Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.12.2012, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 07.12.2012, Blaðsíða 28
 er útgefandi American Express® samkvæmt leyfi frá American Express American Express Valid Thru Member Since American Express Valid Thru Member Since F ÍT O N / S ÍA Jólapottur American Express® Þú gætir unnið ferð til USA og 100.000 Vildarpunkta! Þú gætir unnið glæsilega vinninga ef þú notar Icelandair American Express til að versla fyrir jólin. Allir meðlimir sem nota kortið fyrir 5.000 kr. eða meira fyrir 15. desember fara í jólapottinn og því oftar sem þú notar kortið, því meiri möguleikar á vinningi! Sex heppnir meðlimir verða dregnir úr jólapottinum • 1x Flug fyrir tvo til Bandaríkjanna með Icelandair og 100.000 Vildarpunktar • 1x Flug fyrir tvo með Flugfélagi Íslands + gisting á Icelandair hótels í eina nótt. • 2x Yndislegt steinanudd fyrir tvo að verðmæti 30.000 kr. • 2x Gjafabréf á veglega máltíð að verðmæti 25.000 kr. American Express er skrásett vörumerki American Express.Kynntu þér málið nánar á www.americanexpress.is Þórarinn segir samstarfið hafa gengið áreynslulítið fyrir sig. „Við unnum þetta kannski frekar í sundur en saman. Það er að segja, Edda setti mig inn í sögurnar sem hún bjó náttúrlega í raun og veru til. Hún sagði mér hvað væri að gerast og lýsti stemning- unni, hvað fólkið héti og þess háttar. Síðan réðst það nú bara af einhverri tilviljun úr hvaða átt ég kom að þessu í ljóðskreyting- unni.“ Allur ágóðinn af sölu bókanna rennur til Hollvina Grensásdeildar. „Grensás á 40 ára afmæli á næsta ári þannig að mér fannst upplagt að gefa Hollvinunum þessa gjöf sem gæti síðan reynst heilladrjúg í framtíðinni. Þetta eru svona klassískar sögur og það mun bætast í lesendahópinn jafnt og þétt vegna þess að það fæðast nú alltaf ný börn.“ Edda Heiðrún segir þau Þórarin bæði hafa góða reynslu af Grensási og því hafi legið beint við að styrkja hollvinasamtökin með samstarfinu og Þórarinn tekur undir með henni. „Við höfum bæði góða reynslu af Grensási. Þórarinn í gegnum son sinn heitinn og ég af dvöl minni þar. Það lá eiginlega beint við að gefa þeim þetta. Þetta hefur reynst heilladrjúgt fram að þessu,“ segir Edda Heiðrún sem hefur áður beitt sér af kappi í fjáröflun fyrir Grensásdeildina. Hollvinir Grensásdeildar hafa látið gera eftirprentanir af myndunum í bókunum og þær eru einnig seldar til styrktar deildinni. „Ég er svo enn að leita að kaupanda að frum- myndunum sem ég ætla svo að gefa Grensási. Þetta eru fjórtán, fallega innrammaðar mynd- ir sem eru til sýnis í Þjóðmenningarhúsinu.“ Textagerð í næsta lífi Þórarinn hefur lengi skemmt börnum og auðgað málvitund þeirra með sprellfjörugum kveðskap sem oftast hefur fylgt myndskreyt- ingum systur hans, Sigrúnar Eldjárn. Þá hafa ljóðin oftast legið fyrir og Sigrún síðan tekið við en hann hefur þó líka komið að myndum Sigrúnar úr sömu átt og hann nálgaðist vatns- litamyndir Eddu Heiðrúnar. „Yfirleitt hafa ljóðin komið fyrst en í sum- um bókanna okkar hefur Sigrún gert mynd- irnar fyrst og þá stendur alltaf að þetta sé bók eftir Sigrúnu Eldjárn og að ég ljóðskreyti. Í þessu tilfelli erum við bara talin upp tvö sem höfundar og það sést nú bara ekkert fyrr en í höfundaréttinum hvort okkar gerði textann og hvort gerði myndirnar.“ „Enda skiptir það ekki öllu,“ skýtur Edda Heiðrún inn í og Þórarinn heldur síðan áfram: „Ef ég hefði hins vegar gert myndirn- ar þá væru þetta nú ekki fýsilegar bækur en hefðu sjálfsagt orðið fínar ef Edda hefði gert textann.“ „Ooooo, ég veit það nú ekki,“ segir Edda Heiðrún. „Ég held ekki. Ég er ekki góð í tungumálum. Ég er ekki orðsins manneskja en Þórarinn er það. Ég á það einhvern tíma eftir...“ „Það á eftir að koma,“ segir Þórarinn og Edda Heiðrún botnar: „Í næsta lífi.“ Kunningsskapur varð að traustri vináttu Edda Heiðrún og Þórarinn hafa þekkst í ára- tug eða svo og upp úr því sem fyrst var kunn- ingsskapur myndaðist mikil vinátta. „Við vorum í ákveðnu samstarfsverkefni sem fór af stað 2002 eða 2003 eða eitthvað svoleiðis. Síðan varð ekkert úr því en við höfum þekkst ágætlega síðan,“ segir Þórarinn. „Þau hjónin voru svo í vinahópnum mínum sem þjónaði mér í sjálfboðavinnu í þrjú ár og voru mitt styrktarnet,“ segir Edda Heiðrún sem hefur nú fengið styrk til þess að greiða fyrir þá helstu aðstoð sem hún þarf. „En nú get ég borgað fyrir það starf sem vinir mínir gáfu ríkinu í þrjú ár. Það er ekkert öðruvísi. En þetta var semsagt svona skávinátta til að byrja með en endaði svo í vinskap, væntum- þykju og virðingu.“ „Já, það er óhætt að nota þau orð,“ segir Þórarinn. „Það er tvímælalaust hægt sækja styrk til þeirra hjóna. Þau eru reynslunni ríkari þann- ig að það er gott fyrir mig að geta hallað mér að þeim og þá er sama hvort það er Unnur eða Þórarinn.“ Þrátt fyrir andstreymið eru vinirnir æðruleysið uppmálað og kunna að meta fegurðina í hinu smáa sem gefur lífinu gildi. Edda Heiðrún nefnir sem dæmi að sér finnst fólk hætt að umgangast mat af því þakklæti og virðingu sem honum ber. Fólk virðist upp- teknara af því að úða honum í sig frekar en staldra við, njóta hans og þakka fyrir hann. Maður má vera þakklátur fyrir svo margt. Eins og að fá góðar kartöflur. Þær eru partur af því sem gerir hversdagsleikann þess virði að lifa hann.“ „Það er alveg satt,“ tekur Þórarinn undir. „Við gleymum því oft að við erum meira og minna á vernduðum vinnustað.“ „Nákvæmlega,“ segir Edda Heiðrún. „Þetta er gósenland og maður er svo feginn að búa hérna.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is „Við höfum bæði góða reynslu af Grensási. Þórarinn í gegnum son sinn heitinn og ég af dvöl minni þar. Það lá eiginlega beint við að gefa þeim þetta. Þetta hefur reynst heilladrjúgt fram að þessu,“ segir Edda Heiðrún. Fimm bækur í flóðinu Þórarinn er með óvenju mörg járn í eldinum á þessari vertíð en honum telst til að hann sé með fimm bækur í flóði þessara jóla. „Það er allt í gangi og ég hef litið svo á að ég sé með fimm bækur að þessu sinni. Skáldsöguna Hér liggur skáld, þýðingu á Macbeth, þessar tvær Eddur,“ segir Þórarinn og vísar til bókanna sem hann gerði með Eddu Heiðrúnu. „Svo annaðist ég útgáfu á Vínlandsdagbók sem pabbi skrifaði fyrir fimmtíu árum. Ég hélt utan um hana og skrifaði formála og svoleiðis þannig að mér finnst nú að sú bók tilheyri mér líka að einhverju leyti. Þannig að þetta eru fimm stykki en það hittist bara svona á að þetta lendir allt á sama tíma.“ Málverkasýning í Þjóðmenningarhúsinu Þann 1. desember opnaði Edda Heiðrún sýningu á verkum sínum í Þjóðmenningarhúsinu. Þar sýnir hún bæði olíu- og vatnslitamyndir þar sem uppá- haldsfuglinn hennar, lóan, er áberandi. Þótt lóan skipi öndvegissess á sýningunni eru fleiri fuglar á ferðinni og á stærstu mynd sýningar- innar er spóapar með hreiður og fimm egg. Myndirnar eru til sýnis í verslun og veit- ingastofu Þjóðmenn- ingarhússins en flest verkin á sýningunni eru unnin í MS-Setrinu og á Endurhæfingardeildinni á Grensási. Þetta er fimmta einkasýning hennar og hún hefur tekið þátt í einni samsýningu í Bretlandi. Edda Heiðrún átti frumkvæði að því að stofna tilraunastofu í myndlist fyrir hreyfihamlaða hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Verk hennar úr tilraunastofunni eru sýnd í kjallara Þjóðmenn- ingarhússins, ásamt myndunum úr barnabók- unum tveimur sem eru þar til sölu. Sýningin í Þjóðmenningarhúsinu stendur til 28. febrúar 2013. 26 viðtal Helgin 7.-9. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.