Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.12.2012, Side 96

Fréttatíminn - 07.12.2012, Side 96
90 bíó Helgin 7.-9. desember 2012 Að þessu sinni tekur Clark jólin vægast sagt há- tíðlega og innblásinn hátíðar- andanum ætlar hann sér að halda fullkomin stórfjöl- skyldujól.  Christmas VaCation sígild jólamynd endursýnd F yrsta Griswold-myndin Vacation var frumsýnd 1983, í kjölfarið lagði Clark síðan land undir fót með fjölskyldu sinni í Europian Vacation tveimur árum síðar og á Sá mæti maður John Hughes (Home Alone, Uncle Buck, Planes, Trains & Automobiles, Ferris Bueller's Day Off) skrifaði handrit allra Griswold-myndanna þriggja og var greinilega í banastuði þegar hann skrifaði jólasögu Clarks Griswold og fjölskyldu hans þar sem hver fáránleg uppákoman rekur aðra í drepfyndinni gamanmynd. Christmas Vacation var frumsýnd árið 1989 þegar Chevy Chase gat enn talist skemmtilegur og fyndinn og aldrei verður af þessum heillum horfna grínara að hann situr ákaflega vel í hlutverki Clarks Griswold. Clark er draumóramaður sem ræðst oftast í málin meira af vilja en getu og dregur iðulega eiginkonuna og börnin sín tvö með sér út í spennandi ævintýri sem enda nánast undantekningalaust sem hið mesta feigðar- flan. Að þessu sinni tekur Clark jólin vægast sagt hátíðlega og innblásinn hátíðarandanum ætlar hann sér að halda fullkomin stórfjöl- skyldujól á heimili sínu í Chicago þangað sem hann stefnir tengdaforeldrum sínum, foreldrum sínum, frænku og öldruðum og snarkölkuðum frænda. Hópurinn blandast ekki neitt sérlega vel saman og allt fer þetta endanlega í handaskolum þegar skyldfólk hans frá Kansas birtist óvænt og algerlega óboðið á húsbílnum sínum og kemur sér fyrir í innkeyrslunni. Þar fer fremstur í flokki slúbbertinn og landeyðan Eddie frændi sem Randy Quaid leikur af stakri snilld. Clark reynir að gera gott úr öllu en lífið er honum átakanlega mótdrægt á aðventunni svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Christmas Vacation er einhvern veginn þannig mynd að hún þolir ítrekað áhorf og öll er þessi vitleysa nógu klikkuð til þess að endalaust má hlæja að sama ruglinu. Það er því vel til fundið hjá Sambíóunum að bjóða upp á myndina í bíó í aðdraganda jóla en hún hefur ekki staðið fólki til boða á breiðtjaldi í rúm tuttugu ár. Chase er studdur dyggum hópi góðra auka- leikara þar sem fyrrnefndur Randy Quaid er fremstur meðal jafningja. Juliette Lewis leikur unglingaveika dóttur Clarks og Johnny Galecki leikur son Clarks en sá hefur heldur betur slegið í gegn í seinni tíð í hlutverki nör- dsins Leonard í The Big Bang Theory. Leik- konan líflega Julia Louis-Dreyfus, sem síðar gerði það gott sem Elaine í Seinfeld-þáttun- um, leikur nágrannakonu Griswold-fjölskyld- unnar sem fær heldur betur að finna fyrir því hvernig er að búa við hliðina á jólabrjálæð- ingnum Clark Griswold. Chevy Chase lék fjölskylduföðurinn seinheppna Clark Wilhelm Griswold í þrígang í gamanmynd- unum sem kenndar eru við National Lampooń s og frí af ýmsu tagi. Árið 1989 reyndi vesalings Clark að halda gamaldags stórfjölskyldujól hátíðleg með skelfilegum afleiðingum í Christmas Vacation. Sú mynd er fyrir löngu orðin sígild jólamynd og Sambíóin bregða á leik á aðventunni og endursýna þessa snilld sem á að koma öllum í jólaskap. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Clark Griswold kemur með jólaskapið Tvær grímur renna á frú Ellen Griswold (Beverly D Ángelo) þegar eiginmaður hennar fær jólabakteríuna og leggur allt í sölurnar svo stórfjölskyldan geti átt fullkomin jól. Svartur sunnudagur Carnival of Souls Sunnudagsbíósýningar þeirra félaga Hugleiks Dagssonar, Sjóns og Sigurjóns Kjartanssonar halda áfram í Bíó Paradís undir merkjum Svartra sunnudaga og að þessu sinni bjóða þeir upp á almennilega sýru sem hefur í gegnum tíðina heillað ekki ómerkari rugludall en sjálfan David Lynch. Carnival of Souls segir frá konu sem er næstum drukknuð eftir þriggja klukkustunda leit björgunarmanna að henni. Eftir að hún kemst á land ræður hún sig sem organista í kirkju í litlum bæ í Utah og þá fara undarlegir hlutir að gerast. Heimildamyndagerðar- maðurinn Hark Harvey gerði myndina fyrir lítið fé árið 1963 og hún taldist til B-mynda, fékk litla dreifingu og var helst sýnd í bílabíóum. Hún aflaði sér þó fylgis hjá afmörkuðum hópum og endaði með „költ-status“. Carnival of Souls flokkast sem hryllingsmynd en býr yfir sér- stöku andrúmslofti sem hefur sem fyrr segir verið David Lynch innblástur. Töfrar myndarinnar verða ekki greindir auðveldlega en hér gefst einstakt tækifæri til þess að upplifa hana í myrkum bíósal. Carnival of Souls er sýnd í Bíó Paradís sunnudagskvöldið 9. desember klukkan 20.Organistinn lendir í undarlegum aðstæðum í smábæ í Utah. Þú færð gjafakort í verslunum Gjafakort Jólabókin í ár! Gjafakort frá eBókum er fullkomin jólagjöf. Fæst í Hagkaupum, ELKO og Epli.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.