Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.10.2012, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 19.10.2012, Blaðsíða 4
OYSTER PERPETUAL SUBMARINER DATE Michelsen_255x50_J_0612.indd 1 14.06.12 16:56 Ríkið borgar 42 krónur með hverjum mjólkurlítra sem kúabændur framleiða, samkvæmt nýjum mjólkursamningi. Alls greiðir ríkið um 5,3 millj- arða til bænda vegna mjólkurframleiðslu árlega. Í landinu eru um 26 þúsund mjólkurkýr og nemur stuðningurinn því rúmum 200 þúsund krónum á hverja kú. Til viðbótar við þær 42 krónur sem bændur fá fyrir hvern mjólkurlítra greiðir afurðastöð bænda þeim 78 krónur á lítrann. Samtals fá bændur því 120 krónur fyrir hvern mjólkurlítra sem fram- leiddur er. Það er sama upphæð og neytandi kaupir mjólkurlítrann á út úr búð. Hver kýr mjólkar að meðaltali rúma 5 þúsund lítra á ári. Til samanburðar má nefna að kostnaður ríkis- ins vegna hvers nemanda í Háskóla Íslands er um 800 þúsund krónur, sem nemur því niðurgreiðslu með tæplega fjórum kúm. Framhaldsskólanemar kosta ríkið eilítið meira en háskólanemar og fær hver og einn tæplega fimm- faldan kýrstyrk frá ríkinu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  Stjórnmál nýr mjólkurSamningur Háskólanemi á við fjórar kýr Framhaldsskóla- nemi kostar ríkið álíka mikið og fimm kýr  HeilbrigðiSmál langir biðliStar eftir einHverfugreiningu Alvarlegt að börn bíði í tvö ár eftir greiningu Börn fá ekki þjónustu við hæfi í grunnskólum á meðan þau bíða í allt að tvö ár eftir einhverf- ugreiningu. Það getur haft alvarlegar afleiðingar og er ekki siðferðislega verjandi, að sögn sviðs- stjóra á Greiningarstöð. b ið eftir einhverfugreiningu barna er allt að tvö ár og á meðan á biðinni stendur fá börn ekki þjónustu við hæfi í skólum, að sögn dr. Evald Sæmundsen, sviðsstjóra á einhverfusviði Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. „Það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir börnin og höfum við af því reynslu að hegðun og líðan barna geti versnað meðan beðið er eftir þjónustu okkar. Lífsgæði þeirra versna og þátttaka í daglegu lífi með jafnöldrum fer minnkandi,“ segir Evald. „Það er ekki siðferðislega verjandi að kerfið gefi til kynna að börn komist að með vandamál af þessu tagi en þurfi síðan að bíða í 2-3 ár,“ segir hann. Staðan er ögn skárri hjá börnum á leikskólaaldri enda njóta þau forgangs um greiningar, að sögn Evalds, og er biðtími hjá þeim 8-12 mánuðir. Mismun- andi er eftir sveitarfélögum og leikskólum hvort börnin fá þjónustu við hæfi strax og grunur um einhverfu vaknar. „Börn í grunnskóla fá yfirleitt enga sértæka þjónustu fyrr en pappírar með greiningu eru tilbúnir. Mörg sveitarfélög taka ekki einu sinni mark á sínum eigin sérfræðingum þó svo að reynsla okkar sýni að frum- greiningar sérfræðinga á skólaskrifstofum séu oft rétt- ar. Það er barninu í hag að strax og þörfin vaknar sé farið að vinna með það og það látið njóta vafans en ekki bíða þangað til greining er komin,“ segir Evald. Hann segir að Greiningarstöð hafi reynt að bregðast við þessu með því að gefa út bréf áður en barnið komi til athugunar, þar sem tekið er undir það sem fram kemur í tilvísun svo barnið fái sem fyrst þjónustu við hæfi. Það hafi þó ekki skilað tilætluðum árangri. Ástæðan fyrir biðlistum er, að sögn Evalds, fyrst og fremst fjársvelti. Nífalt fleiri greinast með einhverfu en fyrir rúmum áratug. Alls eru um 1300 einstaklingar skráðir með einhverf- urófsröskun hjá Greiningarstöð. „Börnum á grunnskólaaldri með mögulega einhverfurófsröskun hefur í auknum mæli verið vísað frá, sérstaklega ef þau eru ekki með þroskaskerðingu af öðru tagi til viðbótar við einhverfu,“ segir Evald. Margir snúa sér til BUGL, Barna- og unglingageðdeildar, en þar er biðtíminn lengri ef eitthvað er. Ásta Kristín Jónsdóttir hefur beðið í átta mánuði eftir forgreiningu á BUGL vegna gruns um ein- hverfu 11 ára sonar síns. Hann er greindur með ADHD en hefur samt sem áður ekki fengið þjónustu við hæfi í skóla. Á meðan hann bíður fær hann ekki aukna þjónustu. „Ég hef fyrst og fremst óskað eftir frekari greiningum á honum til þess að tryggja að hann fái þjónustu við hæfi. Sú þjónustu sem er í boði við ADHD börn nægir honum ekki. Auðvitað á þjónustan ekki að miðast við greininguna heldur þarfir barnsins,“ segir Ásta. „Skóli án aðgreiningar á erfitt með að þjón- usta hann svo vel megi vera og sér ástæðu til að einangra hann, því vil ég fá á hreint hvort um frekari greiningar er að ræða því það er ekki verið að mæta honum á réttum forsendum,“ segir Ásta. Hún segist vænta þess að þurfa að bíða í þrjú ár til viðbótar til að fá fullnaðargreiningu á son sinn. „Það er langur tími í þroskaferli barns. Það er alltaf verið að tala um að snemmtæk íhlutun skipti höfuðmáli. Ef hann væri með hjartagalla hefði svo sannarlega verið búið að grípa inn fyrir löngu. Það er ekki sama hvort um er að ræða líkamlega eða andlega sjúk- dóma, þegar kemur að afgreiðslu í kerfinu,“ segir Ásta. „Það þarf að endurskoða þjónustukerfið í heild sinni,“ segir Evald. „Það er ekki nóg að bæta þjónustu í einum þætti þess, Greiningar- stöðvarinnar til að mynda, heldur verður að endurhugsa þetta allt upp á nýtt, allt frá fyrsta stigi þjónustunnar hjá heilsugæslu og sveitarfélögunum,“ segir hann. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Ásta Kristín Jónsdóttir hefur beðið í átta mánuði eftir forgreiningu á BUGL vegna gruns um einhverfu 11 ára sonar. Ljósmynd/Hari Börnum versnar mikið á biðlista, jafnt hvað varðar líðan og hegðun. veður föStudagur laugardagur Sunnudagur SuðAuStlæg Átt með SKúrum við S-StrönD- inA, en bJArtviðri fyrir norðAn. HöfuðborgArSvæðið: SuðauStlæg átt, Skýjað með köflum en yfirleitt Þurrt. fremur milt. Hæg AuStlæg eðA breytileg Átt og HÁSKýJA- HulA líKlegA yfir lAnDinu, en bJArtviðri. HöfuðborgArSvæðið : auStlæg átt og Skýjað með köflum, kólnandi. Hæg breytileg Átt og bJArtviðri um Allt lAnD. HöfuðborgArSvæðið: Hæg Breytileg átt og Bjartviðri. fallegt haustveður fram undan yfir helgina má búast við hæglætis veðri, stöku skúrum sunnan- og austanlands en bjartviðri um landið norðan- og vestanvert. Hitatölurnar verða áfram í lægri kantinum og það má búast við næturfrosti víða um land og vægu frost yfir daginn inn til landsins norðaustantil. 3 1 1 3 4 4 3 3 4 5 3 2 3 3 4 elín björk Jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is 4 fréttir Helgin 19.-21. október 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.