Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.10.2012, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 19.10.2012, Blaðsíða 50
50 bílar Helgin 19.-21. október 2012  Dacia Duster Nýr rúmeNskur sportjeppi Ódýr en traustur jeppi frá Rúmeníu Reykjavík Grjóthálsi 10 Sími 590 6940 Reykjavík Skeifunni 5 Sími 590 6930 Hafnarfjörður Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900 Kópavogur Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935 Reykjanesbær Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970 www.adalskodun.is Við erum með órar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á þeim öllum. HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG! Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 18 ár H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 2 -1 9 6 2 HJÁ AÐALSKOÐUN ER BÍLLINN Í GÓÐUM HÖNDUM HVAR HENTAR ÞÉR AÐ LÁTA SKOÐA? 20% MINNI bensíneyðsla á 90 en á 110 km hraða. Arion banki býður nú kaupleigu og bílalán til að fjármagna bílakaup. Viðskiptavinir í Vildarþjónustu njóta hagstæðra kjara og geta sparað sér töluverða fjármuni. ÁRSAÐILD AÐ FÍB FYLGIR ÖLLUM SAMNINGUM Á arionbanki.is finnur þú reiknivél sem sýnir með einföldum hætti muninn á þeim valkostum sem í boði eru. HAGKVÆM BÍLAFJÁRMÖGNUN e kki endilega allt sem þú vilt – allt sem þú þarft. Þannig auglýsir BL nýjan sportjeppa, hinn rúmenska Dacia Duster sem senn verður sjáanlegur í ís- lenskri vetrarfærð. Bíllinn, sem er fjórhjóla- drifinn með 1,5 lítra dísilvél, verður tilbúinn til afhendingar í lok þessa mánaðar. Dacia bílarnir eru samstarfsverkefni Nissan/ Renault samsteypunnar. BL, Sævarhöfða 2, er umboðsaðili. Þar verða bílarnir seldir og þjónustaðir en þeir verða með þriggja ára ábyrgð eða að 100 þúsund kílómetra akstri. Verð á rúmenska sportjeppanum verður 3.990 þúsund krónur og meðaleyðsla er sögð vera 5,3 lítrar á hundraðið. Á síðu BL segir meðal annars: „Á þeim lið- lega sjö árum sem Dacia hefur verið til sölu hefur framganga Dacia merkisins verið ein samfelld sigurganga. Á árinu 2012 keyptu meira en 350.000 viðskiptavinir nýjan Dacia í 35 löndum um heim allan. Í Frakk- landi varð Dacia fimmti söluhæsti bíllinn árið 2011 og í júlí 2012 var Dacia Duster í sjöunda sæti yfir mest seldu bíla til einstak- linga í Þýskalandi. Dacia er einnig söluhæst- ur í löndum eins og Rúmeníu og Marokkó. Lykillinn að árangrinum er einfaldur: rúmgóður og áreiðanlegur bíll á mjög góðu verði. En hvernig er hægt að bjóða svona veglegan bíl á svona hagstæðu verði? Jú með því láta einskis ófreistað við að einfalda hönnun og framleiðslukostnað eins mikið og hægt er. Þrátt fyrir ólíkar langanir og óskir gerum við svipaðar grunnkröfur til bíla og það er einfaldlega haft að leiðarljósi við hönnun Dacia. Við smíði Dacia Duster er auk þess notast við íhluti sem hafa verið reyndir í öðr- um bílum sem Nissan/Renault samsteypan framleiðir og reynst hafa vel auk þess sem reynt er að lágmarka tæknibúnað við það sem talið getur nauðsynlegt að bjóða. Dacia bílar eru sem sagt einfaldir að allri gerð og hagkvæmir í rekstri og af þeim sökum völdu þýskir bíleigendur Dacia næst vinsælasta framleiðandann á eftir Audi og á undan Mercedes-Benz í könnun J.D. Power Customer Satisfaction fyrir árið 2010.“ Verðið, tæplega fjórar milljónir króna fyrir dísilknúinn jeppling, er óneitanlega hagstætt. Á síðu umboðsins eru leidd rök að því af hverju bíllinn kostar ekki meira. Þar segir: „Dacia Duster er framleiddur í Rúmeníu í samstarfi á milli Renault/Nissan samsteypunnar og rúmönsku bílaverk- smiðjunnar Pitesti Romania. Í Dacia Duster eru eingöngu notaðir einfaldir hlutir sem hafa verið prófaðir í öðrum bílum sem fram- leiddir eru á vegum samsteypunnar og reynst hafa vel. Við val á tæknilausnum í bíla sem framleiddir eru undir merkjum Dacia á það sama við, ekki gengið lengra en svo að hægt sé að mæta kröfum kaupenda um hagkvæmni og tekið mið af að í bílunum sé það sem þú þarft en ekki endilega allt sem þú vilt.“ Um reynsluna af Dacia Duster segir á síðu umboðsins: „Við smíði Dacia bíla er notast við þekktar aðferðir og íhluti úr öðrum bílum samsteypunnar sem eru einfaldir, reyndir og traustir. Því má segja að Dacia bílar séu einfaldlega traustir og standist því fyllilega væntingar kaupenda. Þetta er meðal annars ástæðan fyrir því að Dacia fylgdi fast á hæla Mercedes-Benz í öðru sæti í ánægjukönnun J.D. Power 2010 í Þýska- landi.“ Fram kemur að þessi rúmenski sportjeppi hafi náð skjótum vinsældum í Evrópu, t.a.m. í Þýskalandi og í Frakklandi. Nýr dísilknúinn fjórhjóladrifsbíll býðst senn hérlendis á hagstæðu verði. Dacia er samstarfsverkefni Nissan/Renault samsteypunnar og smíðaður í Rúmeníu. Allt sem þarf í innra rými Dacia Duster. Dacia Duster, rúmenskur sportjeppi með dísilvél sem senn verður í boði hér á landi. Bíllinn er smíðaður af Nissan/Renault samsteypunni í Pitesti Romania bílaverk- smiðjunum Rúmeníu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.