Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.10.2013, Page 42

Fréttatíminn - 18.10.2013, Page 42
42 ferðalög Helgin 18.-20. október 2013  Bílaleiga að ýmsu að hyggja þegar Bíll er leigður ytra Fáðu meira út úr Fríinu Viltu afslátt af hótelgistingu, ókeypis morgunmat eða Frítt Freyðivín upp á herbergi? bókaðu sértilboð á gistingu, ódýr hótel og bílaleigubíla út um allan heim á túristi.is T Ú R I S T I Vertu velkomin! Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum • Gerð - fleiri en 900 mismunandi útfærslur • Stærð - engin takmörk • Áklæði - yfir 3000 tegundir VIÐ ERUM FLUTT Á BÍLDSHÖFÐA 18 Torino Lyon Lyon Havana Landsins mesta úrval af sófum og sófasettum ENDALAUSIR MÖGULEIKAR Í STÆRÐUM OG ÚTFÆRSLUM Tryggingar Kaskótrygging er oftast innifalin í leigunni en sjálfsábyrgð á hefðbundnum bílaleigubíl er um tvö hundruð þúsund krónur. Upphæðin er mismunandi eftir fyrirtækjum og bílategund. Það er þó hægt að komast hjá sjálfsábyrgðinni með því að kaupa sérstaka tryggingu sem kall- ast oftast „Super Cover“. Ekki er hægt að bóka hana þegar gengið er frá leigunni á netinu heldur bjóða starfsmenn bílaleig- anna trygginguna oftast þegar lyklarnir eru sóttir. Með því að kaupa þessa auka- þjónustu hefur reikningurinn hækkað ríflega því stóru bílaleigurnar rukka tæpar 5000 krónur á dag (um 30 evrur) fyrir trygginguna en þó fæst afsláttur ef leigutíminn er meira en vika. Sá sem leig- ir millistóran bíl í tvær vikur borgar um 60 þúsund krónur fyrir að lækka sjálfs- ábyrgðina niður í ekkert. Sambærilega tryggingu er hins vegar hægt að kaupa af breska tryggingafélag- inu Insurance4carhire.com fyrir 7700 krónur. Sparnaðurinn nemur því rúmum 50 þúsund krónum. Ókosturinn við að kaupa aukatryggingu ekki hjá bílaleig- unni sjálfri er sá að ef það verður tjón þá verður leigutakinn að sjá um að sækja bæturnar hjá breska tryggingafyrirtæk- inu. Bætur vegna tjóns á hjólabúnaði og rúðum eru ekki alltaf innifaldar í trygg- ingum bílaleiga en hjá Insurance4carhire. com eru þessi hlutir tryggðir. Í öllum til- fellum borgar sig þó að lesa smáa letrið og bera saman kostina. Bókunarsíður Samkvæmt heimasíðum þriggja af þekkt- ustu bílaleigum í heimi kostar um hundrað þúsund krónur að leigja meðalstjóran bíl á Spáni í hálfan mánuð næsta sumar. Ef hins vegar farið er inn á heimasíður sem gera verðsamanburð á bílaleigum er hægt að fá samskonar bíl á um sextíu þúsund krónur. Flestar þessar síður eru í samstarfi við stóru bílaleigurnar og því er hægt að spara sér umtalsverða upphæð með því að nýta þennan millilið. Bílstólar Þeir sem ferðast með börn leigja oft barna- stóla í stað þess að taka með sína eigin. Einn stóll í hálfan mánuð kostar um 13.000 krónur. Það er ekki mikið mál fyrir þá sem keyra út á Keflavíkurflugvöll að taka sætin með sér í flugið. Börn eldri en 2 ára mega innrita farangur en hjá lággjaldafélög- unum þarf að borga fyrir töskur. Hjá Wow Air myndi til dæmis kosta um sjö þúsund krónur að taka sætið með sem er þó nærri helmingi minna en að leigja sætið hjá bíla- leigu í tvær vikur. Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is Kristján Sigurjónsson heldur úti ferðavefn- um Túristi.is en þar er hægt að gera verð- samanburð á bílaleigubílum út um allan heim. Svona borgar þú miklu minna fyrir bílaleigubíl Það getur verið nauðsynlegt að hafa bíl til umráða í utanlandsferðinni en það kostar sitt að leigja einn slíkan. Hér eru þrjú atriði sem lækka leiguna umtalsvert. Það er þó hægt að komast hjá sjálfs- ábyrgðinni með því að kaupa sérstaka tryggingu sem kall- ast oftast „Super Cover“.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.