Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.12.2012, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 07.12.2012, Blaðsíða 74
68 heilsa Helgin 7.-9. desember 2012  Ný bók Frábær eFtir Fertugt Nánari upplýsingar og skráning í síma 483 0300 og á www.hnlfi.is Kyrrðardagar verða haldnir 15.-22. desember á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Á dagskrá er meðal annars: Samverustund - Hugleiðing - Bæn og íhugun í þögn - Yoga - Qigong - Hlustunarhópar - Messa - Leikfimi - Slökunartímar - Útivist og fræðslufundir. Innifalið er ljúffengur og hollur matur, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. Haraldur Erlendsson yfirlæknir og Pétur Pétursson guðfræði- prófessor auk sérhæfðra leiðbeinenda og ráðgjafa á hinum ýmsu sviðum sjá um Kyrrðardaga. Verð frá 9.900 kr. pr. dag. Kyrrðardagar eru fyrir þá sem vilja sinna andlegri og líkam- legri heilsu og fá skjól til að rækta sinn innri mann. Berum ábyrgð á eigin heilsu Kyrrðardagar í Hveragerði b reytingaskeiðið er miklu viðameira en ég hafði gert mér grein fyrir,“ seg-ir Jóna Ósk Pétursdóttir sem hefur sent frá sér handbók fyrir konur á besta aldri, Frábær eftir fertugt. Í henni fjallar Jóna Ósk um líkamlega og andlega heilsu kvenna á breytingaskeiðinu en þegar hún komst sjálf á það skeið lífs síns komst hún að því að það var ekki til hand- bók sem gat svarað spurningum hennar um það sem í vændum var. „Ég er handbókasjúk kona og á handbæk- ur fyrir öll skeið lífsins,“ segir Jóna Ósk og hlær, „kynþroskaskeiðið, meðgöngu og upp- eldi barnanna en þegar ég var komin á breyt- ingaskeiðið fann ég enga bók og varð að búa hana sjálf til. Mér fannst því tilvalið að aðrar konur fengju að njóta þess,“ segir hún. Bókin fjallar reyndar ekki eingöngu um breytinga- skeiðið heldur almennt um það hvernig það er fyrir konur að eldast. Jóna Ósk segir það hafa komið sér mest á óvart við vinnslu bókarinnar hve breyt- ingaskeiðið feli margt í sér. „Flestir vita um hitakófin og óreglulegu blæðingarnar. Breytingaskeiðið er miklu meira en það og hafði ég alls ekki gert mér grein fyrir því,“ segir hún. Allar konur ganga í gegnum breytinga- skeiðið en samt sem áður virðist sem konum á þessum aldri þyki óþægilegt að ræða um það, að sögn Jónu Óskar. „Ég var tvö ár að vinna bókin og ræddi við fjölmargar konur um þetta mál á þeim tíma. Mér virðist sem breytingaskeiðið sé enn dálítið tabú enda eru mjög fáar konur tilbúnar til að ræða það opinskátt,“ segir Jóna Ósk. Aðspurð segir hún skýringuna ef til vill þá að breytinga- skeiðið sé óþægileg áminning um að lífið sé farið að styttast í annan endann, að konur séu farnar að eldast. „Svo hefur orðið breyt- ingaskeið ákveðinn neikvæðan stimpil, sagt er að konur á breytingaskeiðinu séu hálf- gerðar Grýlur, óalandi og óferjandi, sem er alls ekki satt,“ segir Jóna Ósk. „Þegar upp er staðið er breytingaskeiðið heldur ekki eins slæmt og margar halda og er það miklu frekar neikvæð umræða um konur á breytingaskeiði sem lætur þetta líta verr út en það er. Breytingaskeið er tímabil sem markar tímamót í lífi okkar og því fylgja bæði kostir og gallar eins og öllu öðru í lífinu,“ segir hún. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Þegar upp er staðið er breyt- ingaskeið- ið heldur ekki eins slæmt og margar halda. Breytingaskeiðið ennþá tabú Jóna Ósk Pétursdóttir hefur sent frá sér handbók fyrir konur á besta aldri, Frábær eftir fertugt, þar sem hún fjallar um líkamlega og andlega heilsu kvenna á breytingaskeiðinu. Hún segir konur illfáanlegar til að tala opinskátt um breytingaskeiðið sem enn sé dálítið tabú. Jóna Ósk Pétursdóttir: „Breytingaskeið er tímabil sem markar tímamót í lífi okkar og því fylgja bæði kostir og gallar eins og öllu öðru í lífinu.“ Ljósmynd/Hari Hollt snakk – aspas í ofni Flestir kannast við að freistast til að teygja sig í snakkpokann á kvöldin eða jafnvel á milli mála. Slíkar freistingar eru ekki ákjósanlegar þeim sem eru að hugsa um línurnar. Þó skal ekki örvænta því að hægt er að draga úr skaðanum þar sem snakk þarf ekki endilega að vera óhollt. Til dæmis má setja ferskan aspas á bök- unarplötu, pensla með ólívuolíu og strá grófu salti og pipar yfir. Setja inn í heitan ofn í um það bil 10 mínútur. Grænn fyri r börnin Stíflað nef? Nefrennsli? hraðvirkt auðveldar öndun án rotvarnarefna ódýrt Naso-ratiopharm losar stífluna Fæst án lyfseðils í apótekum xylometazolin hýdróklóríð Naso-ratiopharm nefúði inniheldur xylometazolin sem minnkar þrota í slímhúðum í ne og hálsi, dregur úr aukinni slímmyndun og auðveldar einstaklingum með kvef að anda í gegnum neð. Lyð er ætlað til skammtíma meðferðar við stíu í ne, t.d. vegna kvefs. Skammtar eru 1 úðun í hvora nös, eftir þörfum, mest þrisvar á dag. Lyð má nota í mest 7 daga í senn. Naso-ratiopharm 0,5 mg/ml: Lyð er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára. Tíminn á milli skammta skal ekki vera styttri en 8 klst. Naso-ratiopharm 1 mg/ml: Lyð er ekki ætlað börnum yngri en 10 ára. Tíminn á milli skammta skal ekki vera styttri en 6 klst. Algengustu aukaverkanir eru sviði og ofþornun í slímhúð í ne. Einstaklingar sem m.a. nota MAO-hemla, eru með þrönghornsgláku eða hafa ofnæmi fyrir xylometazolini eða einhverju hjálparefnanna skulu ekki nota lyð, sjá nánar í fylgiseðli. Lesið vandlega fylgiseðlinn sem fylgir lynu. Nóvember 2012.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.