24
Matti segist margoft hafa fengið þá spurningu frá konum hvort það sé ekki erfiðara fyrir karla að tak- ast á við áföll því þeir eigi erfiðara með að tala um þau. „Svarið við því er nei, það er ekki erfiðara, það er bara öðruvísi,“ segir hann. „Auð- vitað er nauðsynlegt og mikilvægt fyrir okkur að ræða um vandann en við erum einfaldlega ekki til- búnir undir það eins fljótt og kon- ur,“ segir hann. „Ég komst að því að konur voru í raun að segja: er ekki betra að þið gerið þetta eins og við?“ Karlar og konur hugsa á ólíkan hátt Konur og karlar hugsa á ólíkan hátt, að sögn Matta. „Karlar þurfa að fá að vera karlar og fá að bregðast við eins og karlar en ekki eins og konur halda að þeir eigi að bregðast við – eins og þær,“ segir hann. „Einn karl orðaði þetta á mjög áhugaverðan hátt: „Það er alltaf verið að segja okkur að það sé eitthvað að okkur,““ segir Matti. „Það er ekkert að okkur, við erum bara ólíkir konum,“ segir hann. „Þegar karlar þegja er ekki endilega eitt- hvað að. Þeir eru kannski að hugsa mál- in og leysa þau innra með sér. Það er mikil- vægt skref í lausna- ferlinu fyrir karla og þeir eru ef til vill ekki tilbúnir til að ræða erfið mál fyrr en þeir hafa leyst þau með sjálfum sér fyrst,“ bendir hann á. „Konur túlka þögn karlanna oft rangt. Það er mikilvægt að leiðrétta þann misskilning að þegar karlar þegja sé eitthvað að,“ segir hann. „Við karlar heyrum konur oft gagnrýna okkur fyrir að tala ekki nóg. Það er hins vegar ekki rétt. Við tölum við sjálfa okkur á meðan konur tala við aðra. Við þurfum að gera það áður en við getum rætt við aðra. Þetta er eins og að fara á mikil- vægan fund – maður verður að undirbúa sig fyrst,“ segir hann. Tungumál kynjanna ólíkt Matti bendir jafnframt á að tungu- mál kynjanna sé ólíkt. „Konur búa yfir miklu meira tilfinninga- tungumáli en karlar. Þær tala um fólk, sambönd og hvernig fólki líður. Samtöl karla einkennast mun fremur að miðlun upplýsinga. Þess vegna eiga kynin oft í svo miklum vandræðum með sam- skipti,“ segir Matti og hlær. Hann segir jafnframt að karlmenn- irnir á námskeiðinu séu sammála um að eigin- konan sé þeirra mesti stuðningur. Sérkenni karlmanna og ólík viðbrögð gagn- vart áföllum er ástæðan fyrir því að Ljósið, sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra, standa fyrir sérstöku námskeiði eingöngu ætlað karlmönnum. Markmið námskeiðsins er að karlmenn fái upp- byggjandi fræðslu og eigi tækifæri á að hitta aðra karlmenn í sömu aðstæðum. Að sögn Matta er á námskeiðinu meðal annars farið í gegnum það breytinga- ferli sem karlmenn ganga í gegnum við það að veikjast og haldnir eru fyrirlestrar um mikilvægi þess að byggja sig upp andlega og líkamlega og mikilvægi þess að setja sér markmið. Kynning á námskeiðinu er mánudaginn 4. febrúar klukkan 17.30 í Ljósinu og eru makar vel- komnir. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is K arlar og konur bregðast á mjög ólíkan hátt við áföll-um, að sögn Matta Ósvalds Stefánssonar, sem heldur regluleg fræðslunámskeið fyrir karla með krabbamein. Konur sækja í stuðn- ingsnetið en karlar sækja styrk í einveru. „Konur tala við vinkonur sínar, systur eða mæður þegar þær verða fyrir áföllum og þær halda að karlar þurfi að gera hið sama,“ segir Matti. „Það er erfitt fyrir konur að samþykkja að við þurfum að bregðast öðruvísi við en þær. Við þurfum frið til að hugsa málið áður en við erum tilbúnir að ræða það,“ segir hann. Karlar sækja styrk í einveru Kynin bregðast á ólíkan hátt við áföllum. Konur leita til stuðningsnetsins en karlar sækja styrk í einveru, að sögn Matta Ósvalds Stefánssonar, sem heldur námskeið fyrir karla með krabbamein. Hann segir að karlar verði að fá að taka á áfallinu á sinn hátt – og konur verði að leyfa þeim það. Yfirlit | 2006 - 2010 Karlar Konur Meðalfjöldi tilfella á ári 737 660 Meðalaldur við greiningu 67 ár 64 ár Meðalfjöldi látinna á ári 287 252 Fjöldi á lífi í árslok 2010 5.021 6.302 737 Karlar Árabilið 2006 - 2010 greindust að meðaltali árlega með krabbamein. KrabbameinssKrá Íslands Krabbamein 660 Konur Þegar karlar þegja er ekki endilega eitthvað að. Þeir eru kannski að hugsa málin og leysa þau innra með sér. Krabbameinum Karla raðað eftir árlegum meðalfjölda 2006 - 2010* 222 blöðruhálskirtill 77 lungu 57 Þvagvegir og þvagblaðra 56 ristill 39 Húð án sortuæxla 29 Nýru 22 Heili og miðtaugakerfi 21 Eitilfrumuæxli 19 Sortuæxli í húð 18 Endaþarmur *Krabbameinsskrá Íslands Matti Ósvald Stefánsson ráðgjafi heldur sérstök námskeið fyrir karla með krabba- mein því karlmenn bregðast á annan hátt við áföllum en konur.Ljósmynd/Hari 24 viðtal Helgin 1.-3. febrúar 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.