Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.10.2013, Síða 35

Fréttatíminn - 18.10.2013, Síða 35
ISIO 4 með D-vítamíni góð fyrir æðakerfið ISIO4 er heilsusamleg blanda af olíum — auðug af náttúrulegu E-vítamíni og viðbættu D-vítamíni. Olíurnar fjórar sem sameinast í ISIO4, repju-, oléisol-, sólblóma- og vínberjaolía, eru ríkar af E-vítamíni, andoxunarefni sem verndar frumur líkamans. Auk þess inniheldur ISIO4 núna meira af D-vítamíni sem hjálpar þér að styrkja ónæmiskerfið. Hugsaðu um heilsuna og veldu ISIO4 með lífsnauðsynlegum Omega-3 fyrir hjarta og æðakerfi og Omega-6 til að halda kólesteróli í skefjum. Olían er bragðgóð og hentar vel í alla matargerð, heita rétti sem kalda. ÍS LE N SK A S IA .IS N AT 5 80 50 0 3/ 12 nám á fyrsta ári. „Vinir mínir þegar ég var síðast úti voru núna komnir á annað ár, eða ég hélt að þeir væru vinir mínir. Þegar ég kom aftur höfðu þau aldrei tíma til að hitta mig og svöruðu ekki símtölum frá mér. Síðan sagði íslenska vinkona mín mér frá því að þeir væru að segja að þeir héldu að ég hefði verið að ljúga til um nauðgunina. Ég veit ekki hvernig þeim datt það í hug. Ein stelpan sagði að ég hefði verið svo skrýtinn daginn eftir en auðvi- tað er maður skrýtinn daginn eftir svona áfall.“ Greinilegt er að Ólafur Helgi tók orð skólafélaga sinna afar nærri sér. „Ég byrjaði að vera kvíðinn og þorði ekki í skólann. Ég fór að skrópa mikið og vildi ekki mæta samnemendum mínum. Ég vissi ekki hver trúði mér og hver trúði mér ekki. Síðan varð ég hrein- lega hræddur um að það myndi eitthvað koma fyrir mig, að það yrði aftur ráðist á mig. Ég fór að reyna að hafa stjórn á öllu sem auðvitað er ómögulegt þannig að ég missti alla stjórn. Ég varð áhugalaus um flest, líka námið en vildi samt ekki gefast upp.“ Varð fyrir aðkasti ókunnugra Fullur af vanlíðan og kvíða fór Ólaf- ur Helgi að taka eftir því að dags- daglega var mikið starað á hann þegar hann var á ferðinni í Mílanó. „Hinn dæmigerði hommi er eins glimmer gaur - glaður og syngjandi – eða ótrúlega flottur gaur sem er búin að vera duglegur í ræktinni. Fatlaður hommi passar hvergi inn. Samkvæmt ímyndinni um homma er ekki til neinn lítill skakkur strákur. Það var mikið horft á mig og hlegið. Vinir mínir sögðu fyrst að ég væri bara að ímynda mér þetta en á endanum sögðu þau að þetta væri engin ímyndun.“ Fötlun Ólafs Helga er sjáanleg og telur hann að ókunn- ugt fólk hafi einfaldlega séð hjá honum eitthvað sem það var ekki vant að sjá. „Fólki fannst ég bara skrýtinn að sjá. Aðallega voru þetta samt unglingar sem hlógu þegar ég labbaði fram hjá og bentu. Ég varð brátt að játa fyrir mér að það gat ekki verið að allir unglingar væru einmitt að segja fyndinn brandara þegar ég gekk framhjá þeim. Ekki nóg með það heldur var mér líka neitað um gistingu eftir að leigjend- ur komust að því að ég væri hommi sem stundar drag.“ Hann þraukaði þrjú ár í Mílanó, sinnti náminu ekki sem skyldi og ákvað loks að flytja heim og skrá sig í fjarnám. Þarna hafði Ólafur Helgi þegar kynnst Daníel og fékk stuðning frá bæði honum og fjöl- skyldunni hér heima. „Ég brotnaði margoft niður hér heima og í eitt skiptið bað ég Daníel að keyra mig upp á geðdeild. Ég hafði ekki efni á því að fara oftar til sálfræðings og fékk þarna viðtal við geðlækni sem ég sagði alla söguna. Hann greindi mig síðan með áfallastreit- uröskun og fannst augljóst að ég hefði ekki unnið nógu vel í sjálfum mér eftir nauðgunina. Ég byrjaði á þunglyndislyfjum sem ég hafði löngu áður hætt að taka og fór síðan aftur í viðtöl hjá Stígamótum. Í þetta skiptið gekk mun betur. Ég talaði við yndislegt fólk og fór loks í hópatíma þar fyrir karlmenn sem hjálpaði mér gríðarlega. Þetta var bara á síðasta ári. Það tók mig því fimm ár að vinna úr reynslunni en það tókst á endanum.“ Fann aftur gleðina Í framhaldinu hefur hann einnig náð að rækta betur sambandið við unnustann og þeir festu loks dagsetningu fyrir brúðkaupið. Ólafur Helgi er búddisti, meðlimur í Soka Gakkai International, og vildi því giftast að búddískum sið. „Daníel hefur alltaf virt mína trú.“ Athöfnin fór fram í Eyrarkoti í Kjós og veislan sömuleiðis, altarinu var einfaldlega breytt í háborð. „Ég fann svo mikla gleði við að skipu- leggja brúðkaupið og fann hvað ég brann fyrir þessu. Ég man ekki eftir öðrum eins áhuga fyrir neinu síðan ég var að skipuleggja atriðið mitt eftir að ég vann dragkeppnina og var að kveðja titilinn. Þarna var aftur komin gleðin sem ég tapaði eftir nauðgunina.“ Ólafur Helgi hannaði fötin sín, hann sá um allt útlit í veislusalnum, og nýtti afganga af efnum frá lokaverkefn- inu sínu við skólann í Mílanó til að gera kjóla á brúðarmeyjarnar og vesti á hringaberann. Þemað í brúðkaupinu voru páfuglar og rauðar rósir. „Daníel fannst gaman á brúðkaupsdaginn en hann var ekkert að spá í hvort við myndum hafa rauðar eða hvítar rósir. Mér finnst bara svo gott að vinna með svona þema, gera heildarmynd. Það er stundum gert góðlátlegt grín að mér því í hvert skipti sem ég held partí verð ég að hafa þema, sama hversu lítið það er. Þegar bróðir minn gifti sig aðstoðaði ég þau við skipulagninguna og hannaði kjólinn á konuna hans. Ellefu ára dóttir hans er rosalega ánægð með frænda sinn og segir alltaf að Óli geri flottustu kjólana.“ Ólafur Helgi er líka stoltur af frændsystk- inum sínum sem taka honum eins og hann er, fötluðum homma sem finnst gaman að ganga í kjólum. Stundum verður hann fyrir því að börn stara á hann og benda í versl- unum. Honum finnst að foreldrar eigi að kenna börnunum sínum að það sé dónalegt að stara en reynir að brosa bara til barnanna. En þrátt fyrir hrifningu frændsystk- ina sinna litlu á kjólum vildi Ólafur Helgi ekki gifta sig í kjól. „Ég gerði á mig hvítar buxur, hvíta skyrtu, mittislinda sem var reimaður í bakið og svo var ég með tveggja metra slóða. Litla frænka mín var satt að segja hálf leið yfir því að ég ætlaði ekki að gifta mig í kjól en hún fékk þarna jakkaföt innblásin af brúðar- kjól. Kjóllinn sem ég gerði handa mömmu hennar er einn sá fallegasti kjóll sem ég hef hannað enda er fátt fallegra en brúðarkjóll. Það er aldrei að vita nema hann verði seinna meir brúðarkjóllinn hennar. “ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Hún kallaði mig bara öfugugga og sagði mér að hypja mig í burtu. viðtal 35 Helgin 18.-20. október 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.