Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.10.2012, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 19.10.2012, Blaðsíða 20
20 fréttir vikunnar Helgin 19.-21. október 2012 A uglýsingaherferðin „Bell bajao“ eða „Hringdu bjöllunni“ sem gerð var á Indlandi fyrir nokkrum árum vakti at- hygli heimsbyggðarinnar. Skilaboðin til fólks voru að láta heimilisofbeldi ekki afskiptalaust. Við sáum allskonar fólk í allskonar aðstæðum sem heyrði að í nærliggjandi húsi var karl að berja konuna sína. Fólkið brást við með því að hringja dyrabjöllunni og bera upp eitthvert erindi. Til dæmis hvort það gæti fengið lánaða mjólk eða sykur. Bara til að brjóta upp munstr- ið, koma karlinum í opna skjöldu, koma því á framfæri að það heyrist til þín. Við erum hérna, við vitum hvað þú ert að gera. Hringdu í þjálfarann Í liðinni viku birtist dómur yfir ofbeldismann- inum Mark Doninger. Hann barði kærustuna sína. Tvisvar. Kýldi hana í andlitið, henti henni í götuna, dró hana á hárinu, hélt fyrir vit henn- ar, sló hana og skallaði hana í andlitið. Í síðara tilvikinu heyrðu fjórir fullorðnir karlmenn hvað gekk á. Fjórir fullvaxnir íþróttamenn. Þeir unnu það stórkostlega afrek, þá miklu hetjudáð, að hringja í þjálfarann sinn. Þegar ég var 13 eða 14 ára passaði ég árs gam- alt barn fyrir ókunnuga konu eitt kvöld. Hún var að fara á tónleika. Þegar hún kom heim var hún svo drukkin að hún gat ekki staðið. Hún vakti barnið sem ég hafði haft þónokkuð fyrir að svæfa. Tók það í fangið og datt í gólfið. Ég greip hana, lagði barnið aftur í rúmið og Vikan í tölum 240 lög voru send inn í Söngvakeppni Sjón-varpsins þetta árið. Þau hafa aldrei verið fleiri. Við höfum ekki leyfi til að umbera ofbeldi V i ð H o r f H i l d a r l i l l i e n d a H l Atvinnuleysi fimm prósent Atvinnuleysi var fimm prósent í síðasta mánuði samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar. Í september í fyrra var atvinnuleysi 6% og 7,7% árið 2010. ASÍ spáir hóflegum hagvexti Alþýðusambandið spáir aukinni fjárfestingu og hóflegum hagvexti næstu þrjú árin. Sambandið óttast að verðbólga verði of mikil, gengið veikt og að hægt gangi að vinna á atvinnuleysi. Leigir Grímsstaði fyrir 735 milljónir Fram kemur í kínverskum fjölmiðlum að leigusamningur Huangs Nubos um Grímsstaði á Fjöllum sé metinn á sex milljónir dollara eða rúmlega 735 milljónir íslenskra króna. Biðlaun vegna ráðherraskipta Biðlaunakostnaður vegna ráð- herraskipta nemur rúmum níu milljónum króna og launatengd gjöld eru rúmlega tvær milljónir króna. Árlega sparast um 28 milljónir króna í launakostnaði vegna fækkunar ráðherra úr 12 í 8. Ýmishúsið verður moska Menningarsetur múslima á Íslandi hefur fengið Ýmishúsið við Skógarhlíð í Reykjavík afhent. Til stendur að opna þar mosku. Fækka þarf nemendum Fjöl- brautaskóla Suðurnesja Fækka þarf nemendum við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja um hátt í fimmtung, að mati skólameistara. Hann segir að auk 200 nemenda þurfi að skera niður 12-14 stöðugildi. Áfram stelpur Stelpurnar í Gerplu voru í landsliði Íslands sem varð Evrópumeistari í hópfimleikum kvenna árið 2010. Nú eru þær aftur á leiðinni út fyrir hönd Íslands og ætla að leggja allt í sölurnar við að verja titilinn dagana 19.–21. október næstkomandi. Weetos styrkir stelpurnar okkar þar sem 10 kr. af hverjum seldum pakka til 5. nóvember renna beint til þeirra. Styðjum stelpurnar okkar! PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 2 2 76 0 „Ég hringdi ekki á lögregluna og ég skammast mín ennþá„ Knattspyrnumaðurinn mark doninger var á dögunum dæmdur fyrir að lemja kærustuna sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.