Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.10.2013, Page 4

Fréttatíminn - 18.10.2013, Page 4
Styrktar tónleikar Til styrktar sjóðs gigtveikra barna kl. 20 í Háskólabíói Þriðjudaginn 22.okt Þjóðþekktir tónlistamenn koma fram Sjá nánar á midi.is veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Hæg A-átt og þurrt. VíðAst léttskýjAð og næturfrost. HöfuðborgArsVæðið: Léttskýjað og hægur andvari. hiti ofan frostmarks. þutt og sólríkt um lAnd Allt. HægViðri og Hægt kólnAndi. HöfuðborgArsVæðið: Bjartviðri og næturfrost. smáél Við sjóinn A-lAnds, en AnnArs þurrt, en þykknAr upp syðst. HöfuðborgArsVæðið: Áfram sóL og stiLLa og heLdur kóLnandi. stillt og fallegt veður Lítið lát viðist vera á haustblíðunni. háþrýstingur við landið er þrálátur og á meðan eru vindar hægir og til landins hreinlega hægviðri. Á morgun er útlit fyrir að nánast heiðríkt verði um mikinn hluta landsins. fágæt skilyrði til norðurljósa- skoðunar ef af verður. Á sunnudag dregur upp ský á himin, en áfram verður úrkomulaust utan a- og sa-strand- arinnar þar sem hætt er við éljum. 7 3 3 4 7 3 1 -2 0 3 1 1 -1 -1 3 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is  aFbrot mikil breyting á aFstöðu milli ára Íslendingar telja kyn- ferðisbrot alvarlegust Íslendingar líta á kynferðisbrot sem alvarlegustu brotin í samfélaginu. Þetta er í fyrsta sinn sem kynferðisbrotin tróna á toppnum í langtímarannsókninni „viðhorf Íslendinga til afbrota“ sem hófst fyrir 24 árum. enn er afgerandi andstaða gegn dauðarefsingum en andstaðan hefur þó minnkað lítillega frá fyrri árum. Í fyrsta sinn líta Íslendingar á kynferðis-brot sem alvarlegustu afbrotin í samfé-laginu. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- fræði, gerði í samstarfi við Jónas Orra Jónas- son, MA í félagsfræði. Helgi hefur frá árinu 1989 leitt rannsóknina „Afstaða Íslendinga til afbrota“ og hefur neysla fíkniefna nær alltaf verið nefnd af flestum sem alvarlegasta vanda- mál afbrota á Íslandi, allt frá þriðjungi þjóðar- innar til yfir helmings hennar. Í ár nefndu flestir kynferðisbrot, eða 36%. Konur hafa alltaf haft meiri áhyggjur af kynferðisbrotum, 41% kvenna nú samanborið við 32% karla. Heildarniðurstöður rannsóknarinnar í ár verða kynntar í Þjóðarspeglinum – ráðstefnu í Háskóla Íslands föstudaginn 25. október. Rannsóknin miðar að því að kanna við- horf Íslendinga til afbrota og hvort afstaðan breytist yfir tíma, út frá nokkrum spurning- um sem hafa verið lagðar reglulega fyrir úr- tak Íslendinga síðustu 24 árin í samvinnu við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Helgi bendir á að mikil aukning sé milli ára á fjölda þeirra sem telji kynferðisbrot alvarlegust, en í fyrra voru það aðeins 13%. „Mjög líklegt er að umræða um kynferðisbrot í byrjun ársins hafi haft mikil áhrif enda þjóðin nýbúin að fara í gegnum erfiða og þunga umfjöllun um kynferðisbrot gegn börnum,“ segir hann. Í rannsókninni er fólk einnig spurt hverja það telji vera mikilvægustu ástæðu þess að fólk leiðist út í afbrot. Afstaðan hefur ekki breyst að neinu marki á árunum 1989-2013. Ætíð nefna flestir áfengis- og fíkniefna- neyslu, eða 55-73%. Helsta breytingin er að nú nefna 12% vægar refsingar en mun færri hafa áður nefnt þær. Áfram er afgerandi andstaða gegn dauða- refsingum en í dag eru 83% andvígir því að Íslendingar taki upp dauðarefsingar við alvarlegum glæpum eins og morði af yfir- lögðu ráði. Þetta er þó eilítið minni andstaða en áður en árin 2002 og 1997 voru 89% mót- fallnir dauðarefsingum. „Breivik-málið og þung umræða um barnaníðinga hefur því ekki breytt miklu,“ segir Helgi. Heldur fleiri karlar fylgjandi dauðarefsingum en konur, og yngra fólk frekar en eldra. erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is AfstAðA til nýlegrA dómsmálA í rannsókninni var fólk spurt um afstöðu til raunverulegra dómsmála. kynferðisbrot „23 ára karlmaður sem ekki hefur áður hlotið dóm hefur samræði við 22 ára konu er hún liggur í áfengisdái á heimili hans. myndir þú segja að refsivist í fangelsi í 18 mánuði og miskabætur til þolanda upp á 600 þúsund krónur sé: Hæfilegur dómur, of vægur eða of harður“.  of vægur 75%  Hæfilegur 21%  of harður 4% fíkniefnabrot „29 ára karlmaður sem ekki hefur áður hlotið dóm er sekur um ræktun á 300 kannabisplöntum sem alls gefa af sér 19 kíló af kannabisefnum. myndir þú segja að refsivist í fangelsi í 1 ár sé: Hæfilegur dómur, of vægur eða of harður.“  of vægur 56%  Hæfilegur 34%  of harður 10% „Gagnrýnin er meiri á nauðgun- ardóminn en fíkniefnabrotið enda hefur lengi verið þung undiralda í samfélaginu gagnvart dóms- kerfinu í kynferðisbrotamálum sem hefur skilað sér í þyngri refsingum á síðustu misserum,“ segir Helgi Gunnlaugsson. 36% Íslendinga telja kynferðisbrot vera alvarlegustu brotin. Þetta er mikil aukning frá síðasta ári þar sem aðeins 12% töldu kynferðisbrot vera alvarlegust. Ljósmynd/ NordicPhotos/GettyImages jónas orri jónas- son, ma í félags- fræði frá háskóla Íslands. helgi gunnlaugs- son, prófessor í félagsfræði við háskóla Íslands. Borgin byggir félagsbústaði reykjavíkurborg mun beita sér fyrir uppbyggingu almenns leiguhúsnæðis í borginni í gegnum félagsbústaði, sem er félag í eigu reykjavíkurborgar, að því er fram kemur í tillögum húsnæðishóps borgarráðs sem teknar voru fyrir á fundi borgarráðs í gær. tillögurnar hafa það að markmiði að 2.500 til þrjú þúsund leiguíbúðir rísi á byggingarreitum víða í Reykjavík á næstu þremur til fimm árum. gert er ráð fyrir að uppbyggingin fari fram í gegnum lóðaúthlutanir fyrir rótgróin byggingarfélög, en að jafnframt verði ný slík félög stofnuð í samráði við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar. Uppbyggingar- áætlun fylgir tillögunum og gerir hún ráð fyrir að allt að helmingur nýrra íbúða sem ráðist verði í til 2018 verði leiguíbúðir eða búseturéttaríbúðir. sýning um íslenskt atvinnulíf sýning um íslenskt atvinnulíf er í undir- búningi hjá háskólanum á Bifröst en stefnt er að því að sýningin opni í lok maí 2014. sýningin verður öllum opin og er henni ætlað að draga upp fjölbreytta og jákvæða mynd af íslenskum fyrirtækjum og þýðingu þeirra fyrir samfélagið. stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja munu kynna starfsemi sína og kynna með margvís- legum leiðum hvaða verðmæti þau eru að skapa og hvernig. framtíðarsýn fyrir- tækjanna verður gerð skil og því munu gestir komast í góða snertingu við íslenskt nútímaatvinnulíf. maría ólafsdóttir hefur verið ráðin sýningarstjóri en hún starfaði sem blaðamaður á morgunblaðinu og er með Ba gráðu í blaðamennsku frá há- skólanum í Sheffield sem og MA gráðu í þjóðfræði frá háskóla Íslands. nægt framboð er af starfsfólki en þó örlar á starfsmanna- skorti í byggingarstarfsemi, samgöngum og ferðaþjónustu. stöðnun í fjárfestingum og á vinnumarkaði Flestir stjórndur telja aðstæður í atvinnulífinu vera í meðallagi og að þær batni ekki á næstu sex mánuðum. Mun fleiri telja aðstæður í atvinnulífinu vera slæmar en að þær séu góðar. nægt framboð er af starfsfólki en það örlar á starfsmannaskorti í byggingarstarfsemi, samgöngum og ferðaþjónustu. Útlit er fyrir að fjárfestingar fyrir- tækjanna standi í stað á árinu og í heild gera stjórnendur ráð fyrir óbreyttum starfs- mannafjölda næstu sex mánuði, að því er fram kemur í ársfjórðungslegri könnun en Samtök atvinnulífsins eru í samstarfi við Seðlabanka Íslands um reglubundna könnun á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækja á Íslandi. Capacent kannar. Framleiðslu- og þjónustugeta fyrirtækjanna er vannýtt í flestum tilfellum, að því er fram kemur í könnuninni. að jafnaði vænta stjórnendur 3,7% verðbólgu næstu 12 mánuði og 4,6% eftir tvö ár. stjórnendur búast við að gengi krónunnar veikist heldur á næst- unni og að stýrivextir seðlabankans verði óbreyttir. tæplega helmingur stjórnenda býst við að hagnaður, sem hlutfall af veltu, á þessu ári verði svipaður og á síðasta ári, og álíka margir að hann aukist og að hann minnki. horfur um hagnað eru bestar í samgöngum og ferðaþjónustu, fjármála- starfsemi og verslun en lakastar í byggingarstarfsemi, iðnaði, sjávarútvegi og sérhæfðri þjónustu. horfur um hagnað eru betri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni og nokkuð betri hjá útflutningsfyrirtækjum en öðrum fyrirtækjum. 4 fréttir helgin 18.-20. október 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.