Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.10.2013, Síða 44

Fréttatíminn - 18.10.2013, Síða 44
44 matur & vín Helgin 18.-20. október 2013 FUNDI HUGMYND VEISLU FYRIR EÐA SMÁ Miniborgarar Ef það er veisla eða fundur framundan þá eru veislubakkarnir frá American Style skemmtileg og bragðgóð tilbreyting á veisluborðið. Allar pantanir fara fram á www.americanstyle.is Mikilvægt er að panta tímanlega. 3.995» 15 MINIBORGARAR Haustið er gengið í garð og þá er tímabært að leyfa lambakjötinu að malla góða stund og drekka gott vín með. Við fengum Gunnar Pál Rúnarsson á Vínbarnum Bisto til að deila með okkur spennandi uppskrift. Fyrir 4. 4 stk. góðir lambaskankar 3 laukar 6 stk. hvítlauksrif 2 stk. sellerí 4 stórar gulrætur 2 msk tómatpuré 5 kvistar af timian 2 msk smjör 2 msk olía 1/2 flaska Faustino VII rauðvín 2 dl gott soð (má nota súputeninga og vatn) salt og pipar eftir smekk Kryddið skankana og steikið þá í potti í olíu og smjöri, 5 mínútur á hvorri hlið. Grófsaxið allt grænmetið, bætið út í pottinn, þá tómatpuré og hellið rauð- víni yfir. Látið malla í 2 klukkustundir, veiðið skankana upp úr og setjið í eldfast mót og inn í ofn. Bakið í 2 tíma við 140 gráður. Hellið þá rauðvíninu, timian og grænmetinu yfir og bakið í 40 mínútur í viðbót. Berið fram með kartöflumús. Auðvitað drekkum við svo Faustino VII rauðvin frá Rioja með. Hægeldaðir lambaskankar með hvítlauk, timian og rauðvíni Faustino VII Gerð: Rauðvín. Þrúga: Tempranillo. Uppruni: Spánn, 2011. Styrkleiki: 13% Verð í Vínbúðunum: 1.999 kr.  Trapiche Oak Cask Gerð: Rauðvín. Þrúga: Malbec. Uppruni: Argentína, 2011. Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúð- unum: 1.999 kr. Umsögn: Vín í þessum verð- flokki njóta mikilla vinsælda af augljósum ástæðum. Það er hins vegar um að gera vanda valið. Þessi Malbec er mjög góður með hversdags- steikinni.  Arthur Metz Gerð: Hvítvín. Þrúga: Pinot Gris. Uppruni: Frakk- land. Styrkleiki: 12,5% Verð í Vínbúð- unum: 2.299 kr. Umsögn: Milt og skemmtilegt söturvín. Pinot Gris er þræl- skemmtileg þrúga sem vert er að mæla með.  Mumm Cordon Rouge Brut Gerð: Kampavín. Uppruni: Frakk- land. Styrkleiki: 12% Verð í Vínbúð- unum: 5.999 kr. Umsögn: Það er alger óþarfi að hugsa bara um kampavín í tengslum við útskriftir og stórafmæli. Prófaðu að splæsa í eina flösku með smjörsteiktum steinbít um helgina. Þú gætir orðið hissa. Vín vikunnar Merlot-þrúgan hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að heimspekingurinn Miles úthúðaði henni í hinni ódauð- legu kvikmynd Sideways með orðunum „I Am Not Drinking Any Fucking Merlot“. Þó Miles hafi ekki verið aðdáandi er þó engin ástæða til að sniðganga þessa frábæru þrúgu. Þó sumir vilja meina að Merlot-vín skorti dýptina sem aðrar þrúgur hafi er það alls ekki algilt og vín vikunnar er gott dæmi um hið gagnstæða. Þú færð mikið fyrir peninginn með þessu víni frá greifunum í Chile. Það er bæði kröftugt og skilur eftir sig notalegt bragð. Ef þú eyðir heilum degi í að undirbúa matarboð fyrir tengdaforeldrana og klúðrar svo steik- inni geturðu verið viss um að tengdapabbi fer ekki sár og svekktur heim ef hann fær að sötra þetta fína vín. Marques de Casa Concha Gerð: Rauðvín. Þrúga: Merlot. Uppruni: Chile, 2011. Styrkleiki: 14,5% Verð í Vínbúðunum: 2.999 kr. Undir 2.000 kr. 2.000-4.000 kr. Yfir 4.000 kr.    Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is Réttur vikunnar

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.