Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.12.2012, Page 12

Fréttatíminn - 07.12.2012, Page 12
V ið erum þegar farin að sjá breytingar,“ útskýrir Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins, en hann og kollegi hans, Arnfried Abra- ham, rita grein í nýjasta hefti Skógræktarritsins þar sem kemur fram að Ísland hefur til þessa tilheyrt norræna barrskógabeltinu þegar kemur að skógrækt. En í dag er staðan sú að tegundir sem tilheyra því belti, eins og til dæmis síberíulerkið, „líður illa í þessum mildu vetrum sem við höfum fengið,“ segir Þröstur og bætir við að aðrar tegundir, ættaðar úr hafrænu loftslagi af suðurströnd Alaska, „líður vel þessi árin og vaxa eins og aldrei fyrr.“ Þetta eru tegundir á borð við sitkagrenið en á Kirkjubæjarklaustri hefur það þegar náð 25 metra hæð, segir í greininni. Þresti er ekki skemmt þegar hann er spurður hvort það megi þá segja að jólatrjám líði sérstaklega vel á Íslandi þegar hitinn hækkar og veturnir verði mildari. „Ef þetta á að vera heimsku- leg grein þá geturðu kallað þetta jólatré,“ segir Þröstur sem er mikið niðri fyrir enda efnið honum hugleikið mjög enda segja hófsömustu spár um hlýnun að gera megi ráð fyrir 2,5 gráðu hækkun hitastigs á þessari öld og við það miða þeir Þröstur og Arnfried í grein sinni, „Tempraða beltið færist yfir“. „En allar fréttir sem eru að koma núna frá Loftslagsráð- stefnu Sameinuðu þjóð- anna segja að hlýnun eigi sér stað mun hraðar en talið hefur verið,“ segir Þröstur en nú þegar, fyrstu tólf ár aldarinnar, hefur hitastigið hækkað um eina gráðu þannig og ef sú hækkun gefur rétta mynd og þróunin verði í samræmi við þá hækkun þá verður lofts- lagið á Íslandi líkara því sem það er í suðurhluta Englands eða í Frakk- landi í lok aldarinnar. En jafnvel þótt hækk- unin verði einungis 2,5 gráður á öldinni og loftslagið verði „bara“ eins og í Skotlandi þýðir það meiri möguleika í skógrækt: „Í Skotlandi er hægt að rækta mjög margar tegundir og kannski síst þessar norrænu barrskógategundir sem við höfum helst verið að rækta hér á landi,“ segir Þröstur. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 1 2 -2 5 5 5 VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA www.postur.is TENGING ÞÍN VIÐ PÓSTINN UM JÓLIN Póstappið finnur fyrir þig sendingu sem hefur verið póstlögð og í appinu getur þú keypt SMS frímerki. Það er auðvelt að finna næsta pósthús á stafrænu korti eða einn af 200 póstkössum. Hann gæti verið handan við hornið því appið veit hvar þú ert. Fyrir jólin geta viðskiptavinir fundið upplýsingar um síðustu skiladaga, opnunartíma pósthúsa um allt land og staðsetningar Jólapósthúsa í verslunarmiðstöðvum undir jólahnappnum í appinu. Ef þetta á að vera heimskuleg grein þá geturðu kallað þetta jólatré.  Skógrækt ÍSlendingar gætu ræktað riSafurur á næStunni Tempraða beltið færist yfir Ísland Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins, segir að samkvæmt spám muni hitastig hér á landi hækka um minnst 2,5 gráður á þessari öld. Það merkir að hægt verði að rækta hér risafurur sem eru stærstu tré jarðar. Ísland er að fá sama loftslag og er nú í Skotlandi. Hér er Þröstur Eysteinsson á vettvangi að skoða lerki í september á þessu ári. Hér eru Hallgrímur Indriðason og Sherry Curl að skoða ungar risafurur í Skotlandi en þessi mynd birtist með grein þeirra Þrastar og Arnfried í Skógræktarritinu 2012. 10 fréttir Helgin 7.-9. desember 2012
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.