Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.10.2013, Qupperneq 46

Fréttatíminn - 18.10.2013, Qupperneq 46
J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Skemmtilega snúið laugavegi 47, opið mán.- fös. 10-18, lau. 11-17 www.kokka.is kokka@kokka.is Undratækið Spiralfix frá GEFU breytir garðávöxtum í girnilega spírala á örsskotsstundu. Tækið er einfalt og öruggt í notkun þrátt fyrir að búa yfir tveimur flugbeittum hnífum sem umbreyta öllu í fallega, misbreiða vafninga, lengjur og skrúfusneiðinga. Eða hvað við kjósum að kalla hið skemmtilega snúna form sem grænmetið tekur á sig í Spiralfix – og lítur svo vel út á diskinum. 46 matur & vín Helgin 18.-20. október 2013  MassiMo og Katia Bjóða upp á handgert pasta h jónin Massimo og Katia reiða fram ítalskan heimilismat á veitinga-staðnum sínum Massimo og Katia við Laugarásveg. „Við eldum hefðbundna rétti frá öllum landshlutum Ítalíu eftir okkar eigin uppskriftum,“ segir Katia. Þau Massimo hafa rekið veitingastaðinn um hríð og segjast hafa skotið rótum á Íslandi. Þau ákváðu nýlega að bæta við úrvalið með því að hafa á boðstólum handlagað pasta sem gestir geta kippt með sér heim og soðið sjálfir. „Okkur fannst þetta bara sniðug hug- mynd og ákváðum að prófa þetta þannig að nú getur fólk sótt handlagað, ferskt heilhveitipasta til okkar,“ segir Katia. „Við gerum pastað auðvitað eftir ítalskri matar- gerðarhefð og ég held að þetta sé alveg einstakt í Reykjavík, að hægt sé að ganga að svona fersku, handgerðu pasta.“ Hjónin bjóða upp á ýmsar pasta-gerðir eins og tagliatelle, gnocchi, orechiette og ravioli með kjötfyllingu. „Við seljum þetta eftir vigt og fólk getur þá tekið eins mikið með sér heim og það þarf og eldað heima.“ Massimo og Katia selja einnig ýmsan innfluttan sælkeravarning, svo sem sætt kex, ólífur, olíur og ýmislegt fleira sem kemur sér vel ef fólk vill laga almenni- legan ítalskan mat heima hjá sér. Eðli málsins samkvæmt er ítölsk matargerð sérgrein hjónanna og þau eru sérstaklega stolt af handgerða orechi- ette pastanu sínu sem á rætur að rekja til Suður-Ítalíu. Massimo og Katia leggja áherslu á fljót- lega eldamennsku enda segir Katia flesta viðskiptavini kjósa að taka matinn með sér þannig að í raun er um skyndibita að ræða þótt þau slái ekki af kröfunum í eldhúsinu. „Við höfum alltaf unnið á veitinga- húsum eða á börum,“ segir Katia. „Og við rekum þennan stað af ástríðu og viljum að hér geti viðskiptavinir stigið inn í ítalska stemningu og þeir eiga alla okkar athygli.“ Katia segir þau hjónin elda allan mat saman enda líki þeim það best. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Við gerum pastað auð- vitað eftir ítalskri matar- gerðarhefð og ég held að þetta sé alveg einstakt í Reykjavík. Litla Ítalía á Laugarásvegi Pasta er ekki bara pasta og fáir eru jafn meðvitaðir um það og Ítalir. Hjónin Massimo og Katia taka pasta mjög hátíðlega og eru nú farin að selja handlagað, ferskt pasta á veitingastað sínum við Laugarásveg. Þar bjóða þau upp á ýmsar gerðir pasta sem upplagt er að taka með sér og sjóða heima. Katia og Mass- imo eru byrjuð að bjóða upp á handgert, ferskt pasta á veitingastaðn- um sínum þar sem fólk getur keypt pastað eftir vigt og eldað heima. Katia segir þau hjón reka veitingastað sinn af ástíðu. Hér býr hún til gnocchi með því að rúlla pasta eftir rifluðu trébretti. Lj ós m yn di r: H ar i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.