Fréttatíminn - 19.10.2012, Blaðsíða 2
Inga Elsa og Gísli Egill skrifa um skapandi
pizzugerð á matarbloggi gottimatinn.is
VIÐ ELSKUM PIZZUR!
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
Yfir hundrað milljónir í iPhone 5
2 karlmenn leituðu
til Stígamóta vegna
kláms
32 karlmenn leituðu til Stígamóta
í fyrra og 278 konur. Þetta kemur
fram í ársskýrslu samtakanna. Tveir
af þessum karlmönnum leituðu
til samtakanna vegna kláms og 21
kona kom í viðtal út af klámi. Þetta
er mikil aukning því árið á undan
kom einn karlmaður vegna kláms
og 11 konur. Samkvæmt samtök-
unum leitar þetta fólk sér hjálpar
vegna klámnotkunar maka eða að
teknar hafi verið myndir af því í
kynlífsathöfnum „með eða án þeirra
vilja og þeim síðan dreift“ eða hótað
að efninu verði dreift.
Þriðja hver kona
beinbrotnar
Þriðja hver kona og fimmti hver karl eftir
fimmtugt mun beinbrotna af völdum bein-
þynningar, samkvæmt upplýsingum frá Bein-
vernd, félags áhugafólks um beinþynningu.
Félagið heldur upp á alþjóðlega beinþynn-
ingardaginn á laugardaginn en markmiðið er
að vekja athygli almennings og stjórnvalda á
beinþynningu sem heilsufarsvandamáli.
Koma má í veg fyrir beinþynningu með því
að stunda líkamsþjálfun og neyta kalks og D-
vítamíns. Halldóra Björnsdóttir, framkvæmda-
stjóri Beinverndar, segir að vitundarvakning
hafi orðið um beinþynningu, áhættuþætti
hennar og forvarnir. „Almenningur veit nú að
sjúkdómurinn er til, að hægt er að greina hann
og meðhöndla og draga þannig úr áhættunni á
beinbrotum,“ segir hún. -sda
Velferðarmál Skilnaðarunglingum farnaSt beSt að búa til SkiptiS hjá báðum foreldrum
Best að búa til jafns hjá báðum
Sigríður Dögg
Auðunsdóttir
sigridur@
frettatiminn.is
Unglingum líður best ef þeir
búa til skiptis hjá báðum for-
eldrum eftir skilnað, sam-
kvæmt niðurstöðum úr nýrri
rannsókn Benedikts Jóhanns-
sonar, sérfræðings í klínískri
sálfræði. „Þeir sem efast um
skipta búsetu barna eftir
skilnað hafa einnig haldið því
fram að ef börnin eigi ekki eitt
aðal heimili geti það stuðlað að
grynnri tengslum við foreldr-
ana og bitnað á samfellu í eftir-
liti með börnunum,“ segir Bene-
dikt. Rannsókn hans bendir
þvert á móti til þess að ungling-
ar sem búa til skiptis hjá for-
eldrum sínum eigi auðveldara
með að fá hlýju frá foreldrum
sínum en aðrir unglingar eftir
skilnað og eyði meiri tíma með
foreldrum sínum.
„Ennfremur hefur því verið
haldið fram að skipt búseta geti
stuðlað að rótleysi hjá börn-
unum,“ segir Benedikt. „Sú
könnun sem hér er kynnt og
aðrar rannsóknir benda þvert
á móti til þess að skipt búseta
stuðli að betri líðan og aðlögun
eftir skilnað. Þær benda einnig
á að ef vel tekst til styrki ríku-
legar samvistir við báða for-
eldra ekki aðeins tengslin við
foreldrana, heldur einnig við
fjölskyldur beggja foreldra; þar
með talið við afa, ömmur og
frændsystkin. Ríkulegar sam-
vistir við báða foreldra geta
þannig styrkt ættartengsl og
félagslegar rætur barnanna.
Þannig öðlast börnin félagsauð
sem getur gefið þeim öryggi
og tilfinningu fyrir að tilheyra
hópi,“ segir Benedikt.
Ríkulegar samvistir við báða foreldra styrkja ættartengsl og félagslegur
rætur barnanna.
bókaútgáfa metSöluhöfundar Skila inn árSreikningum
Kóngurinn græddi tífalt
meira en drottningin
Arnaldur Indriðason varð að lúta í lægra haldi fyrir Yrsu Sigurðardóttur á bóksölulistum í fyrra.
Yrsa kemst þó ekki með tærnar þar sem Arnaldur hefur hælana þegar kemur að innkomu.
g læpasagnakóngurinn Arnaldur Indriðason hagnaðist tífalt meira á síðasta ári en helsti keppinautur hans, glæpa-sagnadrottningin Yrsa Sigurðardóttir. Þetta kemur fram í
ársreikningum félaga þeirra.
Félag Arnaldar, Gilhagi, skilaði nýverið inn ársreikningi fyrir
árið 2011. Hagnaður félagsins var 116 milljónir
króna eftir skatta. Yrsa Sigurðardóttir ehf., fé-
lag Yrsu Sigurðardóttir, skilaði sömuleiðis inn
ársreikningi á dögunum. Hagnaður félagsins
eftir skatta var rétt tæpar tíu milljónir króna.
Samkvæmt þessu hagnaðist Arnaldur meira
en tífalt meira en Yrsa.
Í fyrra gaf Arnaldur út bókina Einvígið en
Yrsa gaf út Brakið. Talsvert var fjallað um
það í fjölmiðlum þegar Yrsa stal toppsætinu á
vikulegum sölulistum fyrir jólin, enda hafði
Arnaldur að mestu einokað metsölulista mörg
ár þar á undan. Yrsa skaust svo framúr Arnaldi
á lokasprettinum og átti mest seldu bók ársins
í fyrsta sinn. Eins og við mátti búast var því
slegið upp að drottningin hefði velt kónginum
úr sessi á glæpasagnamarkaðinum. Sam-
kvæmt ársreikningum rithöfundanna virðist
þó enn langt í að Yrsa skáki Arnaldi í inn-
komu.
Báðir höfundarnir senda frá sér nýjar bækur
fyrir jólin. Bók Yrsu kallast Kuldi og þar
kemur lögmaðurinn Þóra ekki við sögu. Lög-
reglumaðurinn Erlendur snýr hins vegar aftur
í nýrri bók Arnaldar. Bókin heitir Reykjavíkurnætur og fjallar um
fyrsta mál Erlendar. Þetta er sextánda bók Arnaldar.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Arnaldur Indriðason hagnaðist um 116 milljónir króna í fyrra. Yrsa Sigurðardóttir hagnaðist um tæpar tíu milljónir króna sam-
kvæmt ársreikningum félaga þeirra.
Hagnaður Gilhaga
2003-2011
2011 116 milljónir
2010 107 milljónir
2009 139 milljónir
2008 79 milljónir
2007 36 milljónir
2006 74 milljónir
2005 28 milljónir
2004 17 milljónir
2003 7 milljónir
Sextánda bók
Arnaldar heitir
Reykjavíkur-
nætur og
fjallar um
fyrsta mál lög-
reglumannsins
Erlendar.
„Ég myndi halda að það
sé búið að selja á milli
500 til þúsund eintök á Ís-
landi,“ segir Liv Bergþórs-
dóttir, framkvæmdastjóri
Nova, þegar hún er spurð
um sölu á iPhone 5. Liv
vill ekki upplýsa um hve
mörg eintök hafi selst af
símanum hjá Nova.
Um mánuður er liðinn
síðan iPhone 5 kom á
markaðinn en víða er-
lendis beið fólk í röð eftir
að geta keypt símann.
Söluaðilar hér heima,
sem Fréttatíminn ræddi
við, kannast ekki við
slíkan áhuga en eru flestir
ánægðir með söluna. Þeir
kvarta þó yfir að vegna
mikillar eftirspurnar
erlendis hafi reynst erfitt
að fá nógu mörg eintök
hingað til lands. Síminn
kostar um 180 þúsund
krónur hér á landi.
Sigurður Helgason,
eigandi iStore.is, kveðst
hafa selt um 300 eintök
af iPhone 5. „Þetta hefur
gengið vel. Það er bara
erfitt að útvega síma,“
segir hann. Hjá Epli.is
fengust þær upplýsingar
að um 200 eintök hafi
selst fyrsta mánuðinn.
Miðað við varlega
útreikninga má fullyrða
að Íslendingar hafi á
einum mánuði eitt yfir
hundrað milljónum króna
í iPhone 5.
-hdm
Íslendingar hafa eytt yfir hundrað milljónum króna í
iPhone 5 á einum mánuði.
2 fréttir Helgin 19.-21. október 2012