Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.12.2012, Blaðsíða 43

Fréttatíminn - 07.12.2012, Blaðsíða 43
Stúlkurnar sem ollu fötlun Guggu voru fjórtán og sextán ára. Þær voru farnar að neyta áfengis og vímuefna og höfðu ver- ið í neyslu þetta kvöld. Lögreglan taldi ekki sannað að þrjár stúlkur hefðu tekið þátt í árásinni, heldur tvær, 14 og 16 ára. Sú fjórtán ára var ekki ákærð fyrir verknaðinn því hún var of ung. Eldri stúlkan hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti. Einn dómari skilaði sératkvæði og vildi hann skilorðsbinda dóm- inn. Hann tók fram að stúlkan hefði löngum búið við erfiðar heimilisaðstæður og þurfi að horfast í augu við þá þungbæru staðreynd að hafa lagt framtíð 15 ára stúlku svo að segja í rúst í einu vetfangi. Ekki sé hægt að ætla það að það hafi verið ætlun stúlkunnar, að vinna Guggu var- anlegt mein. Dómarinn var sam- mála refsingunni sem dómurinn komst að niðurstöðu um en taldi það geta reynst henni skaðlegt og torveldað henni að takast á við vanda sinn í framtíðinni að sitja í fangelsi. Stúlkan sat af sér dóminn í Kvennafangelsinu og var látin laus stuttu eftir að Gugga fékk að fara heim af spítalanum. Hún sökk æ dýpra í neyslu áfengis og vímuefna og eignaðist tvö börn sem bæði voru tekin af henni. Hún átti ekkert bakland og hafði alist upp við áfengis- og vímu- efnaneyslu foreldra sem voru van- máttug um að hjálpa henni. Annar barnsfaðir stúlkunnar segir að fangelsisdómurinn hafi gert út um hana. „Hún hætti þá að lifa,“ segir hann. Hún fyrir- gaf sér aldrei verknaðinn og 2. október ár hvert var henni sér- staklega þungbær. Í október árið 2009 stórslasaði hún mann er hún var völd að árekstri með því að aka undir áhrifum fíkniefna. Ók hún yfir á öfugan vegarhelming rétt við Þorlákshöfn, og framan á annan bíl. Hlaut ökumaður hins bílsins opið höfuðkúpubrot, dreifðan heilaskaða og verulega skerðingu á heilastarfsemi. Þetta var annað fórnarlamb hennar. Hún svipti sig lífi fyrir tveimur mánuðum. Dánarorsökin var of stór skammtur eiturlyfja. Yngri stúlkan átti fjölskyldu sem gat gripið inn í líf hennar í kjölfar árásarinnar. Stúlkan var send í meðferðarúrræði út í sveit og segir hún sjálf að það hafi bjargað lífi sínu. Henni tókst að vinna sig út úr fíkni- efnavandanum og starfaði mikið í jafningjafræðslu og síðar við vímuefnaforvarnir. Hún vinnur í verslunargeiranum í dag og er þriggja barna móðir. „Ég græt mig enn í svefn yfir því sem ég gerði. Ég hef þurft að lifa með þessu – og það hefur ekki verið auðvelt. Ég mun aldrei hætta að refsa mér fyrir þetta.“ Græt mig enn í svefn yfir því sem ég gerði sænsku, þýsku og spænsku,“ segir Gugga. „Og smá í frönsku.“ Henni finnst skemmtilegt að ferðast og hefur farið níu sinnum til útlanda með hjálp góðra vina. „Æskuvinur hennar, Björgvin Ingi Ólafsson, stofnaði ferðasjóð Guggu fyrir mörgum árum og gerir henni þannig kleift að gera það sem henni finnst skemmtilegast af öllu, að fara til útlanda,“ segir Barbara. Þarf tvo aðstoðarmenn Það er ekki lítið mál. Gugga þarf tvo aðstoðarmenn með sér og getur einungis gist á sérvöldum hótelum þar sem gert er ráð fyrir þörfum fatlaðs fólks. Hún þarf sjálf að standa straum af öllum kostnaði við ferðirnar, þar á meðal ferðakostn- aði aðstoðarmanna og uppihaldi þeirra. Og þá kemur ferðasjóðurinn að góðum notum. Gugga er þakklát öllum þeim sem hafa lagt sjóðnum lið og styrkt hana með öðrum hætti. Hún hefur til að mynda fengið árlegan styrk frá Sóroptim- istaklúbbi Bakka og Selja. „Það er ómetanlegt,“ segir Gugga. „New York,“ svarar hún og brosir þegar hún er spurð að því hver sé uppáhaldsstaðurinn hennar í heiminum. En næst langar hana að fara til Mallorca. Þar á hún vin, franskan tattúlistamann sem rekur tattústofu og Gugga kynntist fyrir mörgum árum þegar hún fékk sér tattú hjá honum, þrjú kínversk tákn: ást, viska og sakleysi, auk tveggja rósaflúra. Þau hafa haldið sambandi á netinu og hann hefur heimsótt hana til Íslands. Alltaf syngjandi og dansandi „Hún var mjög félagslynd,“ segir Barbara, þegar ég spyr hvernig Gugga hafi verið sem unglingur. „Hún var alltaf syngjandi og dans- andi, tók virkan þátt í félagslífinu en var dugleg í skóla. Ég var alltaf viss um að það yrði eitthvað úr þessari stelpu. Hún er bráðvel gefin og alltaf lífleg og skemmtileg,“ segir móðir hennar. „Nú er ég meiri einfari. Mér finnst gott að vera ein, af því að þá get ég verið ég sjálf. Þegar ég fer út finnst mér allir vera að horfa á mig,“ segir Gugga. „Svo hef ég líka Mónu Madonnu. Hún er mér allt,“ segir Gugga og horfir í átt til kisunnar sinnar, kvikrar, brúnnar læðu með svört- um flekkjum. Hún er innikisa sem fær bara að fara út í bandi. Fjölskyldan samanstendur af þeim mæðgum einum, svo að segja, lítið samband er við aðra fjöl- skyldumeðlimi sem að auki búa fjarri höfuðborgarsvæðinu. Þær mæðgur eru mjög samrýmdar og miklir félagar. „En hún er stundum erfið,“ segir Gugga um mömmu sína og hlær. „Ég flutti í Hveragerði í þrjú ár. Þá var ég ekki mikið að ónáða hana en nú er ég bara hérna í nágrenn- inu,“ segir móðirin. „Ég er mjög fegin,“ segir Gugga. „Við höfðum báðar mjög gott af því að ég flutti í burtu,“ segir móð- Framhald á næstu opnu viðtal 41 Helgin 7.-9. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.