Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.02.2013, Page 42

Fréttatíminn - 01.02.2013, Page 42
Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn Fjölbreytt úrval vandaðra verðmætaskápa Seðlahólf fyrir verslanirVerðmætahólf fyrir heimili Eldtraustir skjala- og verðmætaskápar PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 30 27 3 Skoðaðu úrvalið í sýningarsal okkar að Askalind 1, Kópavogi Sálfræðitryllir sem snertir alla Í kvöld frumsýnir Jón Atli Jónasson verk sitt Nóttin nærist á deginum í Borgar- leikhúsinu. Jón Atli er á meðal fremstu leikskálda þjóðarinnar, en tvö verka hans hafa verið kvikmynduð og notið mikillar hylli. Brim og Djúpið. Jón Atli þykir einkar fær í að fanga íslenskan raunveruleika og í þessu nýja verki er það ekki hafið sem á hug hans, heldur sjálft hrunið. Einnig eru spennandi tímar fram undan hjá Jóni Atla þar sem hann samdi nýverið við norrænan kvikmyndarisa um framleiðslu á handriti. Aðalleikarar eru þau Elva Ósk Ólafsdóttir og Hilm ar Jónsson. „Ég barðist mikið fyrir því að fá þessa leikara og ég er ótrúlega heppinn að hafa fengið þ au, þetta er ótrúlegt fagfólk.“ N ú erum við föst hérna. Við vorum búin að selja ofan af okkur og sitjum föst hérna núna. Í auðu hverfi í auðri götu sem enginn man hvað heitir. Peningarnir kláruðust. Það er það sem við segjum fólki. Þess vegna eru engin gólfefni á gólfunum. Engar hurðir. Bara byggingarplastið sem ég límdi niður. Við göngum um á svona plastklossum sem komust í tísku fyrir nokkrum árum. Ég er á svörtum klossum en Kata mín er á svona bleiksanseruðum. Dótið okkar, sem við erum búin að vera safna að okkur síðan við byrjuðum að búa saman, fyllir húsið. Það er samt eitt- hvað svo undarlega tómt. Í fyrstu vorum tókum við þá ákvörðun að láta þetta ekkert slá okkur út af laginu. Hrunið.“ Svona hefst inngangur leikrits Jóns Atla Jónassonar, Nóttin nærist á deginum sem frumsýnt er í Borgar- leikhúsinu í kvöld, föstudagskvöld. Jón Atli hefur fyrir löngu skapað sér sess sem eitt áhugaverðasta leik- skáld þjóðarinnar. Viðfangsefni hans eru oftar en ekki rammíslenskur raunveruleiki og er hans nýjasta verk þar ekki undanskilið. Nóttin nærist á deginum tekur á raunveruleika sem hefur verið þjóðinni ofarlega í huga um nokkurra ára skeið, efnahagshrunið og afleiðingar þess á venjulegt millistéttarfólk. „Atburðarásin fjallar um örþrifaráð ráðalauss manns föstum í atburðarás sem stendur svo mörgum nærri. Þegar ég fór um þessi stóru hverfi og skoðaði þessi hús sem fólk var að byggja fyrir hrun blasti við átakan- leg sjón. Þarna stóðu opin tóm hálfbyggð hús sem fólk hafði gefist upp á, eða hreinlega neyðst til þess að gefast upp á. Verkið er sálfræðitryllir um hjón sem búa einmitt í svona úthverfi sem fer í frost í hruninu. Þau reyna að gera gott úr ókláruðu húsi. En í kjallara þess er íbúð sem þau ætluðu dóttur sinni sem hugðist snúa heim eftir nám ytra, en kom ekki aftur sökum ónógra tækifæra. Þau ákveða að leigja út íbúðina og eigin- maðurinn setur í gang atburðarás sem er svakaleg,“ segir Jón Atli og bætir við að hann megi þó ekki segja of mikið. Sagan er spennusaga um mannleg átök og sam- kvæmt Jóni Atla tekur sýningin á þá sem á hana horfa. „Það var rennsli í þessari viku og ég get vitnað um að þetta er átakanlegt. Þetta stendur manni nærri og líkt og í Djúpinu þekkja allir einhvern sem hefur gengið í gegnum þessa sögu, þennan veruleika. Mig langaði með verkinu að fanga atburðarásina og þennan merki- lega tíma í íslenskum samtíma því hún slær mann.“ Tvö leikrita Jóns Atla hafa verið kvikmynduð, Brim af Árna Ólafi Ásgeirssyni árið 2010 og Djúpið af Balt- asar Kormáki árið 2012 . Auk þessa hefur Jón Atli þýtt fjölda leikrita og starfar nú sem leikskáld Borgarleik- hússins. Þess utan hefur hann nýlega samið við fram- leiðendur dansk–sænsku þáttaraðarinnar Broen um gerð kvikmyndahandrits. „Þetta kom inn á borð eftir velgengni Djúpsins. Í mínu tilviki má allavega rekja þetta beint til þess. Þetta verður sér íslensk saga gripin úr íslenskum raunveruleika en framleidd ytra. Það má því segja að ég sé svolítið í því að fjalla um mig og mína.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Atburða- rásin fjallar um örþrifaráð ráðalauss manns föstum í atburða- rás sem stendur svo mörg- um nærri. Jón Atli Jónasson frumsýnir nýtt verk í Borgarleikhús- inu í kvöld, Nóttin nærist á deginum. Sagan er spennandi samtímasaga um íslenskan raunveruleika eftir hrun. 42 viðtal Helgin 1.-3. febrúar 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.