Fréttatíminn - 07.12.2012, Blaðsíða 4
YFIR 20 GERÐIR GASGRILLA
Á ÚTSÖLUNNI
• Stærð: 149 x 110 x 60 cm
verðlaunagrill
fyrir íslenskar
aðstæður
FULLT VERÐ
59.900
42.900
Kraftmikið, meðfærilegt
og frábærlega hannað
gasgrill fyrir heimilið
eða í ferðalagið
Frábært á svalirnar
eða á veröndina
Frábært
Er frá Þýskalandi
YFIR 50 GERÐIR
GRILLA Á
JÓLATILBOÐI
JÓLATILBOÐ
www.grillbudin.is
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
3 milljónir á ári í heiðurslaun
H yperemesis Gravidarum er alvarleg tegund af morgunógleði sem hefur plagað
hertogaynjuna af Cambridge, Kate
Middleton, sem komin er tæpa þrjá
mánuði á leið á meðgöngu, sam
kvæmt upplýsingum í breskum
fjölmiðlum. Þessi tegund morgun
ógleði leggst á eina af hverjum 50
konum og getur verið hættuleg
heilsu verðandi móður og barns því
uppköst eru svo mikil að sjúklingur
inn heldur bókstaflega engu niðri,
hvorki fæðu né vökva, og getur leitt
til alvarlegs vökvaskorts og eitur
efna í blóði.
Kate var lögð á spítala á mánudag
en fékk að fara heim í gær, fimmtu
dag.
„Hún á alla mína samúð,“ segir
Agnes Ósk Þorsteinsdóttir sem
hefur tvívegis þjáðst af alvarlegri
morgunógleði á meðgöngu. Hún á
þrjá syni. Fyrsta meðgangan var
eðlileg en hún var mjög veik á hin
um tveimur. Á síðustu meðgöngunni
var hún lögð inn á spítala þegar hún
var komin þrjá mánuði á leið eins og
Kate, og lá þar með næringu í æð
þar til barnið fæddist, sex mánuðum
síðar.
„Ég hafði lést um tíu kíló á fyrstu
þremur mánuðunum,“ segir Agnes.
„Það var sama hvað ég borðaði, ég
hélt engu niðri og þjáðist af mikilli
vanlíðan og þrekleysi.“
Læknum tókst að halda þyngdar
tapinu í skefjum á meðan hún lá á
spítalanum enda töldu þeir að heilsa
hennar og barnsins stafaði alvarlega
hætta af ástandinu.
„Ég reyndi að borða á milli þess
sem mér var gefin næring í æð á spít
alanum en ekkert gekk,“ segir hún.
Agnes þekkir enga sem hefur
gengið í gegnum jafn alvarlega morg
unógleði. „Flestar mæður kannast
við væga morgunógleði sem yfirleitt
líður hjá eftir fyrstu þrjá mánuðina.
Hjá mér var hún hvorki væg né leið
hún hjá,“ segir hún.
Á annarri meðgöngunni fékk hún
að vera meira heima enda ástandið
ekki alveg jafn alvarlegt og á hinni
þriðju, þó svo að hún þyrfti að koma
reglulega á spítalann og fá næringu í
æð. Tvívegis fór fæðingin í gang allt
of snemma en tókst að stöðva hana
með lyfjum.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Ég reyndi að borða á
milli þess sem mér var
gefin næring í æð á
spítalanum en
ekkert
gekk.
Heilsa Kate Middleton þjáist af alvarlegri Morgunógleði
Lá sex mánuði á spítala
með Katrínarveikina
Agnes Ósk Þorsteinsdóttir lá sex mánuði á spítala með næringu í æð vegna alvarlegrar tegundar
morgunógleði á síðustu meðgöngu sinni. Hún finnur til með hertogaynjunni af Cambridge, Kate
Middleton, sem gengur nú í gegn um hið sama á sinni fyrstu meðgöngu.
Agnes Ósk Þorsteinsdóttir þjáðist af alvarlegri morgunógleði á meðgöngu, líkt og Kate Middleton glímir nú við, og þurfti að
liggja á spítala í hálft ár með næringu í æð. Ljósmynd/Hari
Tæp 9000
fengu ekki
bætur
Alls hefur 8750
atvinnuleitendum
verið synjað um
atvinnuleysisbætur
frá árinu 2008, að
því er fram kom í
svari velferðarráð-
herra við fyrirspurn
Vigdísar Hauks-
dóttur á Alþingi í
gær. Helsta ástæða
synjunar er að við-
komandi hefur ekki
unnið sér inn rétt til
atvinnuleysisbóta
samkvæmt lögum
með þátttöku á
vinnumarkaði. -sda
9 einstaklingar smituðust að meðaltali á ári af HIV–veirunni
fram til ársins 2010. Þá jókst tíðnin töluvert sem rekja má beint
til vanrækslu örfárra sprautufíkla.
Hiv–sMit á Íslandi auKningu Má reKja til srautufÍKla
Tvö ný HIV–smit á einum mánuði
María Lilja
Þrastardóttir
marialilja@
frettatiminn.is
s amkvæmt upplýsingum frá sóttvarnalækni hefur tíðni HIV–smitaðra aukist töluvert á síðustu þremur árum. Fjöldi smitaðra hefur þó dreg
ist ögn saman í ár miðað við tvö síðustu. „Það hefur
dregið aðeins úr nýsmiti í ár en alls eru þetta 18 greind
tilfelli í dag,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir.
Athygli vekur að samkvæmt útgefnum tölum frá 1.
nóvember voru smitin 16. Það þýðir að tvö smit hafi
verið greind síðasta mánuðinn.
Haraldur segir að aukningu síðustu ára megi rekja
beint til sprautufíkla sem deili nálum. „Þetta voru
hópsýkingar þar sem margir fíklar koma saman og
skiptast á nálum. Þetta var bundið við tiltölulega
þröngan hóp, svo hægt var að bregðast við upp að
vissu marki.“ Hann staðfestir að hægt hafi verið að
rekja smitin til örfárra einstaklinga sem þó hafi verið
ljóst um ástand sitt. Hann segir það vera illgerlegt að
taka slíka einstaklinga úr umferð og sönnunarbyrði í
málum sem þessum sé erfið. „Það er ekki raunhæf leið
þar sem erfitt er að færa sönnur á það hver beri raun
verulega ábyrgð í slíkum tilfellum og hvor beri sökina
þar umfram annan.“
Haraldur segir að áhrifaríkasta leiðin sé í forvörnum
en þeim hafi Rauði krossinn verið duglegur að sinna
með sprautubílnum, Frú Ragnheiði. Einnig hafi það
gefist vel að auðvelt sé að nálgast sprautur og nálar
í apótekum, gegn vægu gjaldi. „Brýnast er að hvetja
fólk til meðvitundar og stöðva áhættuhegðun hvort
sem það er í kynlífi eða eiturlyfjaneyslu. Það gerum
við fyrst og fremst með fræðslu.“
Þráinn Bertelsson þing-
maður er einn þeirra
sem fá tvöföld heiðurs-
laun á næsta ári.
Annarri umræðu um fjárlög næsta árs lauk á Alþingi í
gær og gengur frumvarpið nú til nefndar og svo til þriðju
og síðustu umræðu. Meðal þess sem samþykkt var er að
heiðurslaun listamanna nær tvöfaldast. 27 manns þiggja
heiðurslaun og fengu fyrir hækkun um 1,6 milljón á ári en
fá nú um 3 milljónir á ári eða um 250 þúsund á mánuði.
Meðal þeirra sem þiggja laun eru Þráinn Bertelsson
þingmaður, Atli Heimir Steinsson, Kristbjörg Kjeld, Megas,
Matthías Johannessen, Vigdís Grímsdóttir, Ásgerður
Búadóttir og Þorsteinn frá Hamri.
Horfur á góðri ávöxtun lífeyrissjóðanna
Hætta við Evróvisjon
Portúgal, Pólland, Kýpur og Grikkland hafa öll hætt við að taka
þátt í Evrópsku söngvakeppninni á næsta ári sökum blankheita.
Mikill titringur er meðal aðdáenda söngvakeppninnar vegna
þessa en öll þessi lönd hafa oft sett mikinn svip sinn á keppnina.
Grikkland vann til að mynda keppnina 2005 en þá söng Helena
Paparizou lagið My Number One.
Eignir lífeyris-
sjóðanna jukust um
31 milljarð króna í
október og er það
mesta aukning
eigna í einum
mánuði síðan í
mars. Það sem af
er þessu ári hafa
eignir lífeyris-
sjóðanna aukist
um að meðaltali
rétt tæplega 23
milljarða króna í
mánuði hverjum.
Þessi aukning í
október kemur
í kjölfar þess að
eignirnar jukust um
30 milljarða króna
í september og því
hafa eignir lífeyris-
sjóðanna aukist
mikið í haust, að
því er fram kemur
hjá Greiningu
Íslandsbanka.
„Nam hrein eign
lífeyrissjóðanna
í lok október
2.326 milljörðum
króna, og hafa
eignirnar aukist
um 193 milljarða
frá því í upphafi
árs. Eign sjóðanna í
lok október nemur
139% af áætlaðri
vergri landsfram-
leiðslu þessa árs.
Eru sjóðirnir því
hlutfallslega mjög
stórir í alþjóðlegum
samanburði.“ -jh
Kate Middleton
2 fréttir Helgin 7.-9. desember 2012