Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.10.2013, Page 14

Fréttatíminn - 18.10.2013, Page 14
Áskoranir á mörkuðum hafa sjaldan verið meiri en nú. Tækifærin sem þeim fylgja geta verið dýrmæt. Njóttu ráðgjafar sérfræðinga við mat á fjárfestingarkostum og nýttu tækifærin á verðbréfamarkaði með eignastýringu MP banka. Þjónusta okkar er sniðin að þörfum viðskiptavina og við bjóðum fjölbreytt úrval fjárfestingarleiða til að ná ávöxtunarmarkmiðum hvers og eins. Kynntu þér framúrskarandi þjónustu sérfræðinga eignastýringar MP banka og fáðu kynningarfund. www.mp.is Hafðu sambandeinkabankathjonusta@mp.is Nánari upplýsingar um fj árfestingarleiðir og verðskrá á www.mp.is eða í síma 540 3230. Eignastýring MP banka Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. H Hálfgert knattspyrnuæði hefur verið hér á landi undanfarið vegna góðs árangurs íslenska karlalands- liðsins í riðlakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Brasilíu á næsta ári. Liðið hefur náð lengra en nokkru sinni og er komið í umspil þar sem átta þjóðir berjast um fjögur síðustu sæti Evrópu á mótinu. Dregið verður á mánudaginn og þá kemur í ljós hvaða þjóð verður mótherji Íslands en leikið verður heima og heiman. Íslenska liðið er skipað leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér. Vel tókst til þegar Svíinn Lars Lagerbäck var valinn þjálfari liðsins. Hann er þrautreyndur og virtur, var landsliðsþjálfari Svíþjóðar frá 1998 til 2009 og þjálfaði landslið Nígeríu um nokkurra mánaða skeið árið 2010. Svo reyndur þjálfari sem Lagerbäck hefði vart tekið þetta verkefni að sér nema gera sér bærilegar vonir um árangur enda hafði U21 landslið Íslands, sem nú er hryggjarstykkið í karlalandsliðinu, sýnt getu sína þegar það náði þeim frá- bæra árangri að komast í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins árið 2011. Vegna þessa gleðilega árangurs knattspyrnu- landsliðsins hefur það kannski ekki vakið eins mikla athygli og ella að Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik, var á mánudaginn valinn næsti landsliðsþjálfari Danmerk- ur í handknattleik. Það er í senn mikil viðurkenning fyrir Guðmund sem toppþjálfara í íþróttagreininni og um leið fyrir íslenskan handknattleik. Með talsverðum rétti má segja, að ógleymdum knattspyrnuárangri nú, að handknattleikur sé þjóð- aríþrótt Íslendinga. Í þeirri grein hópíþrótta hefur landslið okkar náð bestum árangri og lengi verið meðal fremstu þjóða. Hápunkturinn á afrekaskrá landsliðsins náðist einmitt undir stjórn Guðmundar, silfurverðlaun á ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Austur- ríki árið 2010. Síðan hefur Guðmundur þjálfað félags- lið í Danmörku og nú síðast þýska stórliðið Rhein- Neckar Löwen. Þar þykir hann hafa staðið sig afar vel í bestu en jafnframt erfiðustu deild handknattleiks- heimsins. Guðmundur hefur þar verið í hópi annarra íslenskra þjálfara, Dags Sigurðssonar og ekki síst Al- freðs Gíslasonar sem náð hefur afburðaárangri með þýska meistaraliðið Kiel. Of langt mál yrði að telja upp alla afrekaskrá Alfreðs en það nægir að geta þess að í ár gerði hann Kiel að Þýskalands- og bikarmeist- urum og í fyrra varð lið hans Þýskalandsmeistari með fullu húsi stiga, bikarmeistari, vann Super Cup í Þýskalandi og Meistaradeild Evrópu. Alfreð var val- inn þjálfari ársins í Þýskalandi í fyrra og vann einnig til þeirrar nafnbótar 2011, 2009 og 2001. Danir eru í fremstu röð handknattleiksþjóða og hafa lengi verið. Þeir eru í fjórða sæti á styrkleikalista greinarinnar – en Íslendingar í því tólfta. Handknatt- leikur er þriðja vinsælasta íþróttagreinin þar í landi, á eftir knattspyrnu og badminton. Dönsk þjóð gerir því miklar kröfur til handknattleikslandsliðsins – og þjálfara þess. Guðmundur Þórður Guðmundsson fetar í fótspor Ulrik Wilbek sem hefur náð frábærum árangri með liðið. Danir unnu silfurverðlaun á Heims- meistaramótinu á Spáni í janúar síðastliðnum, urðu Evrópumeistarar 2012 og einnig 2008. Þá státa þeir af þremur bronsverðlaunum á Evrópumeistaramótinu, 2006, 2004 og 2002. Wilbek lætur af störfum sem þjálfari Dana eftir Evrópumeistaramótið í janúar næstkomandi. Guðmundar bíður því að undirbúa danska liðið fyrir ólympíuleikana í Brasilíu árið 2016. Krafa Dana er skýr: „Við viljum ólympíugull,“ sagði Morten Stig Christiansen, framkvæmdastjóri danska handknattleikssambandsins, þegar Guðmundur var kynntur sem næsti þjálfari danska liðsins – og um leið metinn hæfasti stjórnandinn sem völ var á. Þrátt fyrir afbragðsárangur Wilbek mun Guð- mundur án efa fara aðra leið en forverinn, enda með aðra þjálfaratækni. Eftir henni sækjast Danir. Mark- mið þjálfaranna er hins vegar það sama, að sigra á stórmótum. Fróðlegt verður að fylgjast með gengi frændþjóðarinnar undir íslenskri stjórn. Guðmundur náði frábærum árangri með íslenska landsliðið. Hann ætlar sér án efa enn stærri hluti með það danska. Viðurkenning á afburðaárangri Hæfustu stjórnendurnir Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Dægradvöl auðugra Það sannast enn við þennan atburð hve Ólaf- ur Ragnar hefur mikla hæfileika til að vekja áhuga auðugs fólks á hugðarefnum sínum og hve auðvelt honum er að eiga samstarf við þetta fólk. Þessu kynntust Íslendingar á heimavelli á tímum útrásar. Björn Bjarnson, fyrrverandi ráðherra, ræddi hæfileika forsetans í bloggi sínu um norðurslóðaráðstefnuna í Hörpu. Leyndarmál frægðarinnar Aðdáun þjóðarinnar er stundum að drepa mig. Meistari Megas ræddi fylgikvilla frægðar innar við Óttar Guðmundsson geðlækni. Svikasilfur Þetta er klárlega ekki ólympíuandinn. Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, brást illa við fréttum um að silfurverðlaunapeningur handboltalandsliðsmanns væri til sölu. Þeir selja silfrið sem eiga það En auðvitað er það einkamál við- komandi íþróttamanns hvort hann selur peninginn. Kannski finnst honum hann ljótur, kannski hefur hann ekki pláss fyrir hann, kannski eru leiðinlegar minningar bundnar við hann – eða kannski er hann bara blankur. Egill Helgason skoðar eignarréttinn í tengslum við silfurpeninginn. Sjúddirarírei Gylfi Ægisson er karlfauskur úr Vest- mannaeyjum. Hverjum er ekki drullusama hvað honum finnst? Dóri DNA gerði offramboð á skoðunum að umtalsefni í Bakþönkum í Fréttablaðinu. Afsakið auglýsingar! Við biðjumst velvirðing- ar á þessum leiðinlegu mistökum. Ríkisútvarpið tryllti landslýð með því að skipta í snatri frá beinni útsendingu landsleiksins við Noreg yfir í auglýsingar. Bakari hengdur Við vildum alls ekki hrella þjóðina með þessu – alls ekki. Sigþór Sigurjónsson, hjá Bakarameistaranum, átti sjónvarpsauglýsinguna sem valtaði yfir stórkostlegt augnablik í boltasögu Íslendinga. Það var ekki með ráðum gert. Í fullkomnum heimi Við getum unnið hvaða lið sem er. Ég veit auðvitað ekki hver andstæðingurinn verður en við eigum alltaf möguleika. Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var vígreifur eftir jafntefli við Noreg.  Vikan sem Var Lagerbäck hefði vart tekið þetta verkefni að sér nema gera sér bærilegar vonir um árangur enda hafði U21 landslið Íslands, sem nú er hryggjarstykkið í karlalands- liðinu, sýnt getu sína þegar það náði þeim frábæra árangri að komast í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins árið 2011. 14 viðhorf Helgin 18.-20. október 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.