Fréttatíminn - 25.10.2013, Side 43
Icelandair hótel Akureyri
Jólaboð aurora
Aðventan á Icelandair hótel Akur-
eyri verður hátíðleg og skemmti-
leg að vanda. Veitingastaður hót-
elsins aurora, býður í sannkallað
jólaboð með glæsilegum jólaveit-
ingum sem meistarakokkar okkar
reiða fram á meðan ljúfir lifandi
tónar hljóma undir borðhaldi.
„Hér er jafnan mjög hátíðlegt
og huggulegt andrúmsloft. Eftir
mat njóta gestir þess svo að sitja
úti á palli undir skinnábreiðum á
fallegum kvöldum við arineldinn,
með heitan drykk og norðurljós.
Við bjóðum einnig sérstakt tilboð
á gistingu með jólahlaðborðinu og
er upplagt fyrir fólkið að sunnan
að kíkja og fá jólastemningu okkar
Norðanmanna beint í æð,“ segir
Sigrún Björk Jakobsdóttir hótel-
stjóri.
Aurora jólaboð verður í boði um helgar
frá 22. nóvember til 14. desember,
frá kl. 18:00.
Upplýsingar í síma 518-1000, á
www.icelandairhotels.is/akureyri
og á akureyri@icehotels.is
Icelandair hótel Hérað
Hreindýrið vinsælt á
jólum
„Á Héraði verður jólahlaðborð alla
föstudaga og laugardaga frá 15.
nóvember til 14. desember. Þetta
er klassískt íslenskt jólahlaðborð
og auðvitað verður hreindýrið á
borðum hér að austfirskum sið,“
segir Auður Anna Ingólfsdóttir
hótelstjóri.
Við viljum einnig endilega fá fólk
til að gera meira úr aðventunni og
heimsækja okkur yfir þennan tíma
og erum því með sérstakt tilboð á
gistingu og hlaðborði saman.
Upplýsingar í síma 471-1500, á
www.icelandairhotels.is/herad og á
herad@icehotels.is
Icelandair hótel Flúðir
Góður jólamatur í
fallegu umhverfi
„Jólahlaðborðið okkar á Flúðum er
orðið þekkt fyrir góða rétti sem að
mestu leyti eru lagaðir á staðnum
úr hráefni hreppamanna. Við
gerum tilboð í hópa með gistingu
og morgunverðarhlaðborði en við
erum stutt frá bænum og gaman
að koma hingað á þetta fallega
svæði yfir vetrartímann, borða
góðan mat á fínu hóteli og upplifa
aðventuna og íslenska náttúru um
leið,“ segir Margrét Runólfsdóttir
hótelstjóri.
Dagsetningar: 30. nóv., 6., 7.,
13., og 14. desember. Vilhjálmur
Guðjónsson og Hilmar Sverrisson
spila ljúfa tóna meðan á borðhaldi
stendur.
Verð:
Fullorðnir kr. 8.900.-
Börn 6 ára til 12 ára kr. 4.500.-
Frítt fyrir yngstu börnin
Borðapantanir eru í síma 486-6630 og á
fludir@icehotels.is.
Icelandair hótel Hamar
Jólastemning á Hamri
„Við bjóðum glæsilegt jólahlaðborð
laugardagana 30. nóvember og 7.
desember þar sem borðin svigna
undan kræsingunum. Við erum að-
eins í rúmrar klukkustundar fjar-
lægð frá borginni og gaman fyrir
fólk að fara aðeins út úr bænum
og gera sér glaðan dag eða jafnvel
helgi, en við erum með flott tilboð
á gistingu og jólahlaðborði saman.
Heitu pottarnir í garðinum og
norðurljósin eru svo á sínum stað
í sveitakyrrðinni,“ segir Sigurður
Ólafsson, hótelstjóri á Hamri.
Frekari upplýsingar í síma 433 6600,
á www.icelandairhotels.is/hamar og
hamar@icehotels.is.
jólahlaðborðHelgin 25.-27. október 2013 43
Jólin byrja með jólahlaðborðum
á Icelandair hótelunum
Icelandair hótel Klaustur
Fjögurra rétta
jólamatseðill
„Við bjóðum upp á glæsilegan
fjögurra rétta jólamatseðil á föstu-
dags-, og laugardagskvöldum frá
29. nóvember til 14. desember á
sérlega góðu verði. Þá viljum við
endilega að fólk geri sér dagamun
og komi í kyrrðarríkið okkar
hingað að Klaustri og njóti tímans
á flottu hóteli í dásamlegu um-
hverfi, en við bjóðum flott tilboð á
gistingu og jólamatseðli og göngu-
leiðabæklingur um nágrenni
Klausturs fylgir með,“ segir
Sveinn Hreiðar Jensson.
Icelandair hótel Klaustur gerir einnig
hópatilboð og sérkjör á gistingu á
ofangreindar helgar. Upplýsingar
í síma 487 4900,
á www.icelandairhotels.is/klaustur
og á klaustur @icehotels.is.
Icelandair hótel í Keflavík
Töfrandi réttir og
tónlist
„Í ár verður hið vinsæla jólahlað-
borð á VOCAL Restaurant með
ítölsku ívafi enda fara íslenskur
jólamatur og ítalskt ljúfmeti ein-
staklega vel saman. Tónlistartríóið
Delizie Italiane skapar rétta and-
rúmsloftið og gleður gesti okkar
með hugljúfri ítalskri og íslenskri
jólatónlist 29., 30. nóvember og 6.
og 7. desember. Svo skemmta Tríó
Björns Thoroddsen og Jóhanna
Guðrún 13. og 14. desember, svo
hér verður mikil jólagleði og gam-
an. Icelandair hótel í Keflavík er
með tilboð á gistingu og jólahlað-
borði á þeim dögum sem hlað-
borðið er í boði á mjög góðu verði,“
segir Bergþóra Sigurjónsdóttir
hótelstjóri.
Frekari upplýsingar í síma 421 5222, á
www.icelandairhotels.is/keflavik og á
keflavik@icehotels.is.