Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.12.2012, Síða 27

Fréttatíminn - 07.12.2012, Síða 27
GOTT AÐ GEFA, HIMNESKT AÐ ÞIGGJA F ÍT O N / S ÍA „Þarna byrjaði ég að mála í fyrsta skipti á ævinni. Ég hafði aldrei málað áður enda var ég bara leik- kona og leikstjóri.“ Edda hefur góða aðstöðu til að sinna list sinni á Grensási þar sem hún nærir sálina með pensilinn milli tannanna. „Það er hugsað rosalega vel um mig á Grensási. Þar fer ég í sund, æfingar, nudd, sjúkraþjálfun og borða og fer svo að vatnslita. Dagarnir mínir eru svolítið skipulagðir og fyrirfram ákveðnir og það er bara gott.“ Sögur á striga Bækurnar tvær sem Edda Heiðrún og Þórarinn unnu í sameiningu heita Vaknaðu, Sölvi og Ása og Erla. Í Ásu og Erlu er tveimur vin- konum fylgt frá æsku til elliáranna en í hinni bókinni tekur Sölvi sig til og ætlar að veiða fisk úr fötu handa kettinum sínum. Sögurnar komu til Eddu í myndum fyrir ári síðan og þegar þær voru komnar á striga fékk hún Þórarin til þess að ljóð- skreyta þær. „Ég var í hvíldarinnlögn á Reykjalundi þegar mér datt í hug að mála þessar sögur. Ég var búin í prógramminu mínu um klukkan þrjú á daginn og málaði myndirnar eftir það og þangað til ég fór að sofa. Sögurnar lágu nokkuð skýrt fyrir þegar ég fékk Þórarin til þess að semja ljóð við þær eða ljóðskreyta þær öllu heldur. Ég var komin með nöfnin á persónurnar og söguþráð- inn og síðan tók hann við.“ Edda segist í raun ekkert vita hvaðan persónurnar komu. „Það má eiginlega segja að þarna hafi persónurnar bara beðið eftir því að komast á blað og oft er það þannig að ég sest bara fyrir framan strigann og það kemur eitthvað úr penslinum.“ Þórarinn segist hafa gefið sér góðan tíma í ljóðskreytingarnar. „Lengi vel þá gerðist nú bara ekki neitt en svo allt í einu fann ég leiðina. Ég útskýri leiðina þannig eftir á að þótt þetta sá í bundnu formi þá er bragarhátturinn ekki fastnjörvaður. Atkvæðafjöldinn í línum er mjög óreglulegur og rímið kemur eftir hentugleikum og það er kannski dálítið í ætt við vatnslit- aðaferðina. Þetta eru svona ljóð þar sem er blautt í blautt.“ „Já, það má eiginlega segja það,“ tekur Edda Heiðrún undir. „Eins og þegar maður málar með vatni og lætur svo litinn drjúpa í. Þá flæðir hann svona og þessi vatnslitaáferð fæst sem er svo létt og leikandi.“ Málað og ort fyrir Grensás Edda segist strax hafa hugsað til Þórarins þegar henni datt í hug að ljóðskreyta myndirnar. „Ég var í rauninni alltaf með Þórarin í huga. Hann er orðsnillingurinn okkar og leikur sér að tungumálinu og því að setja saman orð. Það er líka svo gott að kenna börnum í gegnum ljóð og rím og þegar húmorinn kemur saman við er á vísan að róa.“ Framhald á næstu síðu Óli Lófar þínir svo mjúkir iljar gerðar til gangs augun sem þekkja mig ekki enn beðið eftir fyrirmælum sem aldrei bárust ókunnar leiðir rofnar af óþekktu meini Það sem heftir þroska þinn elfdi minn Allt sem þú gafst mér: þú kynntir mig Sorginni og Voninni og kenndir mér að ekkert er sjálfsagt Ég gaf þér ekkert nema lífið Þórarinn Eldjárn Ljósmyndir/Hari viðtal 25 Helgin 7.-9. desember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.