Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.10.2012, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 19.10.2012, Blaðsíða 18
Hver er réttur barnanna? Að kúldrast eins og hundur á gólfi Kona ein, mjög nákomin mér, ólst upp við erfiðar aðstæður vegna alkóhól­isma föður síns. Hið sama á við um sex þúsund börn á Íslandi. Á meðan á drykkju­ túrum föðurins stóð þurfti stúlkan ósjaldan að flýja heimilið með móður sinni og systkinum og „kúldrast eins og hundur á gólfi hingað og þangað,“ eins og móðir hennar orðaði það, á meðan virki alkóhólistinn lagði undir sig heimilið með drykkjufélögum sínum. Þegar hún var 14 ára hringdi hún eitt sinn á sýslumann umdæmisins og krafðist þess að faðir hennar yrði fjarlægður af heimilinu svo hún og móðirin og systkinin gætu snúið heim. Ekki var hægt að verða við því svo áfram kúldruðust þau eins og hundur á gólfi. Börn alkóhólista taka oft á sig ábyrgð langt umfram getu og aldur. Þessi stúlka var buguð af verndar­ tilfinningu gagnvart móður sinni og gerði allt sem í hennar valdi stóð til að vernda hana gagnvart alkóhólistanum, stóð jafnvel uppi í hárinu á honum sem endaði oftar en ekki með ofbeldi. Hún þjáðist af stöðugum kvíða og þótti erfitt að sofna á kvöldin því hún vissi ekki hvernig nóttin yrði. Hún var hrædd við að koma heim til sín á kvöldin eða jafnvel eftir skóla, því hún gat búist við hinu versta. Ósjaldan forðaðist hún að fara heim til sín en var þá plöguð af samviskubiti yfir því að vita af mömmu sinni og yngri bræðrum heima og pabba sínum fullum. „Þegar ég hugsa til baka þá kemur alltaf fyrst í huga hvað ég þekkti margt gott fólk þegar ég var vaxa upp,“ segir hún. „Hvað ég var heppin að eiga ömmur mínar og afa minn, frændur og frænkur sem ég gat alltaf flúið til, fengið að sofa og borða og verið þar eins og ég ætti heima þar.“ „Í huga minn kemur einnig hvað ég saknaði þess oft að eiga ekki venjulega fjölskyldu, hvað ég saknaði þess oft að eiga ekki venjulegan pabba. Ég var alveg viss um það í þá daga að pabbi sem hagaði sér svona gæti ekki elskað börnin sín.“ Konan er fullorðin í dag. Hún segist bera mikla virðingu fyrir Kvenna athvarfinu en vildi óska að það þyrfti ekki að vera til. „Hver er réttur barnanna?“ spyr hún. „Á árinu 2012 ætti ekkert barn að búa við öryggisleysi, ótta og hjálparleysi vegna óreglu foreldra,“ segir hún. „Það er með ólíkindum að enn í dag eru það börnin og maki alkóhólistans sem þurfa að yfirgefa heimili sitt þegar alkinn gengur af göfl­ unum,“ segir hún. Nú stendur yfir átak á vegum SÁÁ undir yfir­ skriftinni Betra líf. Markmiðið er að fá stjórn­ völd til að verja 10 prósentum áfengisgjaldsins í úrræði fyrir þolendur áfengis­ og vímuefna­ vandans, þar á meðal úrræði fyrir börn alkóhól­ ista. „Það er skylda samfélagsins að viðurkenna tilvist þessara barna og vanda þeirra,“ segir í tillögu SÁÁ, „viðurkenna að það er hægt að þróa úrræði til að bæta líf [barnanna] – það er skylda samfélagsins að veita þessum börnum okkar bestu mögulegu hjálp.“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjónarhóll Sætar franskar frá McCain Sætu kartöflurnar frá McCain eru ómótstæðilega bragðgóðar og ríkar af A-vítamíni. Þú skellir þeim í ofninn og áður en þú veist af ertu komin(n) með girnilegt og gómsætt meðlæti. Prófaðu núna! Bolli er ekki bara bolli og rétta útlitið getur breytt öllu. Smekkur manna er mismunandi og bollarnir frá Kahla eru misstórir, mislitir og fjölbreyttir í laginu svo flestir geta fundið þann rétta fyrir sig. Spáðu í bollana hjá Kokku, í verslun okkar eða á kokka.is JÓ N S S O N & L E ’M A C K S • j l. is • S ÍA Bollaleggingar Helgin 19.-21. október 201218 viðhorf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.