Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.02.2013, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 01.02.2013, Blaðsíða 32
F rumsýning fræðslustutt-myndarinnar Fáðu já! á miðvikudaginn fór ekki fram hjá mörgum. Myndin sem sýnd var í öllum grunnskólum er sögð brjóta blað í kynfræðslu unglinga hér á landi. Að sögn að- standenda er myndin ætluð til þess að skerpa á mörkunum milli kynlífs og ofbeldis með nýrri nálgun en líkt og titillinn gefur til kynna er mikil- vægi upplýsts samþykkis í kynlífi ítrekað í myndinni. Einnig er komið inn á klámneyslu og meintar rang- hugmyndir sem slíkri neyslu fylgir. Einnig eru teknar fyrir spaugilegar hliðar kynlífs, hið óvænta og mikil- vægi þess að þekkja sín eigin mörk áður en lengra er haldið. Fréttatíminn forsýndi myndina hressum hópi unglinga í 10. bekk í Hagaskóla og kannaði hvað þeim fyndist við fyrsta áhorf. Viðbrögðin voru almennt jákvæð en þó voru nokkrir punktar sem vöktu athygli blaðakonu. Öll voru sammála um að klámneysla væri mjög algeng í þeirra nærumhverfi og einnig sögðust einhver skoða slíkt en öll sögðust þau gera sér fulla grein fyr- ir því að klám hefði engin tengsl við raunveruleikann, heldur væri það aðeins afþreyingarefni. Raunveru- leiki þeirra virðist því ekki koma heim og saman við þann raunveru- leika sem kynntur er í myndinni um áhrif klámvæðingar á unglinga og kynhegðun þeirra en rennir þó stoðum undir þær kenningar að flestir unglingar neyti kláms í ein- hverjum mæli. Krakkarnir sögðu að hjá þeim ríkti tilhlökkun yfir umræðunum sem í vændum væru í skólanum og samfélaginu. Þeir segjast lang- þreyttir á þeirri leynd sem ríkir um kynlíf á meðal fullorðinna og eru tilbúnir að fá að ræða málin á opinskáan hátt, fyrir opnum tjöldum jafnt við foreldra sína sem aðra. Þannig sé auðveldast að koma í veg fyrir misskilning og jafnvel ofbeldi. Þeir óska eftir sýningu myndarinnar í ríkissjónvarpinu en segjast sjálfir vera í eldra lagi fyrir sýninguna og fátt hafi komið þeim á óvart. „Það ætti að sýna þessa mynd alveg niður í sjötta bekk því þar gæti hún hugsanlega haft ein- hver áhrif,“ segir Elín María og öll eru henni sammála. „Það er ekkert sem kom okkur á óvart, en við erum búin að heyra þetta allt mjög oft. En svo er það kannski mismunandi þar sem við hér erum kannski duglegri að kynna okkur svona hluti en aðrir. Það er erfitt að segja,“ segir Rannveig Rögn. „ Já einmitt, ég hef pælt mikið í þessum málum í gegnum tíðina svo það var ekkert sem kom mér að óvörum en umræðan er samt svo mikilvæg,“ segir Arna Beth og bætir við að það sem hún hafi helst við myndina að athuga eru senur sem geta vakið óhug á meðal þeirra sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi, en einnig sé skortur á upplýsingum um hvernig bregðast skuli við í kjölfar ofbeldis- glæps, sem fórnarlamb eða vinur fórnarlambs. „Nauðgunarsenan getur vakið upp með manni vondar tilfinningar og það hefði átt að vera einhvers- konar aðvörun. Það er pottþétt ein- hver sem að fær hnút í magann við áhorfið.“ Strákarnir segja að upplifun þeirra af myndinni sé eflaust ólík upplifun stelpnanna og það megi kannski rekja til staðalmynda kynjanna. Þeim fannst skrítið að strákum sé í myndinni, gefið rými til þess að hætta við í kynlífi. Slíkt sé óþarft að minnast á þar sem þeir séu yfirleitt alltaf til í tuskið. Senan hafi því verið ótrúverðug. „Ég held það sé allavega sjaldgæft,“ segir Snorri Másson og í kjölfarið hefj- ast upp miklar umræður á meðal krakkanna um kynlíf og hlutverk kynjanna. Þeir útskýra að pressa samfélagsins sé öðruvísi á stráka en stelpur. „Stelpur mega ekki sofa hjá of mörgum því þá eru þær hórur. Þær mega samt ekki vera of miklar teprur, þá eru þær nunnur. Strákar mega hinsvegar að sofa hjá mörgum stelpum og fá síður á sig hórustimpil ef þeir gera það,“ segir Elín María. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Kynfræðsla sem hentar yngri krökkum Kynfræðslumyndin Fáðu já! var frumsýnd öllum tíundu bekkingum landsins á miðvikudaginn. Fréttatíminn forsýndi myndina nokkrum unglingum í Hagaskóla og fékk þá til að ræða myndina. Upp spunnust fjörugar umræður og ljóst er að unglingum hefur fundist skortur á góðri, opinskárri umræðu um kynlíf, hvort sem er í skólanum eða heima. kvikmyndadómur Frá vinstri: Egill Ástráðsson, Arna Beth, Rannveig Rögn, Eyrún Aradóttir, Ása Bergný, Elín María, Elísabet Huld, Jakob van Osterhout, Bjarki Sigurðsson og Snorri Másson. Lj ós m yn d/ H ar i Snorri Másson: Þetta var vel gerð mynd, en það var ekkert sem stóð upp úr í henni og það var ekkert sem kom á óvart. Hinsvegar ef einhver er illa upplýstur þá kemur þessi mynd til með að hjálpa viðkomandi. Senan með hamborgaranum var góð, hún dró aðeins úr alvarleikanum en setti hlut- ina samt samhengi á sama tíma. Svo er Palli alltaf flottur. Egill Ástráðsson: Þetta er þörf umræða og það er mikil- vægt að einhver hafi tekið af skarið og brotið ísinn. Skilaboðin voru mjög skýr og beint í æð, svo hún var vel unnin. Þetta hjálpar pott- þétt einhverjum sem ekki er upplýstur. Lang flestir horfa á klám og átta sig á því að það er ekki raunverulegt. Þetta voru því ekki glænýjar. upplýsingar fyrir mér. „Has- htöggin“ voru reyndar glötuð. Rannveig Rögn: Þetta var mjög hæfileg lengd, en þetta var ekkert nýtt svosem. Þetta höfðar því kannski betur til yngri krakka. Ég held að þetta hjálpi krökkum að stíga fram og segja frá ofbeldi og það er mjög jákvætt. Svo er Páll Óskar flottur og krakkar taka mark á honum. Ég vona að nú verði allt opnara. Arna Beth: Mér finnst þetta að sjálfsögðu smá óþægileg umræða, eins og öllum, en hún er mikilvæg og mér fannst myndin koma öllu því mikilvægasta vel fyrir á góðan hátt. Þetta er því góð viðbót í kyn- fræðsluna sem hefur verið frekar lítil og léleg. Ása Bergný Tómasdóttir: Myndin er mjög raunveruleg og það er tekið á ranghugmyndum í kynlífi og það er gott því klám og tilvísanir í kynlíf eru eitthvað sem við höfum stöðugt fyrir augunum. Mér fannst þetta líka hæfi- leg blanda af leik og raunveruleika og það er mjög sniðugt að setja hlutina í annað samhengi eins og gert er í dæmisögunum. Ég er líka svo hrifin af Páli Óskari. Eyrún Aradóttir: Myndin er skemmtileg en hún sagði mér ekkert nýtt. Myndlíkingarnar voru flottastar. Það voru of margar klippur úr klámi mér fannst það óþægilegt. Það er mikið af ranghugmyndum og undarlegum viðhorfum til kynlífs þarna úti og mér fannst þau taka vel á því, án þess þó að gera lítið úr þeim sem skoðanirnar hafa. Elín María Árna- dóttir: Mér fannst gaman að sjá fræðslu- mynd sem var fyndin og ekki of hátíðleg. Persónulega leið mér ekki eins og ég væri að læra neitt sér- staklega á myndinni en hún er örugglega góð fyrir þau sem eru yngri til dæmis sjöunda og áttunda bekk. Ég vona að þetta komi veg fyrir ofbeldi. Maður pælir allavega meira í þessu með já-ið og hvað sé mikilvægt. Jakob van Oosterhout: Þetta var áhugaverð mynd þó að fátt hafi komið mér á óvart. Það vita allir að nauðgun er fáránlegt ofbeldi, en samt er það algengt. Það var flott hvernig það var tekið fram með mikilvægi samþykkis í öllu. Hún hafði alveg áhrif á mig og fékk mig til að hugsa. Ég held að hún komi pottþétt í veg fyrir ofbeldi í einhverjum til- vikum. Bjarki Sigurðsson: Mér fannst myndin flott og punktarnir góðir. Ég hlakka til umræðunnar sem kemur og ég held að þetta sé gott tæki til þess að draga úr feimni á milli manneskja. Ætti að höfða vel til krakka. vel sett upp og mjög fræðandi. Mér finnst að það hefði mátt hamra betur á punktinum með mikilvægi þess að þora að segja frá og skömmin sé ekki þín og einnig hvert sé best að leita. Elísabet Huld Þorbergs- dóttir: Mér fannst myndin mjög góð og mundi mæla með henni við yngri krakka svona niður í 13 ára. Myndin opnaði augu mín aðallega fyrir því hvað strákar fá slæma mynd af kynlífi úr klámi. Allir strákarnir horfa á klám og sumar stelpur. Það brengl- ar ímyndina. Þessvegna er gott að leggja áherslu á að þetta sé milli tveggja manneskja. Það hefði mátt taka betur fram hvað nauðgun er og hvað felst í orðinu. Ég held að það sé mjög algengt að ekki allir vita hvað er brot og fatta það jafnvel löngu síðar að á þeim var brotið. 32 úttekt Helgin 1.-3. febrúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.