Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.10.2012, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 19.10.2012, Blaðsíða 40
40 jólahlaðborð Helgin 19.-21. október 2012 jól ak veðja þÖKKUM FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR HÓTEL GEYSIR haukadal 1 flaska rauðvín 6 cl. gin 5 negulnaglar 2 mildar karmommur 2 kanisltangir 1 dl. sykur Takið börkinn af hálfri appelsínu og skerið í mjög fína strimla. Mjög mikilvægt er að hvíti hluti barkarins fylgi ekki í glöggið. Því næst tekurðu hnefafylli af af- hýddum möndlum og rúsínum og hitar upp í víninu og bætir negulnum og kanilstöng- unum við. Passið að vínið sjóði ekki og bætið svo gininu við ásamt kardimomm- unum. Hitið í um fimm mínútur og bætið þá sykri og appelsínuberki við og hrærið. Haldið heitu í örfáar mínútur til viðbótar og berið svo fram sjóðandi heitt með rúsínum og möndlum. Bragðmikil uppskrift að jólaglöggi  Jólin nálgast ómissandi aðdraganda Jóla  Jasstónlist og ferskleiki KYNNING Gæði og matarupplifun í ein- stöku umhverfi Bláa Lónsins J asstónlist og ferskleiki bíða gesta í jólahlað-borði Bláa Lónsins. Matreiðslumeistarar Bláa Lónsins, undir stjórn Viktors Arnar Andrés- sonar yfirmatreiðslumeistara, leggja mikinn metnað í jólahlaðborð Lava. Viktor, sem er meðlimur í lands- liði íslenskra matreiðslumeistara, segir undirbúning jólahlaðborðsins vera skemmtilegan. „Við vinnum alla okkar rétti frá grunni hér í eldhúsinu og tryggir það hámarksgæði og ferskleika og því fylgir alltaf mikil stemning að undirbúa hátíðarréttina. Hefð- bundnir réttir á jólahlaðborði eru alltaf vinsælir en nýjungar gera borðið enn skemmtilegra og í ár bjóðum við t.d. litla hreindýrahamborga með osti og carpaccio að hætti Lava með sultuðum plómum, að ógleymdri jólasúpu sem sló í gegn hjá okkur í fyrra,“ segir Viktor. Magnús Héðinsson, rekstrarstjóri veitingasviðs Bláa Lónsins, segir að fyrirtækið leggi mikla áherslu á faglega og góða þjónustu, en góð þjónusta er mikil- vægur hluti af heildarupplifun gesta. „Við höfum á að skipa frábærum hópi faglærðs starfsfólks. Allir gest- ir í jólahlaðborði fá boðskort í Bláa Lónið. Fjölmargir nýta sér það og fara í Bláa Lónið á undan matnum nú eða koma aftur og eiga góða stund hjá okkur síðar í vetur.“ Jasstónlist verður í boði og er tónlistin í höndum Andrésar Þórs Gunnlaugssonar og félaga. Jólahlaðborðin hentar vel fyrir minni og stærri hópa. Innifalið í jólahlaðborði er fordrykkur og boðs- kort í Bláa Lónið sem gildir út apríl 2013. Starfsmenn Bláa Lónsins aðstoða við tilboð og bókun á sætaferðum fyrir allar stærðir af hópum. Einstakt náttúrulegt umhverfi, arkitektúr, matur og góð þjónusta gera jólahlaðborð í Bláa Lóninu að ein- stakri upplifun. Matreiðslu- meistarar Bláa Lónsins leggja mikinn metnað í jólahlað- borðið.Sósan, punkturinn yfir i-ið. Hefðbundnir rétt- ir á jólahlaðborði eru alltaf vinsælir en nýjungar gera borðið enn skemmtilegra. Góð þjónusta er mikilvægur hluti af heildar- upplifun gesta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.