Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.02.2013, Síða 28

Fréttatíminn - 01.02.2013, Síða 28
Þ egar Sigrún Lilja var 24 ára stóð hún á krossgötum í lífinu og fannst hún þurfa að ákveða hvort hún héldi áfram að mennta sig eða reyna að hasla sér völl sem hönnuður. Hún ákvað að láta hjartað ráða för og þegar hún var í sólarlandaferð með fjöl- skyldu sinni yfir jól og áramót í Eyptalandi hannaði hún fyrsta skóparið sitt og lét búa það til á staðnum. Og eftir það var ekki aftur snúið. Gyðja Collection varð til í Egyptalandi og þaðan kom íslenska gyðjan endurnærð, tilbúin til þess að standa eða falla með draumi sínum. „Ég var í fríi í Egyptalandi þegar ég fékk hugmyndina að fylgihlutalínu með skóm, töskum og beltum þannig að það má segja að Gyðja hafi orðið til í Egyptalandi. Ég hannaði fyrsta parið á mig og það var svolítið magnað og gaman að því að ég fékk hugmyndina þarna og ákvað að gera þetta. Ég lenti bara í þessum aðstæðum. Ég fór inn í verslun þar sem verk- smiðja var baka til og þá datt mér þetta í hug og spurði hvort þeir gætu framleitt fyrir mig skópar. Sem reyndist ekki vera neitt mál. Í kjölfarið fór ég að hugsa og láta mig dreyma og ákvað bara að prófa þetta og þarna byrjaði Gyðja.“ Tók fyrstu sporin í 30 skópörum Sigrún Lilja lagði grunninn að Gyðja Col- lection með rúmlega 200.000 krónum. Hún stofnaði vefverslun sem kostaði hana um það bil 100.000 krónur og pantaði fyrstu skó- sendinguna sem kostaði hana aðrar 100.000 krónur. „Þannig að Gyðja byrjaði á 30 pörum af skóm. Ég fann strax mikinn meðbyr og að kon- ur væru spenntar fyrir þessu. Pörin 30 seldust upp sem mér fannst nú bara býsna gott og þá fór ég að hugsa þetta lengra,“ segir Sigrún Lilja sem vann hjá fjölskyldufyrirtækinu Tanna auglýsingavörum á daginn og sinnti Gyðju á kvöldin. „Ég þróaði drauminn og hann stækkaði og stækkaði og í lok ársins 2008 ákvað ég að fara í þetta á fulla ferð. Hrunið var nýskollið á en þá bauð Nýsköpunarmiðstöð Íslands upp á skrif- stofuhúsnæði á góðu verði fyrir frumkvöðla- starf. Mig langaði að reyna að spreyta mig á fyrirtækjarekstri og að byggja þessa línu upp. Ég hafði trú á Gyðju, átti mér draum og ákvað að láta hann rætast.“ Sigrúnu Lilju hefur gengið vel með Gyðja Collection á Íslandi, hún hefur vakið athygli í útlöndum og stendur nú aftur á krossgötum og þarf að ákveða hvort rétti tíminn til þess að sækja fram erlendis sé kominn. „Stundum virðist vera að fólk eigi svolítið erfitt með að trúa því að það sé ég sem standi á bak við þetta fyrirtæki. Fólk heldur oft á tíðum að það sé eitthvert stórt batterí og mikið fjár- magn á bak við mig en svo er alls ekki. Þetta er í raun og veru bara ég og ég byrjaði með 200.000 krónur og hef svo tekið þetta skref fyrir skref og látið þetta byggjast upp innan frá. Ég hef hingað til kosið að fá ekki fjárfesta til liðs við mig og það tekur alveg á að standa ein í þessu og maður þarf að vera þrautseigur og einbeittur. Maður verður að vera duglegur og tilbúinn til þess að gefa sig alveg í þetta. Ég lifi og hrærist í þessu og elska það sem ég er að gera.“ Fyrst Ísland, svo heimurinn „Ég finn alveg að Gyðja er á ákveðnum tímamótum núna og við höfum tækifæri til að stækka mikið og það er náttúrlega það sem mig langar til að gera. Í dag erum við orðin fjögur sem erum í fullu starfi á skrifstofunni og svo eru tveir í hlutastarfi. Við erum búin að ná fínum árangri á innanlandsmarkaði, erum búin að vera að þreifa fyrir okkur á erlendum mörkuðum og það hefur gengið ágætlega. Gyðja Collection er núna með 15-20 sölufull- trúa í útlöndum og við stefnum að því að þeir verði orðnir 100 í lok þessa árs. Við erum að Ég er ekki með háskóla- menntun í markaðsfræði en tel mig samt vera með hálfgerða meistaragráðu í þeim fræðum eingöngu í gegnum sjálfmenntun. Gyðjan sem fer sínar eigin leiðir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hefur gert það gott með fylgihlutalínu sinni og ilmvötnum sem hún setti á markað undir merkjum Gyðja Collection. Hún trúir á mátt viljans og hvetur allar konur sem eiga sér drauma að láta þá rætast. Engar hindranir séu í raun svo stórar að ekki megi komast yfir þær. selja í nokkrum löndum og gengur mjög vel . Við erum til dæmis með ilmvötnin okkar í sölu og það koma pantanir í hverri viku alls staðar að úr heiminum.“ „Mig langar að setja ennþá meiri kraft í sóknina á erlenda markaði því ég hef séð hversu gríðarlega miklir möguleikar og tækifæri eru til staðar fyrir okkur að vaxa verulega erlendis. En þrátt fyrir að okkur hafi tekist ágætlega upp með tiltölulega hógværu fjármagni þá veit ég að það getur verið veru- lega kostnaðarsamt ef maður ætlar að fara út í markaðssetninguna af alvöru og í samkeppni við rótgrónu risana sem eru fyrir á markaðn- um. Þannig að við erum fyrst núna farin að kanna möguleika á að fá inn stærri fjárfesta. Ég er samt ekki ákveðin í því og geri það ekki nema að mjög vel athuguðu máli. Ég fer mjög varlega í þetta enda skiptir miklu máli að fá inn fólk sem maður getur treyst og vill leyfa hjarta fyrirtækisins að slá áfram. Þess vegna hef ég ekki gert þetta hingað til og farið frekar hina leiðina sem getur verið mjög erfið. Maður hefur líka heyrt um mjög marga sem hafa lent í vandræðum eftir að hafa tekið inn fjármagn og það hefur oft orðið fyrirtækjum að falli bara vegna þess að samstarfið gengur ekki upp. Þetta er vandmeðfarið og þarf að vanda vel tl verka, sérstaklega þar sem fyrir- tækið er í raun orðið „barnið“ manns. Sigrún Lilja segist þó, hvað sem öllu líður, vera tilbúin til þess að taka stóra skrefið út fyrir landsteinana. „Maður verður að sigra heimamarkaðinn áður en maður leggur til atlögu á erlendum mörkuðum. Þeir sem stökkva strax út í djúpu laugina og ætla að sigra allan heiminn í einu geta lent í miklum erfiðleikum. Það er að mínu mati mjög gott og mikilvægt að byggja heimamarkaðinn vel upp fyrst, vinna svo út frá honum og hafa alltaf baklandið sterkt.“ Lá á út í lífið „Ég hef unnið allt mitt líf eins og skepna, er alin upp við það og þekki í raun ekkert annað. Foreldrar mínir eru dugnaðarforkar sem hafa alla tíð unnið langa daga og mjög mikið. Ég er afar þakklát fyrir að hafa haft slíkar fyrir- myndir í uppvextinum og í raun lært að vinna. Það nýtist mér mjög vel í því sem ég er að gera núna því að Gyðja er þegar upp er staðið byggt upp á mjög mikilli vinnu og endalausri þrautsegju. Ég byrjaði að sjá fyrir mér að mestu sjálf þegar ég var sextán ára svona að minnsta kosti hvað veraldlega hluti snerti og vann alla tíð með skólanum. Ég var í FB á daginn og vann svo hjá fjölskyldufyrirtækinu, Tanna auglýsingavörum, til ellefu flest virk kvöld. Mig langaði í háskólanám eftir stúdentsprófið en taldi mig í raun ekki hafa efni á því að fara í fullt nám. Ég gat ekki hætt að vinna þar sem ég lifði frekar hratt og var þá búin að kaupa mér mína fyrstu íbúð sem ég gerði frekar ung og var komin með bíl og hund. Það voru því skuldbindingar sem ég gat ekki hlaupið frá og námslán hefðu vart dugað fyrir. Á meðan ég var að velta fyrir mér hvað ég vildi gera með nám og annað eftir stúdents- prófið byrjaði ég að vinna í fullu starfi í fjöl- skyldufyrirtækinu Tanna.“ Sigrún Lilja dreif sig þó í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. „Ég var samt áfram í fullri, mjög krefjandi vinnu hjá fjölskyldufyrirtæk- inu en naut þess samt að vera að vinna hjá for- eldrum mínum sem vildu að sjálfsögðu að ég menntaði mig og því gat ég stokkið í einstaka tíma upp í Háskóla beint úr vinnunni, vann svo fram á kvöld og lærði fram á nótt flesta daga.“ Sigrún Lilja og maðurinn hennar, Reynir Daði, kynntust á Kanaríeyjum þegar Sigrún Lilja var nýorðin sautján ára en hann er rúm- lega árinu yngri. „Ég á alveg yndislegan mann. Við vorum mjög ung þegar við kynntumst og við höfum þroskast saman og ég myndi segja að sam- band okkar sé mjög fallegt. Við virðum hvort annað mjög og erum mjög góð hvort við annað. Hann er stoð mín og stytta og það er ómetanlegt að eiga mann sem styrkir mig á hverjum degi í stað þess að rífa mig niður. Stuðningur hans gerir það að verkum að ég get gert það sem ég er að gera. Ef maður á ekki sterkt bakland er svo erfitt að komast áfram.“ Þegar Sigrún Lilja var 23 ára gömul réðust hún og Reynir Daði í það stóra verkefni að byggja sér húsið sem þau búa í. „Húsið var um ár í byggingu og við kláruðum það að mestu sjálf eftir að það var fokhelt. Þá vorum við að til klukkan 2 og 3 allar nætur að byggja, svo var unnið á daginn og á þessum tíma var ég líka í skóla þannig að okkur skorti ekki verkefnin. Þessi reynsla að byggja sér hús kemur sér oft voða vel og ég hef gaman að því að vera flink á borvélina þegar á þarf að halda.“ Sjálfmenntaður markaðsfræðingur Eftir háskólanámið sótti Sigrún Lilja ýmis námskeið í viðskipta- og markaðsfræðum Framhald á næstu opnu Sigrún Lilja hefur fengið svo mikið af fyrirspurnum frá konum sem vlija fá hjá henni ráð um hvernig þær eigi að koma hugmyndun sínum á framfæri og láta þær verða að veruleika að hún ákvað að slá upp helgarnámskeiði 9.-10. febrúar þar sem hún miðlar af reynslu sinni. Draumurinn er síðan að þróa námskeiðið, Konur til athafna, fyrir konur í þróunarlöndunum í góðgerðarskyni. „Þetta eru konur sem sem eiga sínar vonir og drauma alveg eins og við og ég vil hvetja kon- ur alls staðar til þess að láta drauma sína rætast. Við eigum allar drauma og markmið og við megum alveg hugsa stórt. Það er allt hægt!“ Ljósmyndir/Kári Sverris 28 viðtal Helgin 1.-3. febrúar 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.