Fréttatíminn - 25.10.2013, Blaðsíða 46
jólahlaðborð Helgin 25.-27. október 201346
Fyrstu jólahlaðborðin voru hjá Brauðbæ
Veitingastaðurinn Brauðbær við Þórsgötu í Reykjavík var sá fyrsti á
Íslandi til að bjóða upp á jólahlaðborð, upp úr 1980. Á þeim tíma rak
Bjarni Ingvar Árnason veitingastaðinn. „Við vorum með síldar- og fiski-
hlaðborð á haustin og svo þegar aðventan dundi yfir þá var lítið að
gera svo fórum að bæta inn svona hefðbundnum dönskum „frokost“-
eða hádegisréttum,“ segir Bjarni. Í byrjun var aðeins boðið upp á
jólahlaðborð í hádeginu á fimmtudögum en svo bættust föstudagarnir
við. „Á næstu tveimur til þremur árum vatt þetta upp á sig og við
fórum að bjóða upp á jólahlaðborð alla daga vikunnar á aðventunni.
Svo í framhaldi af því bættust kvöldin og helgarnar við.“
Brauðbær var upphaflega stofnaður árið 1964 og upp úr 1980 var þar boðið upp á fyrsta jólahlaðborðið á Íslandi. Í dag er enn
rekið fyrirtæki sem heitir Brauðbær á sama stað og sinnir það smurbrauðsþjónustu. Veitingastaðurinn Snaps er einnig í húsinu og
er boðið upp á jólahlaðborð þar sem Bjarni Ingvar, upphafsmaður jólahlaðborða á Íslandi, ætlar ekki að missa af. Ljósmynd/Hari.
A ð sögn Bjarna var alltaf fullt hús hjá þeim og þökkuðu þau guði fyrir þessi nýju viðskipta-tækifæri. „Á þessum tíma var alveg afskaplega
rólegt á veitingahúsum á haustin og það var ekki eins
algengt þá og í dag að fólk færi út að borða. Í dag þykir
sjálfsagt mál að skreppa í hádegismat á veitingastaði en
í þá daga voru það þeir sem meira máttu sín sem leyfðu
sér það.“
Í dag tíðkast hjá mörgum fyrirtækjum að bjóða
starfsfólki sínu ásamt mökum í jólahlaðborð. Á níunda
áratugnum, þegar Bjarni byrjaði að bjóða upp á jóla-
hlaðborð, tíðkaðist sá siður að fyrirtæki byðu starfsfólki
í jólaglögg og piparkökur. „Það má eiginlega segja að
jólahlaðborðin hafi rutt þeim sið úr vegi,“ segir Bjarni.
Sjálfur fer Bjarni á fjögur til fimm jólahlaðborð ár hvert
og segir ekkert minna duga á aðventunni. „Ég fer náttúru-
lega í Perluna, á Snaps og líka á Jómfrúna. Svo fer ég líka á
aðra staði til að prófa eitthvað nýtt.“ -dhe
MARENTZA POULSEN BER FRAM EINSTAKAN JÓLAKVÖLDVERÐ
Í TÖFRANDI UMHVERFI CAFÉ FLÓRU Í GRASAGARÐI REYKJAVÍKUR.
Opið verður öll fimmtudags,
föstudags og laugardagskvöld frá
22. nóvember til 21. desember.
Borðapantanir og nánari upplýsingar
í síma: 5538872 eða á netfanginu
cafeflora@cafeflora.is
Hópar eru velkomnir alla daga.
Veisluþjónusta fyrir minni og stærri hópa.
Ævintýraleg matarupplifun helst í hendur við rótgrónar danskar hefðir.
Monika Abendroth leikur á hörpu undir borðhaldi.
Skíðaskálinn í
Hveradölum minnir á
hið margrómaða
jólahlaðborð allar
helgar frá 29. nóvember
og fram til jóla
Ólafur Beinteinn Ólafsson
heldur upp einstrakri
jólastemningu með lifandi
tónlist í öllunum.
Rútuferðir 1.300 kr. báðar
leiðir
Sunnudagsköldin eru ölskyldu-
kvöldin okkar, þá er frítt fyrir 12 ára
og yngri og jólasveinninn kemur í
heimsókn með glaðning handa
börnunum.
Leitið tilboða fyrir hópa. Síðasta jólahlaðborðið er föstudaginn 20. des
Borðapantanir í síma 567 2020 eða á skidaskali.is