Fréttatíminn - 19.10.2012, Side 40
40 jólahlaðborð Helgin 19.-21. október 2012
jól ak veðja
þÖKKUM
FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR
HÓTEL GEYSIR
haukadal
1 flaska rauðvín
6 cl. gin
5 negulnaglar
2 mildar
karmommur
2 kanisltangir
1 dl. sykur
Takið börkinn af
hálfri appelsínu
og skerið í mjög
fína strimla. Mjög
mikilvægt er að
hvíti hluti barkarins
fylgi ekki í glöggið.
Því næst tekurðu
hnefafylli af af-
hýddum möndlum
og rúsínum og
hitar upp í víninu
og bætir negulnum
og kanilstöng-
unum við. Passið að
vínið sjóði ekki og
bætið svo gininu við
ásamt kardimomm-
unum. Hitið í um
fimm mínútur og
bætið þá sykri og
appelsínuberki
við og hrærið.
Haldið heitu í örfáar
mínútur til viðbótar
og berið svo fram
sjóðandi heitt
með rúsínum og
möndlum.
Bragðmikil uppskrift
að jólaglöggi
Jólin nálgast ómissandi aðdraganda Jóla
Jasstónlist og ferskleiki
KYNNING
Gæði og matarupplifun í ein-
stöku umhverfi Bláa Lónsins
J asstónlist og ferskleiki bíða gesta í jólahlað-borði Bláa Lónsins. Matreiðslumeistarar Bláa Lónsins, undir stjórn Viktors Arnar Andrés-
sonar yfirmatreiðslumeistara, leggja mikinn metnað
í jólahlaðborð Lava. Viktor, sem er meðlimur í lands-
liði íslenskra matreiðslumeistara, segir undirbúning
jólahlaðborðsins vera skemmtilegan. „Við vinnum
alla okkar rétti frá grunni hér í eldhúsinu og tryggir
það hámarksgæði og ferskleika og því fylgir alltaf
mikil stemning að undirbúa hátíðarréttina. Hefð-
bundnir réttir á jólahlaðborði eru alltaf vinsælir
en nýjungar gera borðið enn skemmtilegra og í ár
bjóðum við t.d. litla hreindýrahamborga með osti og
carpaccio að hætti Lava með sultuðum plómum, að
ógleymdri jólasúpu sem sló í gegn hjá okkur í fyrra,“
segir Viktor.
Magnús Héðinsson, rekstrarstjóri veitingasviðs
Bláa Lónsins, segir að fyrirtækið leggi mikla áherslu
á faglega og góða þjónustu, en góð þjónusta er mikil-
vægur hluti af heildarupplifun gesta. „Við höfum á að
skipa frábærum hópi faglærðs starfsfólks. Allir gest-
ir í jólahlaðborði fá boðskort í Bláa Lónið. Fjölmargir
nýta sér það og fara í Bláa Lónið á undan matnum nú
eða koma aftur og eiga góða stund hjá okkur síðar í
vetur.“
Jasstónlist verður í boði og er tónlistin í höndum
Andrésar Þórs Gunnlaugssonar og félaga.
Jólahlaðborðin hentar vel fyrir minni og stærri
hópa. Innifalið í jólahlaðborði er fordrykkur og boðs-
kort í Bláa Lónið sem gildir út apríl 2013.
Starfsmenn Bláa Lónsins aðstoða við tilboð og
bókun á sætaferðum fyrir allar stærðir af hópum.
Einstakt náttúrulegt umhverfi, arkitektúr, matur og
góð þjónusta gera jólahlaðborð í Bláa Lóninu að ein-
stakri upplifun.
Matreiðslu-
meistarar Bláa
Lónsins leggja
mikinn metnað
í jólahlað-
borðið.Sósan, punkturinn yfir i-ið.
Hefðbundnir rétt-
ir á jólahlaðborði
eru alltaf vinsælir
en nýjungar
gera borðið enn
skemmtilegra.
Góð þjónusta
er mikilvægur
hluti af heildar-
upplifun gesta.