Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.12.2012, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 07.12.2012, Blaðsíða 54
Frábær bók fyrir alla hundaeigendur Á rni Þór Vigfússon og Krist-ján Ra. höfðu verið vinir síðan í Verzlunarskólanum og gerðust frekir til fjörsins í menn- ingar- og skemmtanalífi landsins í kringum aldamótin. Þeir settu upp söngleikinn Cats sem sló í gegn, áttu skemmtistaðinn Prikið og komu að rekstri Skjás Eins árið 1999 undir merkjum fyrirtækis síns, Alvara lífs- ins. Skatturinn gaf Alvöru lífsins gaum eftir að félaginu láðist að skila inn ársreikningum og standa skil á opinberum gjöldum. Skattrann- sóknin leiddi í ljós að Alvara lífsins hafði fengið gríðarlegar fjárhæðir frá Landsímanum, sem þá var ríkis- fyrirtæki, án þess að nokkur sýnileg viðskipti lægju þar að baki. Þegar skýringa á greiðslunum til Alvöru lífsins var leitað hjá Land- símanum hrundi vandlega byggð spilaborg og á daginn kom að ævin- týralegur uppgangur og velgengni viðskiptafélaganna byggði að hluta á illa fengnu fé úr sjóðum Símans. Sveinbjörn Kristjánsson, aðalféhirð- ir Landssímans, játaði strax undan- bragðalaust að hafa dregið sér á fjórum árum 261 milljón króna sem hann hafði að hluta lánað bróður sínum, Kristjáni Ra., og Árna Þór til uppbyggingar og rekstrar Skjás Eins. Sveinbjörn sagðist bera alla sök einn og að Kristján og Árni hefðu tekið við fénu sem láni í góðri trú. Þremenningarnir voru engu að síður allir ákærðir, auk karls og konu sem gert var að sök að hafa tekið þátt í peningaþvætti í tengslum við málið. Heimskulegur greiði Við yfirheyrslur og vitnaleiðslur fyr- ir héraðsdómi kom fram að upphaf málsins mætti rekja til þess þegar Kristján og Árni Þór hefðu í „hálf- kæringi“ fært í tal við Sveinbjörn árið 1999 hvort hugsanlegt væri að fá fyrirgreiðslu hjá Landsímanum. Þeir voru þá komnir á fleygiferð með Skjá Einn og sárvantaði fé. Sveinbjörn féllst á að útvega þeim lán hjá Landsímanum enda væru Íslandsmet í fjárdrætti Blóði drifnir ofbeldisglæpir og haugur af smygluðu dópi hafa sett svip sinn á síðustu þætti Sannra íslenskra sakamála á Skjá Einum. Á mánudagskvöld er hins vegar komið að einu stærsta fjár- svikamáli sem sögur fóru af fyrir hrun en þegar dómur féll í Landsímamálinu, svokallaða, var um að ræða stærsta fjárdráttarmál sem komið hafði fyrir íslenska dómstóla. Á fjórum árum hafði aðalféhirði Landsímans tekist með snilldarlegum bókhaldsbrellum að draga sér 260 milljónir króna sem að miklu leyti runnu sem „lán“ til vinanna og viðskiptafélaganna Árna Þórs Vigfús- sonar og Kristjáns Ra. Kristjánssonar sem settu peningana í rekstur Skjás Eins heimatökin hæg hjá hon- um. Skjár Einn fór í loftið í október 1999 og sam- kvæmt ákærunni runnu 129 milljónir króna til Alvöru lífsins á því ári og því næsta. „Þetta var heimsku- leg greiðasemi,“ sagði Sveinbjörn fyrir dómi. Hann var samvinnuþýð- ur frá upphafi og daginn eftir að skattrannsóknin hófst gaf hann sig fram við yfirmenn Símans. „Ég gerði mér grein fyrir því að málið kæm- ist nú upp,“ sagði hann við vitnaleiðslur. Svein- björn gat þess einnig að alltaf hefði staðið til að endurgreiða Símanum féð þótt ekki hefði verið gengið frá því skriflega eða með formlegum hætti munnlega. Sveinbjörn áttaði sig síðar á því að Kristján og Árni Þór gætu ekki borgað lánin til baka. Í það minnsta ekki í bráð þannig að hann breytti bókhaldi Símans, faldi greiðslurnar til Alvöru lífsins og Ís- lenska sjónvarpsfélagsins. Þá var heldur ekki aftur snúið og fjárdrátt- urinn hélt áfram fram eftir árinu 2003 og var þegar upp var staðið kominn í 261 milljón króna. Sveinbjörn notaði aðeins lítinn hluta fjárins til eigin nota og megnið rann til félaga í eigu Árna og Krist- jáns. Snilldartilþrif í bókhaldi Bókhaldsfléttan sem Sveinbjörn hannaði í kringum fjárdráttinn þótti snilldarleg og ekki reyndist unnt að rekja hana nema með aðstoð hans sjálfs en hann hafði allan þennan tíma þurft að gæta þess að vera aldrei í fríi eða fjarverandi á mán- aðamótum þar sem fela þurfti gatið í hverju uppgjöri. Sveinbjörn þótti hafa sér til máls- bóta að hann var samvinnuþýður frá upphafi og eyddi ófáum klukku- stundum á meðan hann sat í gæslu- varðhaldi á skrifstofu Símans þar sem hann hjálpaði til við að rekja vel falda slóð sína. Sveinbirni tókst að blekkja innra eftirlit Símans og Ríkisendurskoð- un árum saman en eftirlitsaðilarnir töldu sig ekki geta borið ábyrgð á af- brotum gjaldkerans þar sem féð var dregið af slíkri snilld að hefðbundin endurskoðunarúrræði dugðu ekki til þess að upplýsa skekkjuna í bók- haldinu sem var hvergi sýnileg. Sveinbjörn virtist mjög meðvit- aður um þetta meistaraverk sitt en samkvæmt frétt DV í júní 2004 hafði hann fundað með bókaforlagi og viljað selja söguna af fjárdrætt- inum á bók. Reyndi að hlífa Kristjáni og Árna Sveinbjörn lagði frá upphafi áherslu á að hann bæri einn ábyrgð á fjár- drættinum og að Kristján, bróðir hans, og Árni Þór hefðu tekið við „lánsfénu“ í góðri trú um að allt væri með felldu. Ákæruvaldið tók þennan framburð Sveinbjarnar ekki trúan- legan enda hefði Árna Þór og Krist- jáni mátt vera ljóst að lánveitingar af þessu tagi fengju ekki staðist. Þeim hefði mátt vera ljóst að ríkisfyrirtæki stæðu ekki í því að lána fólki slíkar upphæðir án þess að svo mikið sem rætt væri um endurgreiðslur eða pappírar þess efnis undirritaðir. Jón H. B. Snorrason, ríkissak- sóknari, sagði framburð vinanna ótrúverðugan og þá einkum Árna Þórs þegar hann segðist ekkert hafa vitað um fjármálaumsýslu vegna Skjás Eins. Gestur Jónsson, verjandi Árna Þórs, mótmælti þessu og sagði ekki stætt á því að dæma menn fyrir eitthvað sem þeir „hefðu mátt vita.“ Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi þá Kristján og Árna Þór í tveggja ára fangelsi fyrir hylmingu, móttöku og ráðstöfun fjármunanna en hæstirétt- ur mildaði dómana yfir þeim þannig að Kristján fékk átján mánaða fang- elsisdóm og Árni Þór fimmtán. Þriðji sakborningurinn fékk þriggja mán- aða dóm í hæstarétti en Sveinbjörn fékk fjögurra og hálfs árs fangelsis- dóm í héraði og áfrýjaði þeim dómi ekki. Sveinbjörn var mjög ósáttur við að Kristján og Árni Þór skyldu hljóta dóm í málinu og sendi yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem hann sagði að ekki hefðu verið lögð fram nein gögn í málinu sem tengdu aðra ákærðu við refsivert athæfi: „Fyrir mig er þetta lífstíðardómur. Það að sak- lausir menn séu dæmdir, ungir, til mjög harðra refsinga út af gjörðum mínum er óbærilegt.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Sveinbjörn bjó yfir yfirgripsmikilli þekkingu á bókhalds- og tölvukerfi Landsímans og tókst að hylja slóð sína vandlega. Sveinbjörn Kristjánsson var aðalféhirðir Landsímans þegar hann gerði bróður sínum og viðskiptafélaga hans heimskulegan greiða, eins og hann orðaði það sjálfur. Hann „lánaði“ þeim háar fjárhæðir úr sjóðum Símans og vildi meina að þeir hefðu tekið við fénu í góðri trú. Forsíða DV föstudaginn 4. júní 2004 þar sem greint var frá að Kristján Ra. hefði brotnað saman við vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi. 52 sakamál Helgin 7.-9. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.