Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.10.2013, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 18.10.2013, Qupperneq 34
aðstæður fyrir mér, ég sé hvað pers- ónan er að fara að gera, bý til litla baksögu, sé fyrir mér sviðsmynd- ina, heyri lagið sem hljómar og finn jafnvel hvaða ilmvatn hún notar. Ég sé alltaf þessa heild.“ Kvöldið afdrifaríka Ólafur Helgi var sannarlega búinn að finna sína hillu í lífinu og blasti við að mennta sig frekar á þessu sviði. Hann flutti til Mílanó og byrjaði að læra ítölsku til að undir- búa sig fyrir námið. Hann eignaðist vini og hafði farið út að skemmta sér með vinkonu sinni þegar lífið tók skyndilega stóra beygju. „Aðfarar- nótt fyrsta apríl var mér nauðgað. Ég sá strák sem mér leist vel á þegar við vorum að labba heim af djamm- inu, við byrjuðum að spjalla og ég sagði vinkonu minni bara að fara á undan mér. Við settumst á bekk og allt í einu vill hann að ég gefi honum munnmök. Mér fannst það ekki við hæfi þarna á almannafæri og segist ekki vilja það en þá tók hann mig hálstaki, sagði að ég vildi það víst og ég bara fraus. Hann var harkalegur og ég var hreinlega hræddur um að hann myndi meiða mig meira ef ég hlýddi honum ekki eða jafnvel drepa mig. Hann fór síðan með mig bak við runna þar sem hann nauðgaði mér. Ég var mjög óttasleginn og hélt á ég myndi frekar lifa af ef ég hlýddi honum en loksins ákvað ég að ef hann myndi drepa mig þá hefði ég allavega reynt að flýja og mér tókst að hlaupa í burtu.“ Hann hafði ekki náð að gyrða upp um sig þegar hann kallaði á fyrstu manneskjuna sem hann sá og bað um hjálp því honum hefði verið nauðgað. „Hún kallaði mig bara öfugugga og sagði mér að hypja mig í burtu. Ég gyrti mig og hljóp áfram á milli fólks og leigubíla. Loksins fann ég lögreglubíl og bað um hjálp en lögreglumennirnir vildu ekki hjálpa mér heldur sögðu mér bara hvar næsta lögreglustöð var. Ég fylltist svo miklu vonleysi þegar lögreglan vildi ekki einu sinni að- stoða mig að ég fór bara heim. Þar hringdi ég í vinkonu mína á Íslandi og hún sagði mér að hringja á lög- regluna. Ég gerði það, var sóttur með sjúkrabíl og fékk bæði andlega og líkamlega aðhlynningu.“ Ólafur Helgi fór fljótt eftir þetta aftur heim til Íslands þar sem hann reyndi að ná áttum í faðmi fjölskyldunnar. Hann fór í viðtöl hjá Stígamótum og hitti sálfræðing og var harður á því að fara aftur til Ítalíu. „Ég vildi ekki gefast upp. Mér fannst ég þurfa að fara aftur út og standa mig þó fjöl- skyldan mín hefði efasemdir um að ég hefði náð að vinna nógu vel úr málunum. „Mamma og bróðir minn fóru með mér út og skildu mig svo eftir.“ Vildi ekki gefast upp Hann var ákveðinn í að láta nauðg- unina ekki aftra sér frá því að láta drauminn rætast og byrjaði aftur fullur tilhlökkunar. Hann fór að leigja með íslenskri stelpu sem var einnig í skólanum og hóf hann aftur Ólafur Helgi kom út úr skápnum árið 2002 og tók þátt í keppninni Dragdrotting Íslands sama ár. Hann tók aftur þátt að ári og sigraði sem Starina. Útskriftarlínan hans ber nafnið Starina Couture. Ljósmynd/Hari 34 viðtal Helgin 18.-20. október 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.