Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.10.2013, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 25.10.2013, Blaðsíða 2
ÞÚ ÁTT ÞAÐ SKILIÐ – NJÓTTU  Ofbeldi Karlar eiga erfiðara með að greina frá KynferðisOfbeldi Kynjamunur á áhrif- um kynferðisofbeldis Áhrif kynferðisofbeldis í æsku eru ólík eftir kynjum. Karlmenn beina tilfinningum sínum út á við en konur bæla þær niður. Þetta er niðurstaða nýrrar ís- lenskrar rannsóknar. Í viðtölum við þátt- takendur kom fram að karlarnir urðu fyrir fordómum þegar þeir greindu frá ofbeldinu og einum var í framhaldinu meinað að umgangast systkinabörn sín. K ynjamunur er á því hvaða áhrif kynferðisofbeldi í æsku hefur á fólk. Karl- menn eru líklegri til að beina tilfinningum sínum út á við með því að sýna reiði, árásargirni og andfélagslega hegðun, en konur líklegri til að bæla niður tilfinn- ingar sínar og draga sig í hlé. Þetta er niðurstaða eigindlegrar saman- burðarrannsóknar Sigrúnar Sig- urðardóttur, lektors við heilbrigðis- vísindasvið Háskólans á Akureyri, og samræmast þær niðurstöðum erlendra rannsókna. Sigrún tók alls 28 viðtöl við sjö karlmenn og sjö konur sem urðu fyrir kynferðisofbeldi í æsku. Flest urðu þau fyrir ofbeldinu frá 4-5 ára aldri en þátttakendur voru á aldrin- um 30-65 þegar viðtölin voru tekin. „Hjá báðum kynjum hafði gerend- um tekist að koma inn sektarkennd hjá börnunum þannig að þau upp- lifðu sig ábyrg fyrir ofbeldinu. Drengirnir virtust þar að auki hafa verið í tilvistarkreppu því þeir stóðu í þeirri trú að „svona komi ekki fyrir stráka.“ Karlarnir voru frekar í afneitun og leituðu sér síður aðstoðar en konurnar. Þá voru dæmi um að karlarnir yrðu fyrir fordómum og jafnvel útskúfun þegar þeir sögðu frá því ofbeldi sem þeir urðu fyrir sem börn og gekk það svo langt að einum þeirra var þá meinað að umgangast systkina- börn sín. „Karlarnir töldu að ein helsta ástæðan fyrir því að karl- menn segja ekki frá kynferðisof- beldi í æsku að sumir haldi að öll fórnarlömb verði seinna gerendur,“ segir Sigrún. Bæði kynin áttu erfitt með að treysta fólki og mynda tengsl, jafnvel við maka og börn. „Karl- arnir sögðu konum sínum ekki frá ofbeldinu og fannst erfitt að halda leyndarmáli frá þeim. Konurnar áttu mun erfiðara með líkamlega snertingu en karlarnir. Bæði karl- arnir og konurnar töluðu um að minningar um ofbeldið ásæktu þau, jafnvel á meðan á kynlífi við maka stóð. Ein konan varð fyrir því að sjá afa sinn endurtekið fyrir sér þegar hún átti síst von á því,“ segir hún. Fullorðinsárin einkenndust af sársauka hjá bæði körlunum og konunum. Allar konurnar glímdu þar að auki við fjölþætt heilsufars- vandamál á borð við vefjagigt og svefnleysi. Karlarnir gripu til þess í meira mæli en konurnar að reyna að deyfa vanlíðan sína með áfengi. Grein Sigrúnar um rannsóknina bíður birtingar í erlendu fagtíma- riti en fyrri rannsóknir hennar á kynferðisofbeldi hafa einnig verið birtar í alþjóðlegum vísindaritum. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Sigrún Sigurðar- dóttir, lektor við heilbrigðis- vísindasvið Háskólans á Akureyri. Karlarnir í rannsókninni töldu að ein helsta ástæðan fyrir því að karlmenn segja ekki frá kynferðisofbeldi í æsku að sumir haldi að öll fórnarlömb verði seinna gerendur. NordicPhotos/Getty  sOrp samKOmulag um meðhöndlun úrgangs á höfuðbOrgarsvæðinu Hætt að urða sorp á Álfsnesi Stjórn samtaka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu (SHH) hefur samþykkt eigandasam- komulag um meðhöndlun úrgangs sem verður undirritaður í dag á fundi samtakanna. Stefnt er að því að hætta urðun í Álfsnesi í Reykjavík á næstu fjórum til fimm árum auk þess sem reisa á gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi. „Þetta er auðvitað öllum til góðs og þá sérstaklega þá sem búa nálægt þessu. Þetta er mikið ánægju- efni fyrir Mosfellinga,“ segir Haraldur Sverris- son, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. „Þetta hefur verið mjög lengi í umræðunni vegna stefnumörkunar sveitarfélaganna og þeirra óþæginda sem þessi starfsemi hefur haft fyrir íbúa Mosfellsbæjar. Meðal annars höfum við hjá bæjarstjórn Mosfellsbæjar farið að skoða tæknilausnir á Norðurlöndunum og niðurstað- an er komin fram í þessu sem er mjög góð fyrir Sorpu og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sem og Mosfellsbæ að vera búin að gera sam- komulag um meðhöndlum úrgangs á mjög nútímalega máta,“ segir Haraldur. Samkomulagið felur í sér að Sorpa og sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu ætla að leita samstarfs við önnur byggðarlög á Suðurlandi, Suðurnesjum og Vesturlandi um úrræði á með- höndlun úrgangs. „Meiningin er að reisa gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi en þó ekki á þeim stað sem upprunalega var talað um, heldur fjær Mosfellsbæ og úr augsýn,“ segir Haraldur. -mep Ruslahaug- arnir á Álfs- nesi munu brátt heyra sögunni til. Mynd/Hari Rjúpnaveiðitímabilið hafið Í dag hefst rjúpnaveiðitímabilið sem varir fjórar helgar í röð; frá föstudegi til sunnu- dags í hverri viku. Eingöngu er leyfilegt að veiða í 12 daga, það er á föstudögum, laugardögum og sunnudögum næstu fjórar helgar. - eh Jafnréttisvikan hafin Árleg Jafnréttisvika hófst í gær og lýkur henni með Jafnréttisþingi þann 1. nóvember. Félags- og húsnæðis- málaráðherra ásamt Jafnréttisráði boða til þingsins, í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, en vikan fyrir það verður helguð jafnréttismálum. Áskorun hefur verið send á fjölmiðla, aðila vinnumarkaðarins, sveitarfélög og fleiri til að vekja sérstaka athygli á jafnrétti kynjanna þessa viku. Á Jafnréttisþinginu, sem haldið verður á Hilton Reykjavík Nordica hótel, verður meðal annars fjallað um afleiðingar kynjaskipts vinnumarkaðar, meðferð nauðgunarmála innan réttarkerfisins og kynjaða hagstjórn. Eygló Harðardóttir, félags- og hús- næðismálaráðherra, kynnir þar skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála 2013. Hlutverk þingsins er að efna til samræðu milli stjórnvalda og þjóðar um málefni kynjajafnréttis og gefa öllum áhugasömum kost á að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda í jafnréttismálum. -eh Vilja vekja athygli á samfélagslegri ábyrgð JCI Ísland auglýsir eftir tilnefningum á einstaklingum sem hafa verið að vinna í samfélagslegri ábyrgð innan fyrirtækja sinna. JCI Ísland eru alþjóðleg samtök sem stuðla að því að vekja meðvitund og skilning á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja „corporate social responsibility“ og vinna að verðlaunaafhendingunni „The Creative Young Entrepreneur Award“ (CYEA) sem verður haldin í fyrsta skipti nú í lok nóvem- ber og verður árlegur viðburður. „Það að fyrirtæki hafi stefnu í samfélagslegri ábyrgð þarf ekki að fela í sér að fyrirtæki leggi til beina fjármuni í verkefni heldur er hægt að taka þátt í samfélagslegri ábyrgð með ýmsum hætti. Gott viðskiptasiðferði, áhrif starfsemi fyrirtækisins á umhverfið, heilsu, öryggismál og mannréttindamál eru lykilatriði í samfélagslegri ábyrgð,“ segir Lyuba Kharitonova sem vinnur í markaðsrannsóknum hjá tölvuleikafyrir- tækinu CCP og er meðlimur í JCI Ísland. -mep Vegur á faglegum forsendum „Ákvörðun um veglínu Álftanes- vegar hefur ávallt byggst á faglegum forsendum og aldrei verið tekin í sérstöku samráði við landeigendur,“ segir í tilkynningu frá Garðabæ vegna mótmæla við nýjan veg um Gálgahraun. „Núverandi veglína nýs Álftanes- vegar liggur í landi Selskarðs á sama stað og gamli Álftanesvegurinn og því verða engar bætur greiddar til landeigenda vegna hans,“ segir ennfremur í tilkynningunni og er þar með vísað á bug sögusögnum um að fjölskylda fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, hagnist á framkvæmdinni. Faðir Bjarna er einn eigenda Selskarðs. Þá segir ennfremur að samkvæmt aðalskipulagi Garðabæjar sé jörðin Selskarð skilgreind sem óbyggt svæði að undanskildum þeim hluta sem skilgreindur er sem svæði fyrir þjónustustofnanir. „Vangaveltur um að veglína Álftanesvegar geti varðað landeigend- ur fjárhagslegum hagsmunum vegna sölu lóða fá því engan vegin staðist. Lóðir verða ekki seldar á svæði sem í skipulagi er skilgreint sem óbyggt svæði.“ -sda 2 fréttir Helgin 25.-27. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.