Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.10.2013, Qupperneq 46

Fréttatíminn - 25.10.2013, Qupperneq 46
jólahlaðborð Helgin 25.-27. október 201346 Fyrstu jólahlaðborðin voru hjá Brauðbæ Veitingastaðurinn Brauðbær við Þórsgötu í Reykjavík var sá fyrsti á Íslandi til að bjóða upp á jólahlaðborð, upp úr 1980. Á þeim tíma rak Bjarni Ingvar Árnason veitingastaðinn. „Við vorum með síldar- og fiski- hlaðborð á haustin og svo þegar aðventan dundi yfir þá var lítið að gera svo fórum að bæta inn svona hefðbundnum dönskum „frokost“- eða hádegisréttum,“ segir Bjarni. Í byrjun var aðeins boðið upp á jólahlaðborð í hádeginu á fimmtudögum en svo bættust föstudagarnir við. „Á næstu tveimur til þremur árum vatt þetta upp á sig og við fórum að bjóða upp á jólahlaðborð alla daga vikunnar á aðventunni. Svo í framhaldi af því bættust kvöldin og helgarnar við.“ Brauðbær var upphaflega stofnaður árið 1964 og upp úr 1980 var þar boðið upp á fyrsta jólahlaðborðið á Íslandi. Í dag er enn rekið fyrirtæki sem heitir Brauðbær á sama stað og sinnir það smurbrauðsþjónustu. Veitingastaðurinn Snaps er einnig í húsinu og er boðið upp á jólahlaðborð þar sem Bjarni Ingvar, upphafsmaður jólahlaðborða á Íslandi, ætlar ekki að missa af. Ljósmynd/Hari. A ð sögn Bjarna var alltaf fullt hús hjá þeim og þökkuðu þau guði fyrir þessi nýju viðskipta-tækifæri. „Á þessum tíma var alveg afskaplega rólegt á veitingahúsum á haustin og það var ekki eins algengt þá og í dag að fólk færi út að borða. Í dag þykir sjálfsagt mál að skreppa í hádegismat á veitingastaði en í þá daga voru það þeir sem meira máttu sín sem leyfðu sér það.“ Í dag tíðkast hjá mörgum fyrirtækjum að bjóða starfsfólki sínu ásamt mökum í jólahlaðborð. Á níunda áratugnum, þegar Bjarni byrjaði að bjóða upp á jóla- hlaðborð, tíðkaðist sá siður að fyrirtæki byðu starfsfólki í jólaglögg og piparkökur. „Það má eiginlega segja að jólahlaðborðin hafi rutt þeim sið úr vegi,“ segir Bjarni. Sjálfur fer Bjarni á fjögur til fimm jólahlaðborð ár hvert og segir ekkert minna duga á aðventunni. „Ég fer náttúru- lega í Perluna, á Snaps og líka á Jómfrúna. Svo fer ég líka á aðra staði til að prófa eitthvað nýtt.“ -dhe MARENTZA POULSEN BER FRAM EINSTAKAN JÓLAKVÖLDVERÐ Í TÖFRANDI UMHVERFI CAFÉ FLÓRU Í GRASAGARÐI REYKJAVÍKUR. Opið verður öll fimmtudags, föstudags og laugardagskvöld frá 22. nóvember til 21. desember. Borðapantanir og nánari upplýsingar í síma: 5538872 eða á netfanginu cafeflora@cafeflora.is Hópar eru velkomnir alla daga. Veisluþjónusta fyrir minni og stærri hópa. Ævintýraleg matarupplifun helst í hendur við rótgrónar danskar hefðir. Monika Abendroth leikur á hörpu undir borðhaldi. Skíðaskálinn í Hveradölum minnir á hið margrómaða jólahlaðborð allar helgar frá 29. nóvember og fram til jóla Ólafur Beinteinn Ólafsson heldur upp einstrakri jólastemningu með lifandi tónlist í öllunum. Rútuferðir 1.300 kr. báðar leiðir Sunnudagsköldin eru ölskyldu- kvöldin okkar, þá er frítt fyrir 12 ára og yngri og jólasveinninn kemur í heimsókn með glaðning handa börnunum. Leitið tilboða fyrir hópa. Síðasta jólahlaðborðið er föstudaginn 20. des Borðapantanir í síma 567 2020 eða á skidaskali.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.