Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 48
48 heilsa Helgin 18.-20. október 2013
Heilsa Betri samskipti
Hætta niðurbrjótandi
viðhorfum og hegðun
www.lyfja.is
Lægra
verð
í Lyfju
20%
afsláttur
Gildir út október
Kerasal
Nýtt á Íslandi
Kærkomin lausn fyrir þreytta,
sprungna og þurra fætur
Á námskeiðinu verður fólk i kennt að hætta
niðurbrjótandi viðhorf-
um og niðurbrjótandi
hegðun þannig að það
geti slakað betur á og
liðið betur. Það er mjög
nærandi lærdómur fyrir
mannleg samskipti,“
segir Guðmundur Ragn-
ar Guðmundsson. Um
helgina verður haldið
námskeið í umhyggju-
ríkum samskiptum í Rós-
inni, Bolholti 4. Það er Christiane
Welk er leiðbeinandi námskeiðsins.
Guðmundur Ragnar sem hefur
unnið í því að fá Christiane til lands-
ins segir að fólki muni ganga betur
að gera það sem er nær hjarta þess
þar menn geti hætt að gera hluti í
einhverri hlýðni og heldur geri þá
í gleði.
„Verið er að kenna æfingar til að
komast að því hvaða þörf menn hafa
til að leysa vandamál og hvað drífur
menn áfram. Fólk hættir að gera það
sem virkar illa til þess að ná þeim
markmiðum sem maður hefur. Við
þurfum að aðgreina muninn á þörf-
um okkar og hvað við erum að gera
til þess að uppfylla þær. Fólk gerir
margt sem er mjög skaðlegt, óhollt
og meiðandi á meðan aðrar aðferðir
geta verið skemmtilegar,'' segir Guð-
mundur.
Upphafsmaður hugmyndakerfis-
ins er Marshall Rosenberg og leggur
samskiptatæknin áherslu á jákvæð-
ar viðhorfsbreytingar sem ekki er
hægt að læra með því að lesa bækur
eða hlusta á fyrirlestra heldur er um
að ræða tungumál sem þarf að æfa.
Guðmundur Ragnar
segir að nálgunin sem
notuð er henti fólki sem
vill gera eitthvað fyrir
sjálft sig. Segir hann
þessa aðferð líka hafa
verið notaða þegar ver-
ið er að semja um frið
milli stríðandi fylkinga
í Kenýa, þar er verið
að semja frið milli ætt-
bálka þar sem fólk er að
drepa hvort annað. „Það
sem gerist oft í samskip-
um er það að við erum
alltaf að reyna að láta fólk gera það
sem við viljum að það geri.
Við beitum þvingunum og mút-
um til þess að fá fólk til að gera það
sem við viljum, við notum aðferðir
til að stjórna fólki í kringum okk-
ur og það er kallað ofbeldi í þessu
samhengi,“ segir Guðmundur.
Guðmundur segir að mesta
breytingin hjá þeim sem hafa lært
þessa samskiptatækni sé að þeir
upplifi minni neikvæðni gagn-
vart sjálfum sér. „Maður hættir að
hafa þessa þörf til þess að keyra
sig áfram á neikvæðninni. Þetta
er bara svo fast í vana hjá okkur
og það fer svo mikil orka í það að
þegar fólk hættir þessu þá losnar
um svo mikla orku, fólk slakar á
og verður miklu ánægðara,“ segir
Guðmundur Ragnar.
Námskeiðið er haldið laugar-
dag og sunnudag frá 10 til 17 en
kynning verður opin öllum í kvöld,
föstudag. Næsta námskeiðið verður
haldið í desember.
María Elísabet Pallé
maria@frettatiminn.is
Fæst í næstu verslun
Nánar á www.heilsa.is
A vítamín fyrir sjón og húð!
Christiane Welk mun
kenna um helgina
námskeiðið „Um-
hyggjurík samskipti“
en upphafsmaður
hugmyndakerfisins er
Marshall Rosenberg.
Breyting hjá þeim
sem hafa lært þessa
samskiptatækni er
að þeir upplifa minni
neikvæðni og við það
losnar mikil orka,
fólk lærir að slaka á
og verður ánægðara
með líf sitt.
Christiane Welk, leið-
beinandi námskeiðsins
Mikilvægt að fólk læri aðferðir til
þess að minnka neikvæðni í lífi sínu.
• Gerðu tengsl að aðalatriði í þínu lífi. Bættu tengsl við fólkið í kringum
þig eins og fjölskyldu, vini, samstarfsmenn og jafnvel nágranna. Leggðu
áherslu á að byggja og bæta þín tengsl á degi hverjum en það mun bæta
líf þitt til muna.
• Hreyfðu þig á hverjum degi. Farðu út að labba, hjóla eða hlaupa. Ekki
gleyma að leika þér í garðinum og dansaðu. Hreyfing eykur alltaf vel-
líðan en fyrst og fremst finndu hreyfingu sem þú nýtur þess að stunda.
• Vertu vakandi yfir umhverfinu. Vertu forvitinn um lífið og það sem gerir
lífið fallegt að þínu mati. Taktu eftir breytingum á umhverfinu til dæmis
við árstíðaskipti, á leið í vinnu, eða þegar þú ferð út í hádeginu. Vertu
meðvitaður um líðan þína og hvernig umhverfið hefur áhrif á hana.
• Haltu áfram að læra. Gerðu eitthvað nýtt með reglulegum hætti og
lífgaðu við gömul áhugamál. Taktu á þig nýja ábyrgð í vinnunni, lærðu á
hljóðfæri eða farðu á matreiðslunámskeið. Ef þú venur þig á að læra nýja
hluti reglulega mun það auka sjálfstraustið þitt og þú munt skemmta þér
konunglega í leiðinni.
• Gefðu af þér. Gerðu eitthvað óvænt fyrir vin eða jafnvel einhvern sem þú
þekkir ekki. Þakkaðu fyrir þig og brostu. Gerðu eitthvað í sjálfboðavinnu
og gefðu til samfélagsins það mun bæta þína líðan og þú munt tengjast
fleira nýju fólki.
Fimm frábærar leiðir
til að njóta lífsins
– fyrst og fre
m t
ódýr!
kortatímabil
!Nýtt
599
Verð áður 1229 kr. stk.
Djæf ísterta, 1 l
kr.
stk.
50%afsláttur
Hámark
4 stk.
á mann meðan birgðir endast!