Fréttatíminn - 07.12.2012, Blaðsíða 27
GOTT AÐ GEFA, HIMNESKT AÐ ÞIGGJA
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
„Þarna byrjaði ég að mála í fyrsta
skipti á ævinni. Ég hafði aldrei
málað áður enda var ég bara leik-
kona og leikstjóri.“
Edda hefur góða aðstöðu til að
sinna list sinni á Grensási þar sem
hún nærir sálina með pensilinn
milli tannanna. „Það er hugsað
rosalega vel um mig á Grensási.
Þar fer ég í sund, æfingar, nudd,
sjúkraþjálfun og borða og fer svo
að vatnslita. Dagarnir mínir eru
svolítið skipulagðir og fyrirfram
ákveðnir og það er bara gott.“
Sögur á striga
Bækurnar tvær sem Edda Heiðrún
og Þórarinn unnu í sameiningu
heita Vaknaðu, Sölvi og Ása og
Erla. Í Ásu og Erlu er tveimur vin-
konum fylgt frá æsku til elliáranna
en í hinni bókinni tekur Sölvi sig til
og ætlar að veiða fisk úr fötu handa
kettinum sínum. Sögurnar komu
til Eddu í myndum fyrir ári síðan
og þegar þær voru komnar á striga
fékk hún Þórarin til þess að ljóð-
skreyta þær.
„Ég var í hvíldarinnlögn á
Reykjalundi þegar mér datt í hug
að mála þessar sögur. Ég var búin
í prógramminu mínu um klukkan
þrjú á daginn og málaði myndirnar
eftir það og þangað til ég fór að sofa.
Sögurnar lágu nokkuð skýrt fyrir
þegar ég fékk Þórarin til þess að
semja ljóð við þær eða ljóðskreyta
þær öllu heldur. Ég var komin með
nöfnin á persónurnar og söguþráð-
inn og síðan tók hann við.“
Edda segist í raun ekkert vita
hvaðan persónurnar komu. „Það
má eiginlega segja að þarna hafi
persónurnar bara beðið eftir því
að komast á blað og oft er það
þannig að ég sest bara fyrir framan
strigann og það kemur eitthvað úr
penslinum.“
Þórarinn segist hafa gefið sér
góðan tíma í ljóðskreytingarnar.
„Lengi vel þá gerðist nú bara ekki
neitt en svo allt í einu fann ég
leiðina. Ég útskýri leiðina þannig
eftir á að þótt þetta sá í bundnu
formi þá er bragarhátturinn ekki
fastnjörvaður. Atkvæðafjöldinn í
línum er mjög óreglulegur og rímið
kemur eftir hentugleikum og það
er kannski dálítið í ætt við vatnslit-
aðaferðina. Þetta eru svona ljóð þar
sem er blautt í blautt.“
„Já, það má eiginlega segja það,“
tekur Edda Heiðrún undir. „Eins og
þegar maður málar með vatni og
lætur svo litinn drjúpa í. Þá flæðir
hann svona og þessi vatnslitaáferð
fæst sem er svo létt og leikandi.“
Málað og ort fyrir Grensás
Edda segist strax hafa hugsað til
Þórarins þegar henni datt í hug að
ljóðskreyta myndirnar. „Ég var í
rauninni alltaf með Þórarin í huga.
Hann er orðsnillingurinn okkar og
leikur sér að tungumálinu og því að
setja saman orð. Það er líka svo gott
að kenna börnum í gegnum ljóð
og rím og þegar húmorinn kemur
saman við er á vísan að róa.“
Framhald á næstu síðu
Óli
Lófar þínir svo mjúkir
iljar gerðar til gangs
augun sem þekkja mig ekki
enn beðið eftir fyrirmælum
sem aldrei bárust
ókunnar leiðir
rofnar af óþekktu meini
Það sem heftir þroska þinn
elfdi minn
Allt sem þú gafst mér:
þú kynntir mig
Sorginni og Voninni
og kenndir mér
að ekkert er sjálfsagt
Ég gaf þér ekkert
nema lífið
Þórarinn Eldjárn
Ljósmyndir/Hari
viðtal 25 Helgin 7.-9. desember 2012