Fréttatíminn - 25.10.2013, Blaðsíða 54
54 fjölskyldan Helgin 25.-27. október 2013
„Spáðu í mig – þá mun ég spá í þig“
K onan mín kvartar sífellt undan börnunum mínum, það er eignlega alveg sama hvað það er. Hún er sífellt að bera sín börn og barnabörn saman við mín börn og barnabörnin, yfirleitt fólkinu mínu í óhag. Ég sé þau reyndar sjaldan nú orðið,“
sagði Anton við Rósu, frístundaleiðbeinanda í félagsstarfi aldraða.
Óhætt er að fullyrða að skilnaðir og stjúptengsl geta haft áhrif á fjölskyldutengsl, oft
ófyrirsjáanleg, og þó? Stjúpfjölskyldur, þ.e. fjölskylda þar sem annar eða báðir aðilar
sem hana stofna eiga barn eða börn úr fyrr sambandi eða samböndum, hafa alla tíð
verið til. Áður fyrr voru þær oftast stofnaðar af ekkjum eða ekklum sem gengu í hjóna-
band að nýju, þó skilnaðir hafi þekkst. Stjúpforeldrum var ætlað að ganga stjúpbörnum
sínum, sem misst höfðu annað foreldri sitt í föður- eða móðurstað. Börnunum var síðan
ætlað styðja foreldra sína og stjúpforeldra á efri árum. Smám saman tóku stofnanir
samfélagins við ýmsum verkefnum sem fjölskyldur höfði sinnt áður, þó ekki að
öllu leyti og enn er stuðningur fjölskyldunnar talinn mikilvægur bæði við börn og
gamalmenni
Fjölskyldur tóku líka breytingum og á Vesturlöndum jukust hjónaskilnaðir til
muna á tímabilinu 1960–1970. Í raun má tala um einskonar „skilnaðarbylgju“ sem
breytti fjölskyldulandslaginu frá því sem áður var. Fráskilið fólk fór gjarnan í ný
sambönd og stofnaði stjúpfjölskyldur. Stundum fleiri en eina. Börn þess tíma,
þegar „skilnaðarbylgjan“ reið yfir eru í dag miðaldra, og foreldrar og stjúpforeldrar
sem skildu á þessum árum fylla nú flokk aldraðra.
Íslenskar rannsóknir sýna að skilnaður foreldra getur haft veruleg áhrif á fjöl-
skyldutengsl barna og foreldra, en einnig samband barna við afa og ömmur. Eldri
kynslóðin getur komið inn sem mikilvægt bakland og stuðningur við börn og for-
eldra sé hún til staðar – það er þó ekki sjálfgefið að allir njóti hans.
Hvaða áhrif skilnaður foreldra og stjúptengsl hefur á þann stuðning sem upp-
komin börn veita foreldrum og stjúpforeldrum á efri árum er hinsvegar minna
vitað um hér á landi þar sem rannsóknir skortir.
Reynslan bendir til að samskipti í stjúpfjölskyldum geta verið jafn flókin og
streituvaldandi á efri árum og hjá ungum fjölskyldum. Í rannsókn sem unnin var
á vegum Félags stjúpfjölskyldna í september sl. kom í ljós að 76,8% svarenda sem
flestir voru undir fimmtugu, voru mjög sammála eða sammála fullyrðingunni „Það er
flóknara að vera í stjúpfjölskyldu en ég átti von á“. Óvissan er oft allsráðandi sem getur
haft áhrif á að fólk leiti síður eftir stuðningi eða bjóði hann fram.
Erlendar rannsóknir benda til að fráskildir afar og ömmur hafi minni tengsl við
barnabörn og sjái þau sjaldnar en þau sem ekki hafa skilið. Einnig að endurgifting afa-
og ömmukynslóðarinnar geti haft neikvæð áhrif á tengsl þeirra við barnabörnin. Margt
bendir hinsvegar til að samskipti þessara kynslóða sé að vissu leyti háð samskiptum
elstu- og miðkynslóðar, þ.e. foreldra og uppkominna barna. Eigi afa –og ömmukyn-
slóðin í góðum samskiptum við eigin börn og tengdabörn er mun líklegra að hún sé í
samskiptum við barnabörnin en ella.
Það er nokkuð ljóst, samkvæmt erlendum rannsóknum, að mikilvægt er að viðhalda
tengslum og sinna börnum og barnabörnum eigi að gera ráð fyrir stuðningi þeirra síðar
á ævinni. En stuðningur við aldraða fráskilda foreldra
og stjúpforeldra virðist háðari skilyrðum sem grund-
vallast á fyrri samskiptum og stuðningi, en við þá sem
ekki hafa skilið. Hafi samskipti minnkað eða rofnað
milli foreldra og barna við skilnað og stjúptengsl er
hætta á að uppkomin börn sýni svipaða hegðun og for-
eldrar þeirra og stjúpforeldrar, þ.e. afskiptaleysi og
skort á hollustu við þá á efri árum. Það má þá líklega
gera ráð fyrir hinu gagnstæða hafi samskipti verið tíð
og yngri kynslóðin fundið fyrir áhuga og stuðningi
þegar á þurfti að halda. Það er hinsvegar vert að hafa
í huga að það er aldrei of seint að bæta samskipti milli
foreldra, stjúpforeldra og barna eða við barnabörn-
in. Það má heldur ekki gleyma mikilvægi vina – og
framlagi frjálsra félagasamtaka þegar stuðningur er
metinn.
Kanna þarf betur óformlegt stuðningsnet fjölskyldna
hér á landi, ekki síst í ljósi umræðu um aukinn niður-
skurð í íslenska velferðarkerfinu, og sé þörf á, hvernig
megi þá þétta það?
Það er spurning hvort laglína Megasar eigi við í
stóra samhenginu „Spáðu í mig – þá mun ég spá í þig?“
Erlendar rannsóknir benda til að fráskildir afar og
ömmur hafi minni tengsl við barnabörn og sjái þau
sjaldnar en þau sem ekki hafa skilið.
Bakland aldraða í stjúpfjölskyldum
Valgerður
Halldórs-
dóttir
félagsráðgjafi
og kennari
heimur barna
Ungmenni í efstu bekkjum
grunnskóla þurfa níu til tíu
tíma svefn á hverri nóttu
vegna þess aukna álags
sem fylgir gelgjuskeið-
inu. Staðreyndin er þó sú
að stór hluti þeirra sefur
minna og er margt sem
getur haft neikvæð áhrif
á svefninn. Fyrir utan að
sinna heimalærdómi og
áhugamálum eyða ung-
menni töluverðum tíma í
sjónvarpsáhorf og tölvu-
notkun og getur það haft
slæm áhrif á svefnvenjur.
Of lítill svefn á gelgjusKeiðinu
Unglingar þurfa níu til tíu tíma svefn
Sjónvarpsáhorf og tölvunotkun örva heilann og henta því
ekki rétt fyrir svefninn. Betra er að lesa bók fyrir nóttina.
Ljósmynd/GettyImages/NordicPhotos.
Í svefni fer fram
upprifjun og úr-
vinnsla á þeim
upplýsingum sem
tekið er við yfir
daginn og þá fest-
ast þær í minn-
inu. Svefninn er
einnig nauð-
synlegur fyrir
ónæmiskerfið til
að auka mótstöðu
gegn veikindum
og nauðsynlegur
fyrir vöxt og
þroska.
Á unglingsárun-
um eiga sér stað
miklar horm-
ónabreytingar í
líkamanum og
stór hluti þeirra
hormóna er fram-
leiddur á nótt-
unni og er sú
framleiðsla háð
góðum nætur-
svefni. Svefn yfir
daginn kemur
því ekki í staðinn
fyrir tapaðan
nætursvefn.
Rannsóknir hafa
sýnt að þeir sem
hafa góðar svefn-
venjur og sofa
nóg eru ham-
ingjusamari, taka
frekar ábyrgð á
heilsunni, borða
hollari mat, eru
hæfari að takast
á við streitu og
ástunda frekar
reglulega hreyf-
ingu en þeir sem
sofa ekki nóg.
Óreglulegar
svefnvenjur geta
valdið ójafnvægi
í líkamanum og
er því mikil-
vægt að fara að
sofa og vakna á
svipuðum tíma
á hverjum degi.
Ef fólk fær ekki
nægilegan svefn
á virkum dögum
er því ekki hægt
að bæta það upp
með því að sofa
lengur um helgar.
Dagleg hreyfing
í frítímanum
og þátttaka í
íþróttum er góð
bæði fyrir svefn-
inn og heilsuna
almennt. Betra
er að lesa bók
fyrir svefninn en
að horfa á sjón-
varpið eða nota
tölvuna því bæði
örva heilann og
trufla þannig
svefn. -dhe
Leitið upplýsinga á auglýsingadeild
Fréttatímans í síma 531 3310 eða á
auglysingar@frettatiminn.is
Fréttatímanum
er dreift á heimili á
höfuðborgarsvæðinu
og Akureyri auk
lausadreifingar um land allt.
Dreifing með
Fréttatímanum á
bæklingum og fylgiblöðum
er hagkvæmur kostur.
Ert þú að huga
að dreifingu?
H E L G A R B L A Ð
Ó K E Y P I S
H E L G A R B L A Ð
Ó K E Y P
I S
H E L G A R B L A Ð
H E L G A R B L A Ð
H E L G A R B L A Ð
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P
I S
ÓKEYPIS
ÓKEYPI
S
Jólablað Fréttatímans
Jólablað Fréttatímans kemur út
mmtudaginn 28. nóvember
Jólablað Fréttatímans er góður staður til þess að kynna
jólavörunar. Blaðið verður stútfullt af spennandi, jólatengdu
efni sem er skrifað af reyndum blaðamönnum.
Ekki missa af glæsilegu blaði til þess að koma skilaboðum til
viðskiptavina þinna. Auglýsingin mun án efa lifa lengi í jólab-
laðinu, enda er efnið þannig uppbyggt að fólk geymir blaðið og
gluggar ítrekað í það við jólaundirbúninginn.
Við bjóðum gæði, gott verð og um 109.000 lesendur
Hafðu samband við auglýsingadeild Fréttatímans
í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is