Fréttatíminn - 25.10.2013, Side 70
70 bækur Helgin 12.-14. október 2012
Bókadómur: Glæpurinn ÁstarsaGa
katja svarar kallinu
Friðrik raFnsson Þýddi eitt Þekktasta verk jules verne
s káldsagan Voyage au centre de la
terre, eða Ferðin
að miðju jarðar,
eftir Jules Verne
kom fyrst út í París
1864. Sagan kom út
í íslenskri þýðingu
Bjarna Guðmunds-
sonar 1944 undir
titlinum Leyndar-
dómar Snæfellsjök-
uls – För í iður jarð-
ar og er vel þekkt
sem slík enda finna
leiðangursmenn
sögunnar op sem
leiðir þá ofan í iður
jarðar í Snæfells-
jökli.
Friðrik Rafnsson
hefur nú sent frá
sér nýja þýðingu
bókarinnar úr frönsku og er þetta í fyrsta
sinn sem sagan kemur út óstytt og þýdd
úr frumtextanum en Friðrik segist telja
að Bjarni hafi þýtt og endursagt úr ensku.
Friðrik segist hafa ákveðið að þýða
bókina eftir að hann skoðaði heimili Jules
Verne, þar sem hann bjó síðustu áratugi
ævi sinnar, í Amiens í Norður-Frakklandi.
„Þetta er mjög glæsilegt hús og safn um
hann og eftir að hafa skoðað mig þarna
um áttaði ég mig á því hversu nærri hann
var miðu þekkingarinnar á þessum tíma,
í vísindum og tækni,“ segir Friðrik. „Ég
hafði einhvern veginn ekki gert mér grein
fyrir því áður.“
Verne hefur verið kallaður faðir vísinda-
skáldsögunnar og stendur vel undir því en
hann skrifaði um kafbátasiglingar, tungl-
ferðir og sitthvað fleira sem var óhugsandi
á ritunartímanum en varð síðar að veru-
leika. Auk Ferðarinnar að miðju jarðar
eru ævintýri Nemos skipstjóra og 80 daga
ferðalag Phileasar Fogg meðal þekktustu
verka hans.
„Ég hafði lesið svona eitt og annað eftir
hann,“ segir Friðrik sem sökkti sér í lestur
bóka hans þegar hann kom heim frá Frakk-
landi. Þá las hann Leyndardóma Snæfells-
jökuls sér til mikillar ánægju en áttaði sig
fljótt á að hún var nokkuð frábrugðin frum-
textanum. „Hún er talsvert stytt og endur-
sögð eins og mikið var gert á þessum tíma.
Mér fannst því einhvern veginn ástæða til
að þýða hana upp á nýtt. Mér fannst ekki
hægt að Íslendingar ættu ekki þessa sögu,
sem er ein af þeim þekktustu í heimsbók-
menntunum sem varða Ísland, í heild.“
Jules Verne er mest þýddi rithöfundur
allra tíma ásamt þeim William Shake-
speare og Agöthu Christie og er að sönnu
sígildur höfundur sem sést ekki síst á því
að enn er sótt í smiðju hans í kvikmyndum
og öðrum kimum dægurmenningarinnar.
„Þegar ég fór að rýna svona vel í hann
fannst mér líka svo gaman að sjá hvað
hugsun hans rímar vel við framfara- og
tæknihyggjuna sem er ráðandi núna,“ seg-
ir Friðrik. „Ef hann væri uppi núna myndi
ég giska á að hann væri annað hvort ein-
hvers konar tölvugúru eða eðlisfræðifröm-
uður í Cern í Sviss eða eitthvað svoleiðis.
Hann var einhvern veginn á þeim stað á
sínum tíma og skilar þessu áfram alveg
snilldarlega.“
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Kafað ofan í leyndar-
dóma Snæfellsjökuls
The Shining er þriðja skáldsagan sem hroll-
vekjumeistarinn Stephen King sendi frá sér og
fyrsta innbundna metsölubók þessa höfundar
sem hefur selt hryllingssögur sínar í ómældu
magni alla tíð síðan. The Shining kom út fyrir 36
árum og er enn þann dag í dag ein þekktasta
og dáðasta bók höfundarins.
King var fárveikur alkóhólisti í upphafi feril
síns og glíma hans við fíknina bergmálar um
síður bókarinnar sem er öðrum þræði hryllings-
saga um alkóhólisma, þetta eyðandi afl sem
rústar fjölskyldum.
King sendi í haust frá sér langþráð framhald
The Shining, Doctor Sleep. Í bókinni er skyggni
drengurinn Danny orðinn fullorðinn maður og
berst við fortíðardrauga og arfleið hins sturlaða
föður síns en hann erfði alkóhólismann beint í
karllegg. Hann kynnist 12 ára stúlku sem hefur
sömu náðargáfu og finnur sig knúinn, ekki síst
vegna drykkjusynda sinna, að hjálpa stelpunni í
baráttu við ævafornar andlegar vampírur sem
nærast á því að pynta skyggn börn til dauða og
drekka í sig skyggniljós þeirra.
Alkóhólisminn rennur í gegnum sögu
Dannys, rétt eins og sögu föður hans áður, en
nú er áherslan á batann og AA-prógrammið.
Doctor Sleep jafnast ekki á við The Shining en
King er í góðu stuði og lætur sögur feðganna
kallast skemmtilega á. Þá eru sterkar tengingar
við Dracula sem og eldri bækur Kings, Carrie og
Salem ś Lot.
King hefur oft verið meira ógnvekjandi og
hræðilegri en svíkur þó ekki gamla aðdáendur
The Shining. -þþ
Annar drykkjuhrollur frá King
Mánasteinn er ný skáldsaga eftir Sjón.
Hún gerist í Reykjavík 1918 þegar Katla
gýs og spænska veikin stráfellir fólk.
Samkynhneigði drengurinn Máni
Steinn lifir í kvikmyndunum. Sofandi
dreymir hann myndirnar í tilbrigðum
þar sem vefur atburðanna er slunginn
þráðum úr hans eigin lífi. Vakandi hefst
hann við á jaðri samfélagsins. Í brjósti
Mána Steins ólmast svartir vængir. Það
súgar milli heima í veröld þar sem líf og dauði, veru-
leiki og ímyndun, leyndarmál og afhjúpanir vegast á.
Sjón fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
árið 2005 fyrir Skugga-Baldur. Hann hefur gefið
út fjölda skáldverka sem þýdd hafa verið á erlend
tungumál.
Sjón horfir aftur til 1918
Árni Þórarinsson hefur fyr-
ir löngu fest sig rækilega í
sessi í úrvalsliði íslenskra
glæpasagnahöfunda með
sögum sínum um blaða-
manninn Einar sem er
einkar lagið að róta sér í
flókin sakamál með tilheyr-
andi spennu og lífsháska.
Árni gefur blaðamann-
inum frí að þessu sinni og
þrátt fyrir titilinn er hér
ekki um krimma að ræða
enda vegur undirtitillinn í
raun þyngra og hér segir
Árni hádramatíska ástar-
sögu, beiska og ágenga
ástarsögu sem snýst upp í
mannlegan harmleik.
Sjálfsagt á Árni eftir að
fá bágt frá einhverjum föst-
um lesendum sínum fyrir
að svíkja þá um endurfund
við Einar, rétt eins og Arnaldur Indriðason hefur
á síðustu árum reynt á þolrif aðdáenda sinna með
tíðum fjarvistum Erlendar í bókum sínum.
Að þessum ágætu kempum, Einari og Erlendi,
ólöstuðum þá má nú alveg hvíla þá af og til svo höf-
undar þeirra fái tækifæri til að hnykla aðra vöðva.
Eitthvað sem Árni gerir svo sannarlega með miklum
stæl í Glæpnum.
Hér fylgir hann þremur manneskjum eftir á ör-
lagadegi í lífi þeirra. Degi sem hefur kastað ógnar-
skugga á líf þeirra og er nú loksins runninn upp. Og
þegar dagurinn er að kveldi kominn verður ekkert
eins og það var.
Sagan er þess eðlis að í raun má ekkert um hana
segja án þess að slá á spennuna og draga úr slag-
krafti hennar. Bókin er frekar stutt, stíll Árna snarp-
ur en með grófum dráttum bregður hann upp ljós-
lifandi mynd af manneskjum á ystu nöf. Fólki sem
þjáist og engist innra með sér þannig að lesandinn
fyllist samkennd.
Árni vekur forvitni strax frá fyrstu síðu og sogar
lesandann inn í grimma örlagasöguna sem ómögu-
legt er annað að lesa í einum rykk. Glæpurinn er
virkilega haganlega samansett og flott saga og ef
Árni ætlar að vera áfram í þessum gír má Einsi
blaðamaður alveg taka sér aðeins lengra frí. -ÞÞ
Baneitruð ást
Glæpurinn
Ástarsaga
Árni Þórarinsson
JPV-Útgáfa, 151 s, 2013
Árni Þórarinsson
doctor sleep
Stephen King
544 s
Akureyringurinn
Elí Freysson kvaddi
sér hljóðs 2011 með
fantasíuskáldsögunni
Meistari hinna blindu
sem fékk ágætis
viðtökur. Hann fylgdi
bókinni eftir með
Ógnarmána í fyrra og gaf hana út
sem rafbók. Nú gefur hann sjálfur
út Kallið, þriðju söguna sína úr
fantasíuheiminum sem hann kynnti
í Meistara hinna blindu. Hér er
um sjálfstæða sögu að ræða og Elí
kynnir nú til leiks unglingsstúlkuna
Kötju. Hún býr yfir afli sem hún
áttar sig ekki á en að því kemur
að hún þarf að fara að heiman og
blanda sér í aldagamalt skuggastríð.
Friðrik Rafnsson hefur síðustu áratugi verið iðinn við að halda frönskum bókmenntum að ís-
lenskum lesendum með þýðingum sínum. Hann hefur þýtt úr frönsku nánast allt sem Milan Kun-
dera hefur skrifað, kynnt Íslendinga fyrir hinum óheflaða Michel Houellebeq og nú kemur Ferðin
að miðju jarðar eftir Jules Verne út í fyrsta sinn á íslensku í fullri lengd, þýdd úr frumtextanum.
Verne er einn vinsælasti og útbreiddasti höfundur Frakka, framsýnn faðir vísindaskáldsögunnar
en Ferðina að miðju jarðar þekkja Íslendingar best sem Leyndardóma Snæfellsjökuls.
Friðrik Rafnssyni fannst ekki annað hægt en að
sagan um leyndardóma Snæfellsjökuls væri til í
heildarþýðingu.
Ísland kemur
mikið við sögu í
Ferðinni að miðju
jarðar. Þýðing
Friðriks er skreytt
teikningum Édouard
Riou úr frumútgáfu
verksins. Svona sá
teiknarinn fyrir sér
götu í Reykjawik,
eins og höfuðborgin
heitir í texta Vernes.
Pétur og
Anita
Íslenskir leik-
arar hafa tvisvar
leikið leiðsögumann
vísindamannsins
Ottós Lidenbrock á
ferð hans um Ísland
í kvikmyndum sem
byggja á Ferðinni að
miðju jarðar. Pétur
Rögnvaldsson, sem
kallaði sig Peter
Ronson lék í Journey
to the Center of the
Earth árið 1959 á
móti James Mason
og Anita Briem
lék leiðsögumann
Brendans Frasier í
samnefndir mynd
árið 2008.
Mergjuð ævintýri
Vigdís Finnbogadóttir
ritar formála þýðingar
Friðriks og segir þar
meðal annars: „Jules
Verne, ævintýraskáldið
franska, hefur verið í upp-
áhaldi hjá mér frá því ég
fyrst kynntist sögum hans
og þótti til um. Ævintýrin
voru og eru svo mergjuð.
Hann var fyrir 150 árum,
um miðja 19. öldina, á
svo miklu hugarflugi í
skáldsögum sínum að
fáir hefðu trúað því að
ævintýri persóna hans
gætu nokkur tíma orðið
að veruleika.“
Leitið upplýsinga á auglýsingadeild
Fréttatímans í síma 531 3310 eða á
auglysingar@frettatiminn.is
Fréttatímanum
er dreift á heimili á
höfuðborgarsvæðinu
og Akureyri auk
lausadreifingar um land allt.
Dreifing með
Fréttatímanum á
bæklingum og fylgiblöðum
er hagkvæmur kostur.
Ert þú að huga
að dreifingu?