Fréttatíminn - 07.12.2012, Blaðsíða 12
V ið erum þegar farin að sjá breytingar,“ útskýrir Þröstur Eysteinsson,
sviðsstjóri þjóðskóganna hjá
Skógrækt ríkisins, en hann og
kollegi hans, Arnfried Abra-
ham, rita grein í nýjasta hefti
Skógræktarritsins þar sem
kemur fram að Ísland hefur til
þessa tilheyrt norræna
barrskógabeltinu þegar
kemur að skógrækt. En
í dag er staðan sú að
tegundir sem tilheyra
því belti, eins og til
dæmis síberíulerkið,
„líður illa í þessum
mildu vetrum sem við
höfum fengið,“ segir
Þröstur og bætir við að
aðrar tegundir, ættaðar
úr hafrænu loftslagi af
suðurströnd Alaska,
„líður vel þessi árin
og vaxa eins og aldrei
fyrr.“
Þetta eru tegundir
á borð við sitkagrenið
en á Kirkjubæjarklaustri hefur
það þegar náð 25 metra hæð,
segir í greininni. Þresti er ekki
skemmt þegar hann er spurður
hvort það megi þá segja að
jólatrjám líði sérstaklega vel á
Íslandi þegar hitinn hækkar og
veturnir verði mildari.
„Ef þetta á að vera heimsku-
leg grein þá geturðu kallað
þetta jólatré,“ segir Þröstur
sem er mikið niðri fyrir enda
efnið honum hugleikið mjög
enda segja hófsömustu spár um
hlýnun að gera megi ráð fyrir
2,5 gráðu hækkun hitastigs
á þessari öld og við það miða
þeir Þröstur og Arnfried í grein
sinni, „Tempraða beltið færist
yfir“.
„En allar fréttir sem eru að
koma núna frá Loftslagsráð-
stefnu Sameinuðu þjóð-
anna segja að hlýnun
eigi sér stað mun
hraðar en talið hefur
verið,“ segir Þröstur
en nú þegar, fyrstu tólf
ár aldarinnar, hefur
hitastigið hækkað um
eina gráðu þannig og
ef sú hækkun gefur
rétta mynd og þróunin
verði í samræmi við þá
hækkun þá verður lofts-
lagið á Íslandi líkara því
sem það er í suðurhluta
Englands eða í Frakk-
landi í lok aldarinnar.
En jafnvel þótt hækk-
unin verði einungis 2,5
gráður á öldinni og loftslagið
verði „bara“ eins og í Skotlandi
þýðir það meiri möguleika í
skógrækt: „Í Skotlandi er hægt
að rækta mjög margar tegundir
og kannski síst þessar norrænu
barrskógategundir sem við
höfum helst verið að rækta hér
á landi,“ segir Þröstur.
Mikael Torfason
mikaeltorfason@frettatiminn.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
1
2
-2
5
5
5
VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA www.postur.is
TENGING ÞÍN VIÐ
PÓSTINN UM JÓLIN
Póstappið finnur fyrir þig sendingu sem hefur verið póstlögð
og í appinu getur þú keypt SMS frímerki. Það er auðvelt að finna
næsta pósthús á stafrænu korti eða einn af 200 póstkössum.
Hann gæti verið handan við hornið því appið veit hvar þú ert.
Fyrir jólin geta viðskiptavinir fundið upplýsingar um síðustu
skiladaga, opnunartíma pósthúsa um allt land og staðsetningar
Jólapósthúsa í verslunarmiðstöðvum undir jólahnappnum í appinu.
Ef þetta
á að vera
heimskuleg
grein þá
geturðu
kallað þetta
jólatré.
Skógrækt ÍSlendingar gætu ræktað riSafurur á næStunni
Tempraða beltið færist yfir Ísland
Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins, segir að samkvæmt spám
muni hitastig hér á landi hækka um minnst 2,5 gráður á þessari öld. Það merkir að hægt verði að
rækta hér risafurur sem eru stærstu tré jarðar. Ísland er að fá sama loftslag og er nú í Skotlandi.
Hér er Þröstur Eysteinsson
á vettvangi að skoða lerki í
september á þessu ári.
Hér eru Hallgrímur Indriðason og Sherry
Curl að skoða ungar risafurur í Skotlandi en
þessi mynd birtist með grein þeirra Þrastar
og Arnfried í Skógræktarritinu 2012.
10 fréttir Helgin 7.-9. desember 2012