Fréttatíminn - 07.12.2012, Blaðsíða 38
Örkumluð af
mannavöldum
Guðrún Jóna Jónsdóttir hlaut varanlegan heilaskaða eftir árás þriggja
stúlkna í miðbæ Reykjavíkur fyrir nítján árum. Hún er bundin hjólastól og
þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. Hún tjáði sig með því að benda á
orðaspjald þar til fyrir ári þegar hún fór aftur að tala eftir átján ára þögn.
Ljósmyndir/Hari
F
östudagskvöldið 1. október 1993
hófst eins og mörg önnur föstudags
kvöld hjá Guðrúnu Jónu Jónsdóttur
og vinkonum hennar. Þær voru 15
ára – lífsglaðar og áhyggjulausar
unglingsstúlkur sem hittust heima
hjá einni vinkonunni, spiluðu tónlist, sungu með,
dönsuðu, spjölluðu og hlógu. Þær voru uppábúnar
og fínar, Guðrún Jóna, sem alltaf er kölluð Gugga,
var með tvær síðar, ljósar fléttur.
Þær höfðu ekkert ætlað í bæinn en þegar
Gugga stakk upp á því voru hinar til. Þær löbb
uðu í bæinn úr Hlíðunum en miðbærinn iðaði af
lífi. Veðrið var einstaklega gott miðað við árs
tíma, tíu stiga hiti og logn. Þær héldu sig mest í
Austurstrætinu, þar sem flestir voru, spjölluðu,
göntuðust og hlógu.
Um klukkan tvö kom upp ósætti í vinkvenna
hópnum. Tilefnið var lítið og ágreiningsefnið
enn minna. Gugga ákvað þó að segja skilið við
vinkonur sínar það kvöldið – og gekk í burtu.
Skömmu síðar kom til hennar stúlka sem hún
þekkti ekki en kannaðist við úr unglingavinn
unni í Grafarvogi þar sem hún hafði unnið sum
arið áður. Sú var með skilaboð frá stelpu sem
Gugga kannaðist einnig við úr unglingavinn
unni. Skilaboðin voru þau að Gugga ætti að hitta
hana fyrir utan Fröken Reykjavík, sjoppuna, í
Austurstræti.
Sátu fyrir henni
Af forvitni, fyrst og fremst, ákvað Gugga að at
huga hvað stúlkan vildi sér og mætti á umsam
Framhald á næstu opnu
36 viðtal Helgin 7.-9. desember 2012