Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.10.2012, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 19.10.2012, Blaðsíða 44
44 jólahlaðborð Helgin 19.-21. október 2012  Jólahlaðborð fyrir alla fJölskylduna í haukadal Fitul’til og pr—teinr’k . . . … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Lyktin af kanil og negul er ómissandi þáttur af jólaundirbúningnum og ekki er bragðið síðra. Jólaglöggið gefur indælan ilm um húsið og hlýjar á köldum vetrardögum en ekki vilja allir finna á sér við piparkökugerðina. Lausnin er því óáfengt jólaglögg sem gleður jafnt börn sem fullorðna. Fyrir 2-3 innihald 1/2 l hreinn trönuberjasafi (enska: cranberry juice) 1/2 l hreinn eplasafi 2 kanilstangir 4 negulnaglar 2 msk agavesíróp (eða meira fyrir sætara bragð) Safi úr 1/2 sítrónu 1 lófafylli heilar möndlur 1 lófafylli rúsínur aðferð Sjóðið allt nema sítrónusafann í potti í um 5-10 mínútur við vægan hita. Takið þá negulnaglana og kanelstang- irnar úr og setið safann af sítrónunni, rúsínurnar og möndlurnar útí. Berið fram í háum og mjóum bollum. Óáfengt jólaglögg  Jólin nálgast ómissandi í aðdraganda Jóla Jólahlaðborð í réttri hæð fyrir börn Á hótel Geysi í Haukadal er boðið upp á jólahlaðborð fyrir alla fjölskylduna. Þar safnast saman jólasveinar og diskóstjörnur sem í bland sjá um að skemmta börnum og fullorðnum ýmist yfir varðeldi og jólatrjáhöggi eða hlaðborði, sem er í barnahæð, dans og söngvaskemmtun. Einn eigenda segir upplifunina einstaka og að fólk komi þangað ár eftir ár. Í Haukadalsskógi er boðið upp á fjölskylduævintýri í litlum kofa á vegum Hótel Geysis. Þar er boðið upp á heitt kakó á varðeldi og tröllapönnukökur. „Þarna myndast gríðarlega jólaleg stemning og börnunum er svo boðið í fjórhjólaferð með jólasveinum sem börnin upp- lifa að eigi þarna heima,“ segir Elín Svafa Thoroddsen, en hún er einn eigenda hótelsins. „Einnig býðst fjöl- skyldunni svo að kaupa sér jólatré í skóginum af skógræktinni og þau fær fjölskyldan að höggva sjálf, sem er heilmikið sport.“ Jólahlaðborðið sjálft er haldið í veitingasalnum á hótelinu og þar er jólamatur í boði en athygli vekur að börnin fá hlaðborðið í barnahæð. „Það gerum við svo að börnin geti fengið sér sjálf á diskinn og upplifunin sé algjörlega á þeirra forsendum.“ Að borðhaldinu loknu er balli slegið upp þar sem Jón nokkur diskó spilar jólalög í bland við hressa slagara. „Hann heldur algjörlega uppi jólastemningunni og fólk dansar langt fram eftir öllu, ungir sem aldnir. Einnig koma svo skemmtikraftar, jólasveinar með pakka og það er alltaf mikið um söng og gleði.“ Elín Svafa segir að fjölskylduhlaðborðið njóti vaxandi vinsælda og dæmi séu um að sama fólkið komi ár eftir ár. „Þetta er bara svo ein- stök upplifun með fjölskyldunni í friði og ró í aðdraganda jóla.“ Alltaf mikið um söng og gleði í Haukadal í aðdrag- anda jóla. Börn sem fullorðnir skemmta sér konunglega við söng og dans í Haukadal. Jólasveinn hitar súkkul- aði á varðeldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.