Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Qupperneq 25

Fréttatíminn - 14.12.2012, Qupperneq 25
F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Virðing Réttlæti Færð þú umsaminn hvíldartíma í desember? Hvíldartíminn hafa sitt ákveðna hlutverk. Enginn getur einn og óstuddur haldið uppi afreksstarfi í skák innan grunn- skólanna.“ Tók í taumana Skólinn verður 20 ára á næsta ári. Hvaða þýðingu hefur þessi árang- ur haft fyrir skólann í heild sinni? „Örugglega mjög jákvæða þó að í einhverjum tilfellum megi heyra efasemdarraddir. Skólinn átti á upphafsárum við þó nokkra for- dóma að stríða, fréttir af afbrotum, innbrotum í „draugablokkir“ og fleira sem telst neikvætt, rataði í fréttaskot síðdegisblaðanna, ekki ósjaldan frá fréttaskotum þeirra sem gátu unnið sér inn smá skild- ing fyrir viðvikið. Það gekk svo langt að orðið Rimlahverfi var haft um þetta nýjasta hverfi borgarinn- ar sem byggðist hratt upp ekki síst í kringum félagsíbúðir borgar- innar. Á þessum tíma kallaði ég til mín til borgarstjóra og fulltrúa lög- reglunnar og foreldrafélagsins,“ segir Helgi. Í framhaldinu fór borgin að fjárfesta í íbúðum til félags- legarar útleigu víðsvegar um borgina, ekki einungis í nýjum hverfum, og lögreglan að fylgjast betur með hverfinu síðdegis og á kvöldin. „Allt var þetta gert í góðri samvinnu,“ segir Helgi. „Skólinn kom þarna sterkur inn, nemendur fóru að sýna sig og sanna í grunnskólakeppnum, einkum í íþróttum og ræðu- mennsku en þar fóru nemendur skólans mikinn og komust í úrslit ár eftir ár þar til keppnin var lögð niður árið 2001 þegar Rimaskóli sigraði í annað sinn. Framhaldið þekkja síðan fleiri, ótrúlegur ár- angur í skákinni, Stóru upplestr- arkeppninni og öllum víðavangs- hlaupum,“ segir hann. Í haust unnu nemendur 10. bekkjar það afrek að vinna grunnskólamótið í knattspyrnu, bæði í drengja-og stúlknaflokki. „Krakkarnir í Rimaskóla eru mjög stoltir af skólanum sínum, kennurum og starfsfólki. Einkunn- arorð Rimaskóla frá stofnun hafa verið: Regla – metnaður – sköpun. Með þessi orð að leiðarljósi höfum við komið á fót áhugaverðum skólaverkefnum sem í sex skipti hafa fengið Hvatningarverðlaun skóla-og frístundasviðs Reykja- víkurborgar sem afhent eru fyrir fyrirmynd í nýbreytni og þróunar- starfi.“ Mikil umræða hefur verið um skóla án aðgreiningar og hafa kennarar og foreldrar gagnrýnt yf- irvöld fyrir að stefnunni fylgi ekki nægilegt fjármagn og fyrir vikið sé ekki hægt að framfylgja henni í skólum svo vel megi vera. En hvernig snýr þetta að skólastjór- anum? „Skóli án aðgreiningar er nokkuð sem Bandaríkjamenn hafa þróað lengst og náð þar mestum árangri. Fyrir nokkrum árum yfir- færðum við Reykvíkingar skóla án aðgreiningar nokkuð óbreytt yfir á íslenskt samfélag og náðum ekki alveg að hitta í mark. Til þess hefði skólinn þurft talsvert meira fjármagn og að fá að móta stefnuna hægar og markvissar,“ segir Helgi. „Þörf á stuðningi við námið er meiri hér á Íslandi en í Ameríku, og fleiri nemendur fá stuðning í skólanum. Aðstæðurnar ólíkar, fleiri foreldrar eru heimavinnandi í Bandaríknunum og alsiða að foreldrar taki þátt í skólastarfinu sem sjálfboðaliðar. Ábyggilega er meira frjálsræði í íslenskum skól- um og það á ekkert endilega skylt við agaleysi. Frjálsræðið er skap- andi og hvetjandi og gerir börnin hamingjusamari, ef því fylgir gott uppeldi. Einstaklingsmiðað nám og skóli fyrir alla eru metnaðarfull markmið og hugtök sem íslenskir skólar fóru af stað með að fyrir- mynd erlendis frá. Í allt of mörgum tilfellum hafa markmið og lausnir beðið skip- brot og úrræðaleysið aukist.“ Náum ekki að sinna öllum Erum við að bregðast þessum krökkum? „Já, við erum að bregðast þessum krökkum. Bæði vegna þess að við náum ekki að sinna öllum sem aðstoð þurfa. Skóli fyrir alla hentar alls ekki öllum. Tveir sérskólar fyrir alla Reykjavík dugir hvergi. Á Íslandi er skólaskylda og því verða grunnskólarnir í öllum tilfellum að redda þeim vandamálunum sem að skólunum steðja. Biðin eftir ráðgjöf, innlögn eða sérskólaplássi er undantekningarlaust áralöng.“ Eru krakkar hérna í Rimaskóla sem ættu betur heima í öðrum úrræðum? „Já, ekki spurn- ing. Í sérskólum eins og Brúarskóla og Kletta- skóla. Tilfellum greininga ADHD, einhverfu og Asperger fjölgar og kostnaður við aðstoð þess- ara nemenda dugar ekki þrátt fyrir að einhverju fjármagni hafi verið bætt við sérkennsluúrræði skólanna. Þessar greiningar heyrði maður ekki nefndar fyrir rúmum tuttugu árum þegar ég var sjálfur að kenna fjölmennum bekkjum.“ Hverju myndirðu vilja breyta, hver væri þín óskastaða sem skólastjóri? „Ég myndi vilja bjóða upp á fjölbreyttara nám þar sem list og verkgreinar öðluðust viðameiri sess. Ég vil leita lausna á áberandi áhugaleysi drengja á námi og bóklestri. Metnað þeirra þarf að auka því ný aðalnámskrá gerir ráð fyrir að nem- endur taki fyrr ábyrgð á námi sínu og framtíð en áður. Fyrir stúlkurnar þurfum við til dæmis að bæta aðstæður til leikja á skólalóðum þar sem þær virðast vera útundan og komast ekki að á boltavöllum sem flestir leikvellir byggjast á. Ég hefði heldur ekki á móti því að yfirvöld sýndu einstaklingum og félagasamtökum meiri hvatningu til að reka einkaskóla á höfuðborgar- svæðinu. Sjálfur hefði ég alveg getað hugsað mér að starfrækja lítinn einkaskóla og bjóða þar upp á til að mynda skák og listgreinar sem áherslugreinar. Húsnæði ætti að vera til staðar í framhaldi af sameiningu grunnskóla.“ Hversu þröngur stakkur er skólastjórnend- um búinn aðferðafræðilega? Er aðalnámskráin nógu sveigjanleg svo hægt sé að gera tilraunir, til að mynda með verknám? „Við eigum að grípa tækifærin sem gefast að verkefnum sem snúa meira að listgreinum og íþróttum. Kasta þá frá okkur kennsluáætluninni. Leyndir hæfileikar nemenda birtast ekki ósjaldan í kringum þessi verkefni. Ný aðalnámskrá opnar möguleika á sveigjanlegra skólastarfi. Gleðilegustu og eftir- minnilegustu stundir skólastarfsins eru alltaf í kringum viðburðina sem tengjast náminu óbeint.“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is viðtal 25 Helgin 14.-16. desember 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.