Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.10.2012, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 19.10.2012, Blaðsíða 58
afrek Eyjólfs Jónssonar, Drang- eyjarsund Grettis Ásmundarsonar og fleiri gömul sundafrek. „Þessi fróðleikur er athyglisverður, dramatískur og sorglegur. Þegar ég var búinn að fara nokkrum sinnum til Dover fór ég að hugsa út í sögu sundsins á Íslandi. Kunnum við til dæmis alltaf að synda? Ég mundi eftir því að hafa heyrt talað um það í gamla daga að fólk hafi verið að drukkna í flæðarmálinu þannig að ég fór í heimildakönnun og komst að raun um að landnáms- mennirnir okkar kunnu að synda. Það var bara partur af uppeldinu að kenna öllum að synda en svo þegar þeir koma hingað þá hætta þeir að kenna börnunum sínum sund þannig að þetta dó út. Bók- staflega. Næstu aldir kunna bara örfáir Íslendingar að synda og árið 1820, þegar við erum 50.000, kunnu aðeins sex Íslendingar að synda.“ Eftir því sem Jón Karl viðaði að sér meiri fróðleik fannst honum fullt tilefni til þess að draga sund- kunnáttusögu þjóðarinnar saman og vinnur nú að því að færa hana í letur. Mig langar að koma þessari vitneskju áleiðis og þessi mynd er liður í því.“ Jón Karl sækir ekki sund- áhugann yfir lækinn og hefur buslað í söltum sjó. „Ég hætti reyndar í sjósundinu þegar ég byrjaði á myndinni vegna þess að það er betra að vera ekki alltaf í kringum fólkið sem maður er að fjalla um. Ég hef alltaf synt mikið og hef meira og minna farið í sund á hverjum degi síðan ég var sextán ára.“ 58 bíó Helgin 19.-21. október 2012 Benedikt Lafleur var 22 tíma í sjónum og það tekur á.  Sundið ÍSköld glÍma við ErmaSundið F jórir Íslendingar hafa reynt að synda yfir Ermasund. Eyjólfur Jónsson sund- kappi lagði fyrstur á sundið og gerði tvær tilraunir en þurfti frá að hverfa í bæði skiptin. Jón Karl Helgason fjallar um afrek Eyjólfs í heimildarmynd sinni Sundið en Eyjólfur lést árið 2007, 82 ára að aldri. Sporgöngumenn hans, Benedikt S. Lafleur og Benedikt Hjartarson, eru síðan í forgrunni myndarinnar en þeir kepptu um að verða fyrsti Íslendingurinn til þess að synda yfir Ermasundið fyrir nokkrum árum. „Þetta kom nú bara til af ein- skærri tilviljun eins og svo margt í lífinu“ segir Jón Karl þegar hann er spurður hvað fékk hann til þess að fylgjast með baráttu sundkapp- anna tveggja við þunga strauma Ermasundsins. „Ég byrjaði á þessu eftir að ég fór með Bene- dikt S. Lafleur til Dover til þess að fylgjast með honum reyna við Ermasundið 2006. Þá fékk hann ekki veður en fólk fær svona sjö til tíu daga glugga til þess að leggja á sundið og ef þú nærð ekki að synda á þessum tíma þá þarftu bara að koma aftur að ári.“ Jón Karl var síðan með í för loks- ins þegar veður leyfði Benedikt að leggjast til sunds en strax í kjölfar hans stakk nafni hans, Hjartarson, sér til sunds. „Þessar tilraunir þeirra líma myndina saman og það er dálítið spennandi að fylgjast með því hvor kemst fyrr á land í Frakklandi,“ segir Jón Karl. Í myndinni segir Benedikt Lafleur að enginn leggi á Ermasundið nema vera svolítið klikkaður og Jón Karl getur ekki annað en tekið undir það. „Þeir segja að þetta sé 90% hugurinn. Það er auðvitað betra að vera í góðu formi en þú þarft að þola kuldann vel. Bene- dikt Lafleur var 22 tíma í sjónum og það tekur á.“ Jón Karl skreytir myndina með sviðsettum atriðum um sundsögu Íslendinga þar sem við sögu koma Á föstudag hefjast sýningar á heimildamyndinni Sundið eftir kvikmyndagerðarmann- inn Jón Karl Helgason í Bíó Paradís. Jón Karl byrjaði á myndinni árið 2004 en í henni rekur hann sundkunnáttusögu Íslendinga og fylgir tveimur einörðum sjósundmönnum eftir þegar þeir reyna að synda yfir Ermasundið sem segja má að sé Mount Everest sjósundsfólks. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Aðeins sex Íslendingar kunnu að synda 1820 Jón Karl dreif sig í forláta sundbol frá 1910 til þess að kynna myndina. „Það er ekk- ert gaman að sjá alltaf bara andlitið á manni í viðtölum og það vekur athygli þegar karlmaður birtist í sundbol frá 1910. Ég er búinn að vera í líkamsrækt síðan í janúar til þess að passa almennilega í bolinn þannig að þetta er allt planað.“ Mynd/Hari Árið 1984 gerði sá magnaði leikstjóri Tim Burton stuttmynd- ina Frankenweenie um samnefndan hund og upprisu hans frá dauðum. Burton hafði alltaf hugsað sér að gera síðar mynd um Frankenweenie í fullri lengd og nú er hún loksins komin. Victor litli verður fyrir þungu áfalli þegar hundurinn hans, Sparky, verður fyrir bíl og drepst. Þegar hann kemst skömmu síðar að því í líffræðitíma að hreyfingar og vöðvaviðbrögð eru knúin af rafboðum kviknar hjá honum djörf hugmynd. Hann grefur Sparky upp og tjaslar honum saman. Líflaust hrúgaldið fer hann síðan með upp á þak í þrumu- veðri og vekur það til lífsins með eldingu. Sparky er jafn ljúfur og hann var áður en vekur ótta og óhug hjá nágrönnum Victors sem þarf sannfæra mannskapinn um að uppvakning- urinn sé meinleysisgrey. Aðrir miðlar: Imdb: 7.6, Rotten Tomatoes: 87%, Metacritic: 74%  Tim BurTon rEiSir hund upp Frá dauðum Hundur Frankensteins MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  MIÐASALA: 412 7711 KOMDU Í KLÚBBINN! bioparadis.is/klubburinn Farðu núna á www.bioparadis.is/klubburinn! SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! NÝJAR MYNDIR Í BÍÓ PARADÍS! NÝ HEIMILDAMYND EFTIR JÓN KARL HELGASON Vináttusamband Victors og Sparky nær út yfir gröf og dauða og drengurinn notar tæknina til þess að lífga dauðan hundinn við. metsölu- bækur Vasabrot skáldverk: 10.10.–16.10.12 Vasabrot skáldverk: 10.10.–16.10.12 Vasabrot skáldverk: 10.10.–16.10.12 Vasabrot skáldverk: 10.10.–16.10.12 Vasabrot skáldverk: 10.10.–16.10.12 www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.