Fréttatíminn - 19.10.2012, Blaðsíða 42
42 jólahlaðborð Helgin 19.-21. október 2012
Helgi Björnsson sinnir jólaskyldunni
Jólahlaðborð
2012
Grand
með helGa bJörns
Jólasveifla
oG Jólahlaðborð
með bJarna ara
Grand hótel reykjavík / sigtún 38, 105 reykjavík / sími: 514 8000 / www.grand.is
Pantaðu núna
í síma: 514 8000 eða á jolahladbord@grand.is
Jólahlaðborðið hefst
16. nóvember.
Verð f rá
5 .800 t i l 9 .600 krónur
Fjölbreytnin ræður ríkjum þegar Helgi Björns treður upp á jólahlaðborð-
inu á Grand Hótel og á milli jólalaga kallar Helgi fram svipaða stemningu
og Frank Sinatra og félagar gerðu yfir borðum í Las Vegas.
Býður upp á bland í
poka að loknu hlaðborði
Söngvarinn Helgi Björnsson tekur aðventuna með trompi þetta árið og ætlar að skemmta
jólahlaðborðsgestum á Grand Hótel með söng og fjölbreyttu lagavali fram að jólum. Hann hefur
léttleikandi djasstríó sér til fulltingis og lofar söddum gestum notalegri söngskemmtun.
j ólahlaðborðið er fastur liður hjá Grand Hótel og þetta árið ætlar Helgi Björnsson að standa vaktina allar helgar fram að jólum og skemmta matargestum með fjölbreyttu lagavali úr ýmsum áttum. Helgi segist
alls ekki líta á tíma jólahlaðborðanna sem vertíð. Hann hafi þó vissulega áður
skemmt á hlaðborðum og er þar fyrir utan alltaf „syngjandi sæll og glaður“ og
ætlar að skila þeirri tilfinningu ómengaðri inn á Grand Hótel.
„Ég ætla nú ekki að syngja yfir borðhaldinu sjálfu
og kem fram eftir að fólkið er búið að fá sér að borða af
jólahlaðborðinu,“ segir Helgi. „Þetta er klukkutíma tón-
leikaskemmtun eða svo þar sem við bjóðum upp á bland í
poka. Við erum ekki einungis með jólalög en auðvitað eru
þau nokkur til þess að sinna þeirri skyldu. Síðan eru þetta lög
héðan og þaðan. Íslenskar dægurperlur og eitthvað af því sem ég hef verið
að syngja undanfarið. Svo ætlum við kannski að blanda einhverjum útlendum
lögum saman við þetta til þess fá smá „Rat Pack-fíling“ í þetta.“
Djasstríóið sem Helgi hefur með sér er ekki af verri endanum. Kjartan
Valdimarsson leikur á flygil, Valdimar Kolbeinn á kontrabassa og Einar Valur
Scheving á trommur. „Þetta eru mjög flottir spilarar.“ Helgi segir skemmti-
lega stemningu skapast þegar boðið er upp á tónleika í kjölfar borðhalds. „Það
má eiginlega segja að þetta sé tónleikaskemmtun og þetta er voða gaman.
Kannski dálítið öðruvísi en maður er vanur og það er einhver kvöldverðar Las
Vegas-fílingur í þessu. Fólk er búið að borða en situr áfram við borðin, satt og
sælt, og fær sér svona eins og einn koníak. Mér finnst þetta skemmtilegt form.
Í það minnsta eins og við höfum verið að gera þetta.“
Helgi og félagar ríða á vaðið föstudaginn 16. nóvember og verða síðan öll
föstudags- og laugardagskvöld fram að jólum. „Við verðum þarna allar helgar
og mér skilst nú að það sé eiginlega að verða uppselt þannig að það er meira
að segja búið að bæta einhverjum fimmtudögum inn í þetta.“
Við erum
ekki einungis
með jólalög
en auðvit
að eru þau
nokkur til
þess að sinna
þeirri skyldu.