Fréttatíminn - 19.10.2012, Blaðsíða 49
Heilsudrykkir Hildar
Náttúrulegt fagnaðarefni fyrir frumurnar!
Sulforaphane, sérvirka efnið úr brokkolí, kann að
vera lykillinn að heimsins áhrifaríkustu vörn gegn
hrörnun fruma og ótímabærri öldrun.
Cognicore byggir á sulforaphane úr lífrænt ræktuðum
brokkolí spírum sem virkar eins og kveikjuþráður á
innbyggt varnarkerfi líkamans
Hjálpar líkamanum að auka framleiðslu eigin andoxunar-
efna sem er margfalt áhrifaríkara en nokkur andoxunarefni
í fæðunni!
Stuðlar að sleitulausri vernd, styrkingu og endurnýjun
fruma
Brokkolítöflurnar - Cognicore® Daily
Tvær á dag!
Fyrir margþætt heilsusamleg áhrif á líkamann og unglegra útlit!
Fást í helstu
heilsubúðum og apótekum
www.brokkoli.isFæst í apótekum, heilsubúðum
og stórmörkuðum
www.gengurvel.is
BELLAVISTA náttúrulegt
efni fyrir augun, ríkt af
lúteini og bláberjum
AUGNÞURRKUR
Helgin 19.-21. október 2012
Ungfrú detox
Sítrónur eru algjör ofurfæða. Þær eru
stútfullar af C-vítamíni auk þess sem
þær innihalda A vítamín, bioflavanoída,
níacín og thiamín. Sítrónur innihalda meira
kalíum en epli og vínber.
Sítrónur geta hjálpað til við allskonar
vandamál en þrátt fyrir að vera súr ávöxtur
gera þær líkamann basískan og eru því
til dæmis mjög hollar fyrir meltingar-
færin, magann og blóðið. Þær eru einnig
bakteríudrepandi og brennsluaukandi en
C-vítamínið eykur framleiðslu líkamans
á karnitíni sem er aminósýra sem eykur
fitubrennslu.
Sítrónur eiga jafnframt að geta komið
í veg fyrir gallsteinamyndun. Flestir gall-
steinar myndast vegna þess að of mikið
af kólesteróli safnast upp í líkamanum
þannig að lifrin og gallblaðran ráða ekki
við það. Þær eiga einnig að koma í veg fyrir
þvagfærasýkingar, háan blóðþrýsting,
æðahnúta, hóstaköst, exem, vöðvabólgu,
hægðatregðu og marga aðra kvilla.
Innihald:
1 sítróna
1 appelsína
80 gr frosinn mangó (2 dl)
1 banani
1 tsk akasíu hungang eða önnur sæta t.d. 2
döðlur eða agave.
örlítið af cayenne pipar
örlítið af rifnu fersku engifer
Grænt te, til dæmis extraxt duft í 1 gr.
pokum en það er líka hægt að sjóða vatn,
setja tepoka í og kæla síðan.
Vatn eftir þörfum, alls ekki ískalt.
Allt sett saman í blandarann og blandað
vel.
Næringarinnihald:
267 Kcal, 4 gr prótein, 68 gr kolvetni, 0,96
gr fita
facebook.com/Heilsudrykkir